Snjóbrettasnáði semur við alþjóðlegt fyrirtæki Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 25. febrúar 2015 08:30 Benni hefur verið á bretti frá því hann var fimm ára gamall. Mynd/ViktorHelgi Hinn tíu ára gamli Benedikt Friðbjörnsson, alltaf kallaður Benni skrifaði nýverið undir tveggja og hálfs árs „semi-pro“-samning við íþróttavöruframleiðandann DC Shoes. „Með þessum samningi er hann einn sá yngsti í heiminum sem hefur slíkan samning við íþróttavöruframleiðanda,“ segir faðir hans, Friðbjörn Benediktsson, stoltur. En meðal þeirra sem eru á samningi hjá DC Shoes eru bandaríski snjóbrettakappinn Tavis Rice og Norðmaðurinn Torstein Horgmo, uppáhaldssnjóbrettakappi Benna. „Hann gerði tveggja ára samning sem er „semi-pro“, hálfatvinnumannssamningur. Þá er hann launaður, þó það sé ekki mikið og fær ferðapening, vörur og svona.“ Benni byrjaði á snjóbretti þegar hann var um fimm ára gamall en áhugann fékk hann frá eldri bróður sínum. Faðir hans segist halda sig á skíðunum, á þeim byrjaði Benni en skipti fljótlega yfir á snjóbretti. „Mér finnst maður bara miklu frjálsari, maður getur gert miklu meira,“ segir Benni.Benni er tíu ára gamall en hefur ná gríðarlega góðum árangri á snjóbrettinu.Mynd/ViktorHelgiÁ netinu má sjá myndbönd af Benna þar sem hann framkvæmir svakaleg stökk á brettinu en hinn ungi íþróttamaður kveðst þó hvergi banginn. „Ég er bara ekkert að pæla í því,“ segir hann þegar hann er spurður að því hvort hann verði ekki lofthræddur. „Á síðustu tveimur árum er hann búinn að vera nefndur sem einn af sex bestu í sínum aldursflokki á snjóbretti hjá þessum tímaritum sem eru að telja upp hverjir eru framtíðarstjörnur á snjóbretti,“ segir pabbinn sem er að vonum stoltur af stráknum. Hann segir soninn ekki kippa sér mikið upp við athyglina. „Ég held að það megi alveg segja að hann sé á meðal þeirra bestu í heiminum í dag í sínum aldursflokki. Til staðfestingar á því þá setti Redbull hann á heimasíðunna sína tiltölulega nýlega og nefndi hann fyrstan af þremur sem væru að koma á eftir þessum sem eru bestir í dag.“ Benni hefur verið talsvert á faraldsfæti og hefur meðal annars ferðast til Austurríkis, Ítalíu, Frakklands og Kanada. „Við erum búin að vera síðustu þrjá vetur með hann á ferðinni, frá því hann var sjö ára,“ segir Friðbjörn, en Benni hefur keppt á fjölda móta hér og erlendis og þann tólfta til fjórtánda mars tekur hann þátt í Icelandic Winter Games á Akureyri í annað sinn. Í fyrra lenti hann í öðru sæti í flokki fimmtán ára og yngri, þá níu ára gamall. „Maður stefnir náttúrulega alltaf að því,“ segir Benni sjálfur, pollrólegur þegar hann er spurður að því hvort hann stefni á fyrsta sætið í ár. Snjóbrettaíþróttir Tengdar fréttir Yngsti snjóbrettasnillingur landsins styrktur af DC "Það skemmtilegasta sem ég geri er að vera á snjóbretti og hjólabretti," segir Akureyingurinn Benedikt Friðbjörnsson, sjö ára, sem er sá yngsti í heiminum sem vitað er um sem getur farið heljarstökk aftur á bak á snjóbretti eða svokallað backflip. 7. apríl 2012 12:45 Akureyri breytist í skíða- og brettaþorp Nokkrir af þekktustu skíða- og brettaköppum heims eru væntanlegir hingað til lands á Iceland Winter Games-vetraraleikanna sem fram fara á Akureyri í mars. 6. febrúar 2014 10:30 Mikill áhugi erlendra keppenda Iceland Winter Games og Éljagangur hafa sameinast. Hátíðin fer fram 6.-14. mars á Akureyri. 24. janúar 2015 09:15 Sjö ára í heljarstökki Benedikt Friðbjörnsson, sjö ára gamall drengur á Akureyri, hefur náð alveg hreint ótrúlegri færni á snjóbretti þau tvö ár sem hann hefur æft. Á meðfylgjandi myndskeiði sést hann fara í afturábak heljarstökk og gerir það leikandi létt. 27. desember 2011 14:17 Íslenska snjóbrettaundrabarnið með ótrúleg tilþrif | Myndband Hinn átta ára gamli Benedikt Friðbjörnsson er að slá í gegn í snjóbrettaheiminum og hefur nú þegar gert styrktarsamning við DC Shoes en þessi drengur frá Akureyri er ótrúlegur á brettinu. 4. október 2013 14:15 Mest lesið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Sjá meira
Hinn tíu ára gamli Benedikt Friðbjörnsson, alltaf kallaður Benni skrifaði nýverið undir tveggja og hálfs árs „semi-pro“-samning við íþróttavöruframleiðandann DC Shoes. „Með þessum samningi er hann einn sá yngsti í heiminum sem hefur slíkan samning við íþróttavöruframleiðanda,“ segir faðir hans, Friðbjörn Benediktsson, stoltur. En meðal þeirra sem eru á samningi hjá DC Shoes eru bandaríski snjóbrettakappinn Tavis Rice og Norðmaðurinn Torstein Horgmo, uppáhaldssnjóbrettakappi Benna. „Hann gerði tveggja ára samning sem er „semi-pro“, hálfatvinnumannssamningur. Þá er hann launaður, þó það sé ekki mikið og fær ferðapening, vörur og svona.“ Benni byrjaði á snjóbretti þegar hann var um fimm ára gamall en áhugann fékk hann frá eldri bróður sínum. Faðir hans segist halda sig á skíðunum, á þeim byrjaði Benni en skipti fljótlega yfir á snjóbretti. „Mér finnst maður bara miklu frjálsari, maður getur gert miklu meira,“ segir Benni.Benni er tíu ára gamall en hefur ná gríðarlega góðum árangri á snjóbrettinu.Mynd/ViktorHelgiÁ netinu má sjá myndbönd af Benna þar sem hann framkvæmir svakaleg stökk á brettinu en hinn ungi íþróttamaður kveðst þó hvergi banginn. „Ég er bara ekkert að pæla í því,“ segir hann þegar hann er spurður að því hvort hann verði ekki lofthræddur. „Á síðustu tveimur árum er hann búinn að vera nefndur sem einn af sex bestu í sínum aldursflokki á snjóbretti hjá þessum tímaritum sem eru að telja upp hverjir eru framtíðarstjörnur á snjóbretti,“ segir pabbinn sem er að vonum stoltur af stráknum. Hann segir soninn ekki kippa sér mikið upp við athyglina. „Ég held að það megi alveg segja að hann sé á meðal þeirra bestu í heiminum í dag í sínum aldursflokki. Til staðfestingar á því þá setti Redbull hann á heimasíðunna sína tiltölulega nýlega og nefndi hann fyrstan af þremur sem væru að koma á eftir þessum sem eru bestir í dag.“ Benni hefur verið talsvert á faraldsfæti og hefur meðal annars ferðast til Austurríkis, Ítalíu, Frakklands og Kanada. „Við erum búin að vera síðustu þrjá vetur með hann á ferðinni, frá því hann var sjö ára,“ segir Friðbjörn, en Benni hefur keppt á fjölda móta hér og erlendis og þann tólfta til fjórtánda mars tekur hann þátt í Icelandic Winter Games á Akureyri í annað sinn. Í fyrra lenti hann í öðru sæti í flokki fimmtán ára og yngri, þá níu ára gamall. „Maður stefnir náttúrulega alltaf að því,“ segir Benni sjálfur, pollrólegur þegar hann er spurður að því hvort hann stefni á fyrsta sætið í ár.
Snjóbrettaíþróttir Tengdar fréttir Yngsti snjóbrettasnillingur landsins styrktur af DC "Það skemmtilegasta sem ég geri er að vera á snjóbretti og hjólabretti," segir Akureyingurinn Benedikt Friðbjörnsson, sjö ára, sem er sá yngsti í heiminum sem vitað er um sem getur farið heljarstökk aftur á bak á snjóbretti eða svokallað backflip. 7. apríl 2012 12:45 Akureyri breytist í skíða- og brettaþorp Nokkrir af þekktustu skíða- og brettaköppum heims eru væntanlegir hingað til lands á Iceland Winter Games-vetraraleikanna sem fram fara á Akureyri í mars. 6. febrúar 2014 10:30 Mikill áhugi erlendra keppenda Iceland Winter Games og Éljagangur hafa sameinast. Hátíðin fer fram 6.-14. mars á Akureyri. 24. janúar 2015 09:15 Sjö ára í heljarstökki Benedikt Friðbjörnsson, sjö ára gamall drengur á Akureyri, hefur náð alveg hreint ótrúlegri færni á snjóbretti þau tvö ár sem hann hefur æft. Á meðfylgjandi myndskeiði sést hann fara í afturábak heljarstökk og gerir það leikandi létt. 27. desember 2011 14:17 Íslenska snjóbrettaundrabarnið með ótrúleg tilþrif | Myndband Hinn átta ára gamli Benedikt Friðbjörnsson er að slá í gegn í snjóbrettaheiminum og hefur nú þegar gert styrktarsamning við DC Shoes en þessi drengur frá Akureyri er ótrúlegur á brettinu. 4. október 2013 14:15 Mest lesið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Sjá meira
Yngsti snjóbrettasnillingur landsins styrktur af DC "Það skemmtilegasta sem ég geri er að vera á snjóbretti og hjólabretti," segir Akureyingurinn Benedikt Friðbjörnsson, sjö ára, sem er sá yngsti í heiminum sem vitað er um sem getur farið heljarstökk aftur á bak á snjóbretti eða svokallað backflip. 7. apríl 2012 12:45
Akureyri breytist í skíða- og brettaþorp Nokkrir af þekktustu skíða- og brettaköppum heims eru væntanlegir hingað til lands á Iceland Winter Games-vetraraleikanna sem fram fara á Akureyri í mars. 6. febrúar 2014 10:30
Mikill áhugi erlendra keppenda Iceland Winter Games og Éljagangur hafa sameinast. Hátíðin fer fram 6.-14. mars á Akureyri. 24. janúar 2015 09:15
Sjö ára í heljarstökki Benedikt Friðbjörnsson, sjö ára gamall drengur á Akureyri, hefur náð alveg hreint ótrúlegri færni á snjóbretti þau tvö ár sem hann hefur æft. Á meðfylgjandi myndskeiði sést hann fara í afturábak heljarstökk og gerir það leikandi létt. 27. desember 2011 14:17
Íslenska snjóbrettaundrabarnið með ótrúleg tilþrif | Myndband Hinn átta ára gamli Benedikt Friðbjörnsson er að slá í gegn í snjóbrettaheiminum og hefur nú þegar gert styrktarsamning við DC Shoes en þessi drengur frá Akureyri er ótrúlegur á brettinu. 4. október 2013 14:15