Hindberjahrákaka með pekanhnetubotni Rikka skrifar 6. mars 2015 13:00 Vísir/Getty Meistarakokkurinn Eyþór Rúnarsson kemur hér með uppskrift úr þætti sínum í gær, Eldhúsinu hans Eyþórs á Stöð 2. Kakan er ljúffeng og líka bráðholl. Hindberjahrákaka með pekanhnetubotni Botn 5 dl pekanhnetur 3 dl döðlur 1 dl kakó 3 msk. kókosolía vanilluduft salt Setjið allt hráefnið saman í matvinnsluvél og vinnið í um 2-3 mín. Smyrjið form með kókosolíu og setjið blönduna í botninn og þjappið vel.Hindberjakrem 3 dl hindber 1 dl agavesíróp 2 dl kasjúhnetur (búnar að liggja í bleyti í tvo tíma) ½ dl kókosolía 1 tsk. chia-fræ 1 tsk. sjávarsalt vanilla 3 dl frosin hindber Setjið allt hráefnið saman í matvinnsluvél og vinnið saman í um 3 mín. eða þar til kremið er orðið flauelsmjúkt. Hellið 1/3 af kreminu yfir botninn og dreifið úr því með skeið. Raðið svo frosnu hindberjunum yfir allt kremið. Hellið restinni af kreminu yfir hindberin og smyrjið því jafnt yfir.Karamella 1dl hlynsýróp 1 dl kókosolía (við stofuhita) 1 dl hnetusmjör salthnetur Setjið allt hráefnið saman í blandara og maukið saman í um 3 mín. Hellið karamellunni yfir og smyrjið vel út í alla kanta. Setjið kökuna inn í frysti og látið hana vera þar í 12 tíma. Gott er að taka kökuna út um 30 mín. áður en á að borða hana. Skreytið kökuna eftir smekk t.d. með ferskum bláberjum og jarðarberjum. Eyþór Rúnarsson Kökur og tertur Uppskriftir Mest lesið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
Meistarakokkurinn Eyþór Rúnarsson kemur hér með uppskrift úr þætti sínum í gær, Eldhúsinu hans Eyþórs á Stöð 2. Kakan er ljúffeng og líka bráðholl. Hindberjahrákaka með pekanhnetubotni Botn 5 dl pekanhnetur 3 dl döðlur 1 dl kakó 3 msk. kókosolía vanilluduft salt Setjið allt hráefnið saman í matvinnsluvél og vinnið í um 2-3 mín. Smyrjið form með kókosolíu og setjið blönduna í botninn og þjappið vel.Hindberjakrem 3 dl hindber 1 dl agavesíróp 2 dl kasjúhnetur (búnar að liggja í bleyti í tvo tíma) ½ dl kókosolía 1 tsk. chia-fræ 1 tsk. sjávarsalt vanilla 3 dl frosin hindber Setjið allt hráefnið saman í matvinnsluvél og vinnið saman í um 3 mín. eða þar til kremið er orðið flauelsmjúkt. Hellið 1/3 af kreminu yfir botninn og dreifið úr því með skeið. Raðið svo frosnu hindberjunum yfir allt kremið. Hellið restinni af kreminu yfir hindberin og smyrjið því jafnt yfir.Karamella 1dl hlynsýróp 1 dl kókosolía (við stofuhita) 1 dl hnetusmjör salthnetur Setjið allt hráefnið saman í blandara og maukið saman í um 3 mín. Hellið karamellunni yfir og smyrjið vel út í alla kanta. Setjið kökuna inn í frysti og látið hana vera þar í 12 tíma. Gott er að taka kökuna út um 30 mín. áður en á að borða hana. Skreytið kökuna eftir smekk t.d. með ferskum bláberjum og jarðarberjum.
Eyþór Rúnarsson Kökur og tertur Uppskriftir Mest lesið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira