Kjúklingasalat Evu Laufeyjar 14. mars 2015 14:00 Fljótlegt og gómsætt satay-kjúklingasalat. Fyrsti þáttur af sjónvarpsþáttaseríu Evu Laufeyjar Kjaran, Matargleði Evu, fór í loftið í gær á Stöð 2. Í þáttunum verður farið um víðan völl og eldaður girnilegur matur fyrir öll tækifæri. Í fyrsta þættinum einbeitti hún sér að hollari réttum og bjó til þetta girnilega salat sem hún vill kalla vinkonusalat. „Ég veit ekki hversu oft ég hef boðið upp á þetta salat, sem að mínu mati er besta salat sem ég hef smakkað. Ég fékk það fyrst hjá vinkonu minni, henni Fríðu, fyrir nokkrum árum og kolféll fyrir því en ég hef prófað mig áfram með það og breytt því smávegis. Salatið er ansi oft á boðstólum þegar ég á von á vinkonum í mat og því tengi ég það við þær og kalla það vinkonusalatið góða,“ segir Eva. Í næsta þætti mun Eva Laufey matreiða dásamlega fiskisúpu og einfalt brauð sem allir geta leikið eftir að baka auk þess sem ómótstæðilegur eftirréttur verður á boðstólum. Matargleði Evu er á fimmtudagskvöldum klukkan 20.10 á Stöð 2.Ljúffeng sósa með austurlensku yfirbragði ½-1 dl vatn 3 msk. smátt saxaður kóríander 1 tsk. Sambal oelek, chili mauk 4 msk. gróft hnetusmjör 2 cm rifið engifer 1 hvítlauksrif 1 límóna Salt og nýmalaður pipar Blandið öllu vel saman í matvinnsluvél, smakkið til með salti og pipar. Sósan er tilbúin þegar áferðin er orðin eins og þú vilt hafa hana.Kjúklingasalat 700 g kjúklingakjöt, helst bringur 1 skammtur satay-sósa 200 g kúskús Spínat, einn poki 1 askja kirsuberjatómatar 2 lárperur 1 mangó Kasjúhnetur, ristaðar 150 g fetaostur Skerið kjúklingabringurnar í bita og steikið á pönnu. Hellið satay-sósunni yfir og látið malla þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn. Sjóðið kúskús eftir leiðbeiningum á pakka. Skerið kirsuberjatómata og lárperur í sneiðar og mangó í litla bita. Setjið spínat í botninn á fati. Dreifið kúskúsinu yfir og setjið kjúklinginn yfir kúskúsið. Stráið kirsuberjatómötum, lárperum, mangói og fetaosti, ásamt smá af olíunni, yfir. Dreifið að lokum ristuðum kasjúhnetum yfir. Eva Laufey Kjúklingur Salat Uppskriftir Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira
Fyrsti þáttur af sjónvarpsþáttaseríu Evu Laufeyjar Kjaran, Matargleði Evu, fór í loftið í gær á Stöð 2. Í þáttunum verður farið um víðan völl og eldaður girnilegur matur fyrir öll tækifæri. Í fyrsta þættinum einbeitti hún sér að hollari réttum og bjó til þetta girnilega salat sem hún vill kalla vinkonusalat. „Ég veit ekki hversu oft ég hef boðið upp á þetta salat, sem að mínu mati er besta salat sem ég hef smakkað. Ég fékk það fyrst hjá vinkonu minni, henni Fríðu, fyrir nokkrum árum og kolféll fyrir því en ég hef prófað mig áfram með það og breytt því smávegis. Salatið er ansi oft á boðstólum þegar ég á von á vinkonum í mat og því tengi ég það við þær og kalla það vinkonusalatið góða,“ segir Eva. Í næsta þætti mun Eva Laufey matreiða dásamlega fiskisúpu og einfalt brauð sem allir geta leikið eftir að baka auk þess sem ómótstæðilegur eftirréttur verður á boðstólum. Matargleði Evu er á fimmtudagskvöldum klukkan 20.10 á Stöð 2.Ljúffeng sósa með austurlensku yfirbragði ½-1 dl vatn 3 msk. smátt saxaður kóríander 1 tsk. Sambal oelek, chili mauk 4 msk. gróft hnetusmjör 2 cm rifið engifer 1 hvítlauksrif 1 límóna Salt og nýmalaður pipar Blandið öllu vel saman í matvinnsluvél, smakkið til með salti og pipar. Sósan er tilbúin þegar áferðin er orðin eins og þú vilt hafa hana.Kjúklingasalat 700 g kjúklingakjöt, helst bringur 1 skammtur satay-sósa 200 g kúskús Spínat, einn poki 1 askja kirsuberjatómatar 2 lárperur 1 mangó Kasjúhnetur, ristaðar 150 g fetaostur Skerið kjúklingabringurnar í bita og steikið á pönnu. Hellið satay-sósunni yfir og látið malla þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn. Sjóðið kúskús eftir leiðbeiningum á pakka. Skerið kirsuberjatómata og lárperur í sneiðar og mangó í litla bita. Setjið spínat í botninn á fati. Dreifið kúskúsinu yfir og setjið kjúklinginn yfir kúskúsið. Stráið kirsuberjatómötum, lárperum, mangói og fetaosti, ásamt smá af olíunni, yfir. Dreifið að lokum ristuðum kasjúhnetum yfir.
Eva Laufey Kjúklingur Salat Uppskriftir Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira