Tala unglingar við foreldra sína um kynlíf? sigga dögg skrifar 7. mars 2015 14:00 Vísir/Getty Ég stóð fyrir framan myndarlegan hóp af unglingsstúlkum í félagsmiðstöð eitt kalt vetrarkvöld og eftir að hafa svarað öllum þeirra spurningum um kynlíf þá lauk ég spjallinu á að spyrja þær af hverju þær leituðu ekki til foreldra sinna með þessar spurningar. Þær horfðu á mig eins og ég hefði keyrt yfir hreindýr og beðið þær um að syngja Rúdolf með rauða nefið. Þær voru kjaftstopp. Þær muldruðu með sér að það væri svo vandræðalegt að ræða þetta við foreldra sína og þær vissu ekki hvernig þær ættu að bera sig að og þar fram eftir götunum. Þú manst hvernig þetta var. Nú eða hvernig þetta er, ræðir þú kynlíf þitt við aldraða foreldra þína? Mig grunar að svarið sé nei. Þessar skýringar stúlknanna eru eitthvað sem við fullorðna fólkið getum frekar auðveldlega græjað og afgreitt. Vandræðalegt? Við erum búin að þrífa alla mögulega líkamsvessa frá þessum elskum og hugga og þerra óteljandi tár, ég held nú að við getum rætt við þau um kynlíf! En þá kannski óttast þú spurningarnar sem gætu komið eins og um munnmakatækni og stellingarnar 69 og aftanátökur. Nú eða fyrirspurnir um eigin kynlífsupplifanir og reynslu. Hvað gera bændur þá? Horfa á klám? Skella sér í meistaranám í kynfræði? Svarið er töluvert einfaldara. Það var nefnilega ekki fyrr en ein stelpan hitti naglann á höfuðið þegar hún sagði „maður getur ekki talað við þau því þau verða alveg brjáluð“. Þetta er heila málið. Börnin ykkar óttast viðbrögð ykkar umfram annað. Þau halda að þið læsið þau inni í háum turni og bannið þeim að fara út fyrir tvítugt. Auðvitað er sannleikurinn ekki sá. Ég útskýrði fyrir stelpunum að hlutverk okkar foreldra er að vernda börnin okkar og þau eru alltaf börnin okkar, sama á hvaða aldri þau eru. Við viljum alltaf passa þau og láta þeim líða vel. Tilhugsunin um að þau lendi í aðstæðum sem þau kannski ráða ekki við og mögulega afleiðingar sem enginn unglingur á að vera með á sinni könnu er foreldrum stingandi hausverkur. Staðreyndin er hins vegar sú að þessi tími kemur í lífi flestra að áhugi á jafnöldrum kviknar og ýmsar kenndir gera vart við sig. Þegar unglingur veltir því fyrir sér hvort hann eða hún séu tilbúin til að stunda kynlíf með annarri manneskju þá vil ég að þið, ágætu foreldrar, getið talað um sjálfsfróun, verjur og tilfinningar. Samræður um sjálfsfróun eru ekki tæknileiðbeiningar heldur umræður um líkamann og mikilvægi þess að læra á hann áður en öðrum er boðið að snerta hann. Allt undir sólinni er hægt að nálgast á netinu, líka um verjur. Tilfinningarnar má svo draga úr eigin reynslubanka. Unglingarnir bíða eftir því að þú hefjir þessar samræður og opnir fyrir þær. Bak við reiði leynist ótti. Þau vilja ræða þetta við þig en þora það ekki og kunna það ekki. Byrja þú á samræðunum, til dæmis með því að lesa þennan pistil upphátt yfir morgunkorninu. Heilsa Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Ég stóð fyrir framan myndarlegan hóp af unglingsstúlkum í félagsmiðstöð eitt kalt vetrarkvöld og eftir að hafa svarað öllum þeirra spurningum um kynlíf þá lauk ég spjallinu á að spyrja þær af hverju þær leituðu ekki til foreldra sinna með þessar spurningar. Þær horfðu á mig eins og ég hefði keyrt yfir hreindýr og beðið þær um að syngja Rúdolf með rauða nefið. Þær voru kjaftstopp. Þær muldruðu með sér að það væri svo vandræðalegt að ræða þetta við foreldra sína og þær vissu ekki hvernig þær ættu að bera sig að og þar fram eftir götunum. Þú manst hvernig þetta var. Nú eða hvernig þetta er, ræðir þú kynlíf þitt við aldraða foreldra þína? Mig grunar að svarið sé nei. Þessar skýringar stúlknanna eru eitthvað sem við fullorðna fólkið getum frekar auðveldlega græjað og afgreitt. Vandræðalegt? Við erum búin að þrífa alla mögulega líkamsvessa frá þessum elskum og hugga og þerra óteljandi tár, ég held nú að við getum rætt við þau um kynlíf! En þá kannski óttast þú spurningarnar sem gætu komið eins og um munnmakatækni og stellingarnar 69 og aftanátökur. Nú eða fyrirspurnir um eigin kynlífsupplifanir og reynslu. Hvað gera bændur þá? Horfa á klám? Skella sér í meistaranám í kynfræði? Svarið er töluvert einfaldara. Það var nefnilega ekki fyrr en ein stelpan hitti naglann á höfuðið þegar hún sagði „maður getur ekki talað við þau því þau verða alveg brjáluð“. Þetta er heila málið. Börnin ykkar óttast viðbrögð ykkar umfram annað. Þau halda að þið læsið þau inni í háum turni og bannið þeim að fara út fyrir tvítugt. Auðvitað er sannleikurinn ekki sá. Ég útskýrði fyrir stelpunum að hlutverk okkar foreldra er að vernda börnin okkar og þau eru alltaf börnin okkar, sama á hvaða aldri þau eru. Við viljum alltaf passa þau og láta þeim líða vel. Tilhugsunin um að þau lendi í aðstæðum sem þau kannski ráða ekki við og mögulega afleiðingar sem enginn unglingur á að vera með á sinni könnu er foreldrum stingandi hausverkur. Staðreyndin er hins vegar sú að þessi tími kemur í lífi flestra að áhugi á jafnöldrum kviknar og ýmsar kenndir gera vart við sig. Þegar unglingur veltir því fyrir sér hvort hann eða hún séu tilbúin til að stunda kynlíf með annarri manneskju þá vil ég að þið, ágætu foreldrar, getið talað um sjálfsfróun, verjur og tilfinningar. Samræður um sjálfsfróun eru ekki tæknileiðbeiningar heldur umræður um líkamann og mikilvægi þess að læra á hann áður en öðrum er boðið að snerta hann. Allt undir sólinni er hægt að nálgast á netinu, líka um verjur. Tilfinningarnar má svo draga úr eigin reynslubanka. Unglingarnir bíða eftir því að þú hefjir þessar samræður og opnir fyrir þær. Bak við reiði leynist ótti. Þau vilja ræða þetta við þig en þora það ekki og kunna það ekki. Byrja þú á samræðunum, til dæmis með því að lesa þennan pistil upphátt yfir morgunkorninu.
Heilsa Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira