Lífið

Það er gott að vera öðruvísi

Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar
Angelina Jolie flutti hjartnæma og uppbyggilega þakkarræðu við Nickelodeon Kid's Choice-verðlaunaveitinguna.
Angelina Jolie flutti hjartnæma og uppbyggilega þakkarræðu við Nickelodeon Kid's Choice-verðlaunaveitinguna. Vísir/Getty
Leikkonan Angelina Jolie kom fram opinberlega í fyrsta sinn eftir að hún lét fjarlægja eggjastokka sína og eggjaleiðara fyrir rúmum þremur vikum, á Nickelodeon Kid's Choice-verðlaunahátíðinni sem haldin var á laugardaginn.

Jolie fór heim með verðlaun sem uppáhaldsillmennið fyrir hlutverk sitt í myndinni Maleficent.

Leikkonan, sem kom ásamt börnum sínum Zahara og Shiloh Jolie-Pitt, flutti hjartnæma þakkarræðu þar sem hún sagðist sjálf hafa sem barn upplifað að vera öðruvísi en með tíð og tíma hefði hún áttað sig á því að það að vera öðruvísi væri góður eiginleiki og hún vonaðist til þess að þeir sem sætu í salnum áttuðu sig á því líka.

Hér má sjá þakkarræðu Jolie:


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×