Ertu að drekka eitur? Rikka skrifar 8. apríl 2015 11:00 Vandaðu þig þegar þú gagnrýnir og hafðu jákvæðnina að leiðarljósi. Vísir/Getty Gagnrýni er áhugavert fyrirbæri, í rauninni mætti kalla hana afl því hún getur bæði byggt upp og rifið niður. Uppbyggileg gagnrýni er mannbætandi og getur haft þau áhrif að við tökum réttar ákvarðanir sem svo gera okkur hamingjusamari í kjölfarið. Það þarf ákveðinn kjark til þess að leita eftir gagnrýni því eins og það er gott að fá uppbyggilega gagnrýni er sárt að fá niðurrífandi gagnrýni. Svo er það nú einu sinni þannig að sjálf þurfum við að sigta frá og meta hvort við tökum mark á þeirri gagnrýni sem við fáum. Stundum getur neikvæð gagnrýni orðið til þess að við verðum enn staðfastari í að fara þá leið sem við erum á. Að sama skapi getur jákvæð gagnrýni togað okkur upp úr tunnunni og beint okkur á rétta braut. Það er manninum eðlilegt að gagnrýna og meta lífið út frá reynslu og þekkingu en lífið er sífellt að koma okkur á óvart og ný þekking kemur sér fyrir í hugarfylgsnunum, þá þurfum við að muna eftir því að uppfæra skoðanir okkar svo að við festumst ekki í fornu fari. Við berum ábyrgð á þeim orðum sem við látum út úr okkur. Orðin endurspegla úr hverju við erum gerð í raun og veru; hverjar eru okkar hindranir og ótti. Þegar við rýnum til gagns getum við ekki annað en verið heiðarleg í skoðunum okkar og markmiðið er undantekningarlaust það að ná árangri, hvort sem það er fyrir okkur sjálf eða aðra. Niðurrífandi gagnrýni skilur fátt annað eftir sig en brot á eigin sjálfi. Það er eins og að drekka eitur og búast við því að hinn aðilinn, sem gagnrýnin beinist að, skaðist, eins og Nelson Mandela komst svo skemmtilega að orði. Venjum okkur á að vanda okkur við gagnrýnina og veljum að rýna til gagns, það gerir lífið svo miklu skemmtilegra og bjartara. Heilsa Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Gagnrýni er áhugavert fyrirbæri, í rauninni mætti kalla hana afl því hún getur bæði byggt upp og rifið niður. Uppbyggileg gagnrýni er mannbætandi og getur haft þau áhrif að við tökum réttar ákvarðanir sem svo gera okkur hamingjusamari í kjölfarið. Það þarf ákveðinn kjark til þess að leita eftir gagnrýni því eins og það er gott að fá uppbyggilega gagnrýni er sárt að fá niðurrífandi gagnrýni. Svo er það nú einu sinni þannig að sjálf þurfum við að sigta frá og meta hvort við tökum mark á þeirri gagnrýni sem við fáum. Stundum getur neikvæð gagnrýni orðið til þess að við verðum enn staðfastari í að fara þá leið sem við erum á. Að sama skapi getur jákvæð gagnrýni togað okkur upp úr tunnunni og beint okkur á rétta braut. Það er manninum eðlilegt að gagnrýna og meta lífið út frá reynslu og þekkingu en lífið er sífellt að koma okkur á óvart og ný þekking kemur sér fyrir í hugarfylgsnunum, þá þurfum við að muna eftir því að uppfæra skoðanir okkar svo að við festumst ekki í fornu fari. Við berum ábyrgð á þeim orðum sem við látum út úr okkur. Orðin endurspegla úr hverju við erum gerð í raun og veru; hverjar eru okkar hindranir og ótti. Þegar við rýnum til gagns getum við ekki annað en verið heiðarleg í skoðunum okkar og markmiðið er undantekningarlaust það að ná árangri, hvort sem það er fyrir okkur sjálf eða aðra. Niðurrífandi gagnrýni skilur fátt annað eftir sig en brot á eigin sjálfi. Það er eins og að drekka eitur og búast við því að hinn aðilinn, sem gagnrýnin beinist að, skaðist, eins og Nelson Mandela komst svo skemmtilega að orði. Venjum okkur á að vanda okkur við gagnrýnina og veljum að rýna til gagns, það gerir lífið svo miklu skemmtilegra og bjartara.
Heilsa Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira