Íbúar Kaliforníu spara við sig vatnið Guðsteinn Bjarnason skrifar 7. apríl 2015 06:00 Tóm vatnsþró í hæðunum fyrir ofan Los Angeles. Nordicphotos/AFP „Þetta krefst aðgerða og breytingar á hegðun fólks allt frá landamærum Oregon suður til landamæra Mexíkó,“ segir Jerry Brown, ríkisstjóri Kaliforníu, um nýjar reglur um vatnsnotkun í Kaliforníu. Í síðustu viku skipaði hann svo fyrir að draga eigi úr vatnsnotkun í ríkinu um 25 prósent vegna hinnar miklu þurrkatíðar, sem verið hefur í landinu þrjú ár í röð. „Þetta hefur áhrif á grasflatirnar okkar og þetta hefur áhrif á fólk, hve lengi fólk getur verið í sturtu og hvernig fyrirtæki nota vatn,“ hafa fjölmiðlar eftir ríkisstjóranum. Eftir þrjú erfið þurrkaár í röð spá veðurfræðingar því nú að þetta ár verði hið fjórða í röðinni, og það verði enn verra en þrjú síðustu árin. „Ég get sagt ykkur það, héðan frá Kaliforníu, að loftslagsbreytingarnar eru ekkert plat,“ sagði hann í sjónvarpsviðtali á sunnudaginn. „Við erum að takast á við þær, og þær eru andskoti alvarlegar.“ Þurrkatíð er ekki óalgeng í Kaliforníu en langt er síðan fjögur erfið þurrkaár hafa komið í röð. Ekki er vitað nákvæmlega hvaða þátt hlýnun jarðar á í þessu ástandi, en þó er vitað að hlýnunin gerir þurrkana erfiðari viðureignar en annars væri, bæði vegna þess að vatn gufar hraðar upp úr vatnsbólum og jarðvegi og vegna þess að aukinn hiti eykur líkurnar á gróðureldum. Í síðasta mánuði skrifaði Jay Famiglietti, vísindamaður hjá bandarísku geimferðastofnuninni NASA, grein í dagblaðið Los Angeles Times þar sem hann spáir því að vatnsbirgðir Kaliforníu muni duga til eins árs. Hann segir vandann mega rekja lengra aftur í tímann en til síðustu þriggja þurrkaára „Gögn NASA benda til þess að heildarvatnsforði í Kaliforníu hafi verið að minnka jafnt og þétt að minnsta kosti frá árinu 2002, þegar eftirlit úr gervihnöttum hófst,“ skrifar Famiglietti. Einungis lítið brot af öllu því vatni, sem Kaliforníubúar nota, fer til daglegrar neyslu á heimilum og í fyrirtækjum. Megnið fer til landbúnaðar, en í Kaliforníu er framleiddur helmingurinn af öllum þeim ávöxtum og öllu því grænmeti sem framleitt er í Bandaríkjunum. Loftslagsmál Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
„Þetta krefst aðgerða og breytingar á hegðun fólks allt frá landamærum Oregon suður til landamæra Mexíkó,“ segir Jerry Brown, ríkisstjóri Kaliforníu, um nýjar reglur um vatnsnotkun í Kaliforníu. Í síðustu viku skipaði hann svo fyrir að draga eigi úr vatnsnotkun í ríkinu um 25 prósent vegna hinnar miklu þurrkatíðar, sem verið hefur í landinu þrjú ár í röð. „Þetta hefur áhrif á grasflatirnar okkar og þetta hefur áhrif á fólk, hve lengi fólk getur verið í sturtu og hvernig fyrirtæki nota vatn,“ hafa fjölmiðlar eftir ríkisstjóranum. Eftir þrjú erfið þurrkaár í röð spá veðurfræðingar því nú að þetta ár verði hið fjórða í röðinni, og það verði enn verra en þrjú síðustu árin. „Ég get sagt ykkur það, héðan frá Kaliforníu, að loftslagsbreytingarnar eru ekkert plat,“ sagði hann í sjónvarpsviðtali á sunnudaginn. „Við erum að takast á við þær, og þær eru andskoti alvarlegar.“ Þurrkatíð er ekki óalgeng í Kaliforníu en langt er síðan fjögur erfið þurrkaár hafa komið í röð. Ekki er vitað nákvæmlega hvaða þátt hlýnun jarðar á í þessu ástandi, en þó er vitað að hlýnunin gerir þurrkana erfiðari viðureignar en annars væri, bæði vegna þess að vatn gufar hraðar upp úr vatnsbólum og jarðvegi og vegna þess að aukinn hiti eykur líkurnar á gróðureldum. Í síðasta mánuði skrifaði Jay Famiglietti, vísindamaður hjá bandarísku geimferðastofnuninni NASA, grein í dagblaðið Los Angeles Times þar sem hann spáir því að vatnsbirgðir Kaliforníu muni duga til eins árs. Hann segir vandann mega rekja lengra aftur í tímann en til síðustu þriggja þurrkaára „Gögn NASA benda til þess að heildarvatnsforði í Kaliforníu hafi verið að minnka jafnt og þétt að minnsta kosti frá árinu 2002, þegar eftirlit úr gervihnöttum hófst,“ skrifar Famiglietti. Einungis lítið brot af öllu því vatni, sem Kaliforníubúar nota, fer til daglegrar neyslu á heimilum og í fyrirtækjum. Megnið fer til landbúnaðar, en í Kaliforníu er framleiddur helmingurinn af öllum þeim ávöxtum og öllu því grænmeti sem framleitt er í Bandaríkjunum.
Loftslagsmál Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira