Nýtt nafn á kvennabikarinn í ár? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. febrúar 2015 07:00 Rakel Dögg. vísir/valli Undanúrslitaleikir Coca-Cola-bikars kvenna í handbolta fara fram í Laugardalshöllinni í kvöld og Rakel Dögg Bragadóttir, aðstoðarþjálfari Stjörnunnar og fyrrverandi fyrirliði íslenska landsliðsins, spáir því að lið Vals og Gróttu fari langt á reynslunni í kvöld. Valur og Haukar mætast í fyrri leiknum klukkan 17.15. Haukakonur eru þremur sætum ofar í töflunni og unnu leik liðanna á dögunum. Valskonur eru aftur á móti að taka þátt í bikarúrslitahelginni sjötta árið í röð þótt lið þeirra í ár sé mikið breytt frá því sem hefur unnið bikarinn þrjú síðustu ár.Reynslan með Val „Ég hallast að því að Valur taki þann leik. Ég er mjög hrifin af Haukaliðinu því þar eru öflugar ungar stelpur. Ég held samt að Valsliðið sé með reynslu úr svona leikjum og þær eru með Kristínu Guðmundsdóttur í fararbroddi sem er í hörku standi og þá er Begga (Berglind Íris Hansdóttir) komin aftur í markið. Hún getur lokað rammanum í svona leikjum,“ segir Rakel Dögg. „Ungu stelpurnar í Valsliðinu eins og Morgan (Þorkelsdóttir) og fleiri búa að því að hafa verið með í fyrra. Haukastelpurnar eru hins vegar reynslulitlar í svona pressu leikjum þótt að þær séu að verða öflugri með hverju árinu,“ segir Rakel Dögg.Vörnin hjá Gróttuliðinu Grótta og ÍBV mætast síðan í seinni leiknum klukkan 20.00. Grótta er í efsta sæti deildarinnar og hefur tólf stigum meira en ÍBV sem er í fimmta sætinu. Grótta vann tíu marka sigur í Eyjum á dögunum og Rakel er viss um að Grótta klári þennan leik. „Ég held að þetta sér klár Gróttusigur því Grótta er bara með sterkara lið. Þær eru með mjög öflugt lið og þá sérstaklega í vörn með þær Önnu Úrsúlu (Guðmundsdóttur) og Evu Margréti (Kristinsdóttur) inni á miðsvæðinu. Íris er síðan búin að vera frábær í markinu og tekur oft rest, það sem fer framhjá Önnu og Evu,“ segir Rakel Dögg. „Gróttustelpurnar eru líka með leikmenn sem hafa unnið þennan titil og þær vita alveg hvað þær eru að gera. Ég alls ekki að segja að Grótta rúlli yfir ÍBV því þetta verður þokkalega jafn leikur en Grótta verður líklega með þetta allan tímann,“ segir Rakel.Grótta með sterkasta liðið „Þetta verður því Grótta-Valur í úrslitaleiknum og ég spái Gróttu sigri. Þær eru með sterkasta liðið af þessum fjórum sem eru eftir í keppninni,“ segir Rakel Dögg. Rakel metur reynsluna mikils þegar kemur að svona stórum leikjum. „Það að fara inn í Höllina, inn á dúkinn og í stemningu og umgjörð í kring. Þetta er alveg hrikalega skemmtilegt en á sama tíma setur þetta pressu á leikmenn. Þú færð aðeins fleiri fiðrildi í magann fyrir svona leiki en þetta er skemmtilegasta handboltahelgi ársins,“ sagði Rakel Dögg að lokum. Liðin sem vinna í kvöld mætast í úrslitaleiknum klukkan 13.30 á laugardaginn en allir leikirnir fara að sjálfsögðu fram í Laugardalshöllinni. Olís-deild kvenna Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira
Undanúrslitaleikir Coca-Cola-bikars kvenna í handbolta fara fram í Laugardalshöllinni í kvöld og Rakel Dögg Bragadóttir, aðstoðarþjálfari Stjörnunnar og fyrrverandi fyrirliði íslenska landsliðsins, spáir því að lið Vals og Gróttu fari langt á reynslunni í kvöld. Valur og Haukar mætast í fyrri leiknum klukkan 17.15. Haukakonur eru þremur sætum ofar í töflunni og unnu leik liðanna á dögunum. Valskonur eru aftur á móti að taka þátt í bikarúrslitahelginni sjötta árið í röð þótt lið þeirra í ár sé mikið breytt frá því sem hefur unnið bikarinn þrjú síðustu ár.Reynslan með Val „Ég hallast að því að Valur taki þann leik. Ég er mjög hrifin af Haukaliðinu því þar eru öflugar ungar stelpur. Ég held samt að Valsliðið sé með reynslu úr svona leikjum og þær eru með Kristínu Guðmundsdóttur í fararbroddi sem er í hörku standi og þá er Begga (Berglind Íris Hansdóttir) komin aftur í markið. Hún getur lokað rammanum í svona leikjum,“ segir Rakel Dögg. „Ungu stelpurnar í Valsliðinu eins og Morgan (Þorkelsdóttir) og fleiri búa að því að hafa verið með í fyrra. Haukastelpurnar eru hins vegar reynslulitlar í svona pressu leikjum þótt að þær séu að verða öflugri með hverju árinu,“ segir Rakel Dögg.Vörnin hjá Gróttuliðinu Grótta og ÍBV mætast síðan í seinni leiknum klukkan 20.00. Grótta er í efsta sæti deildarinnar og hefur tólf stigum meira en ÍBV sem er í fimmta sætinu. Grótta vann tíu marka sigur í Eyjum á dögunum og Rakel er viss um að Grótta klári þennan leik. „Ég held að þetta sér klár Gróttusigur því Grótta er bara með sterkara lið. Þær eru með mjög öflugt lið og þá sérstaklega í vörn með þær Önnu Úrsúlu (Guðmundsdóttur) og Evu Margréti (Kristinsdóttur) inni á miðsvæðinu. Íris er síðan búin að vera frábær í markinu og tekur oft rest, það sem fer framhjá Önnu og Evu,“ segir Rakel Dögg. „Gróttustelpurnar eru líka með leikmenn sem hafa unnið þennan titil og þær vita alveg hvað þær eru að gera. Ég alls ekki að segja að Grótta rúlli yfir ÍBV því þetta verður þokkalega jafn leikur en Grótta verður líklega með þetta allan tímann,“ segir Rakel.Grótta með sterkasta liðið „Þetta verður því Grótta-Valur í úrslitaleiknum og ég spái Gróttu sigri. Þær eru með sterkasta liðið af þessum fjórum sem eru eftir í keppninni,“ segir Rakel Dögg. Rakel metur reynsluna mikils þegar kemur að svona stórum leikjum. „Það að fara inn í Höllina, inn á dúkinn og í stemningu og umgjörð í kring. Þetta er alveg hrikalega skemmtilegt en á sama tíma setur þetta pressu á leikmenn. Þú færð aðeins fleiri fiðrildi í magann fyrir svona leiki en þetta er skemmtilegasta handboltahelgi ársins,“ sagði Rakel Dögg að lokum. Liðin sem vinna í kvöld mætast í úrslitaleiknum klukkan 13.30 á laugardaginn en allir leikirnir fara að sjálfsögðu fram í Laugardalshöllinni.
Olís-deild kvenna Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira