Undirheimar Undralands Sigríður Jónsdóttir skrifar 11. apríl 2015 13:00 Ungur og spennandi leikhópur stendur að sýningunni Carroll: Berserkur í Tjarnarbíó. Carroll: Berserkur Tjarnarbíó Sýning fer að mestu fram á íslensku. Leikstjórn:Bergdís Júlía Jóhannsdóttir Leikarar:Anna Korolainen, Henrietta Kristensen, Sólveig Eva, Bergdís Júlía Jóhannsdóttir, Daníel Þór Bjarnason, Ástþór Ágústsson, Hrefna Lind Lárusdóttir, Agnes Wild, Hugrún Margrét Óladóttir Leiðsögumenn:Almar Atlason, Arnoddur Magnús Danks og Auður Ingólfsdóttir Tónlist:Pekka Koivisto, Jófríður Ákadóttir og Margrét Arnardóttir Sviðshönnun:Hallveig Kristín Eiríksdóttir Búningahönnun:Lúcía Sigrún og Áslaug Sigurðardóttir Ljósahönnun:Juliette Louste Í Tjarnarbíó hafa furðuverur úr hugarheimi Lewis Carroll hreiðrað um sig í nær öllum skúmaskotum. Þar sýnir hinn fjölþjóðlegi leikhópur Spindrift verkið Carroll: Berserkur, unnið upp úr verunum frá Undralandi. Þrátt fyrir að leikárið sé senn á enda er ennþá af nægu að taka og spennandi að sjá hóp af ungu sviðslistafólki takast á við klassík af þessu tagi. Spindrift þýðist yfir á íslensku sem sjávarúði eða sjávarmistur og því kannski við hæfi að persónurnar kunnuglegu taka við áhorfendum með niðandi sjóinn í bakgrunni. Áhorfendur fara þannig í hlutverk hinnar týndu Lísu strax við innkomu en þrír leiðsögumenn leiða þrjá mismunandi hópa um undirveröld Undralands, en mætast líka reglulega á ferðalagi sínu. Vandamálið við slíkan gjörning er erfiðleikinn við að mynda sterk tengsl við persónurnar en sýningin er frekar eins og mörg myndbrot af ástandi eða myndræn framsetning á súrrealískum veruleika. Kjarni sýningarinnar virðist snúast um sjálfið í krísu og leitina að tilgangi í óskiljanlegum veruleika. Sumar senur virtust vera uppfyllingarefni frekar en sjálfstæðar einingar eða hluti af heildinni. Bergdís Júlía Jóhannsdóttir stýrir þessum stóra hópi ágætlega en hefði mátt hugsa betur heildarupplifunina og tengingarnar á milli einstakra atriða. Aftur á móti standa Glottsýslukötturinn og Hvíta kanínan upp úr en þarna eru virkilega sniðug atriði á ferð sem eru vel skrifuð, útfærð og flæða vel inn í heildarmyndina. Glottsýslukötturinn, í fínum leik Ástþórs Ágústssonar, birtist sem eins konar smeðjulegur spjallþáttarstjóri sem telur að allir geti fundið sína leið í lífinu með hjálp taflborðsins. Hvíta kanínan, leikin af Hrefnu Lind Lárusdóttur, er tímabundin og taugastrekkt í endalausri leit að augnablikinu sem líkt og moldarflögur renna henni alltaf úr greipum. Bæði vigt og tengingu á milli atriða skorti í sýningunni og uppbrotin eru ekki nægilega mörg þannig að senurnar urðu örlítið fyrirsjáanlegar þegar líða tók á. Afmælisveisla Hjartadrottningarinnar hefði til dæmis mátt fara alveg úr böndunum en í staðinn var þetta atriði notað sem tengiliður á milli atriða og var í lengra lagi. Búningahönnunin er virkilega vel gerð og sviðshönnunin sömuleiðis. Þrátt fyrir að aðalsviðið sé nær tómt fyrir utan stóran skjá og lítið leikrými þar bak við nær Hallveig Kristín að skapa lifandi örheima í hverju rými sem ríma á frumlegan hátt við persónurnar sem þar dvelja. Búningateymið Lúcía Sigrún og Áslaug er hugmyndaríkt og sjá má glitta í falleg smáatriði í hönnun þeirra. Tónlistin er bæði afspiluð og lifandi en hefði kannski mátt vera fjölbreyttari. Það er gaman að sjá ný andlit í sviðslistaflórunni og þrátt fyrir ýmsa galla á sýningunni í heild er vert fyrir leikhúsgesti að nýta tækifærið og rannsaka hvað leynist í innviðum Tjarnarbíós í fylgd furðuvera Lewis Carroll.Niðurstaða: Einstaka senur heppnast með ágætum og hönnunin er fyrsta flokks en tilraunin er ekki nægilega markviss. Gagnrýni Menning Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Carroll: Berserkur Tjarnarbíó Sýning fer að mestu fram á íslensku. Leikstjórn:Bergdís Júlía Jóhannsdóttir Leikarar:Anna Korolainen, Henrietta Kristensen, Sólveig Eva, Bergdís Júlía Jóhannsdóttir, Daníel Þór Bjarnason, Ástþór Ágústsson, Hrefna Lind Lárusdóttir, Agnes Wild, Hugrún Margrét Óladóttir Leiðsögumenn:Almar Atlason, Arnoddur Magnús Danks og Auður Ingólfsdóttir Tónlist:Pekka Koivisto, Jófríður Ákadóttir og Margrét Arnardóttir Sviðshönnun:Hallveig Kristín Eiríksdóttir Búningahönnun:Lúcía Sigrún og Áslaug Sigurðardóttir Ljósahönnun:Juliette Louste Í Tjarnarbíó hafa furðuverur úr hugarheimi Lewis Carroll hreiðrað um sig í nær öllum skúmaskotum. Þar sýnir hinn fjölþjóðlegi leikhópur Spindrift verkið Carroll: Berserkur, unnið upp úr verunum frá Undralandi. Þrátt fyrir að leikárið sé senn á enda er ennþá af nægu að taka og spennandi að sjá hóp af ungu sviðslistafólki takast á við klassík af þessu tagi. Spindrift þýðist yfir á íslensku sem sjávarúði eða sjávarmistur og því kannski við hæfi að persónurnar kunnuglegu taka við áhorfendum með niðandi sjóinn í bakgrunni. Áhorfendur fara þannig í hlutverk hinnar týndu Lísu strax við innkomu en þrír leiðsögumenn leiða þrjá mismunandi hópa um undirveröld Undralands, en mætast líka reglulega á ferðalagi sínu. Vandamálið við slíkan gjörning er erfiðleikinn við að mynda sterk tengsl við persónurnar en sýningin er frekar eins og mörg myndbrot af ástandi eða myndræn framsetning á súrrealískum veruleika. Kjarni sýningarinnar virðist snúast um sjálfið í krísu og leitina að tilgangi í óskiljanlegum veruleika. Sumar senur virtust vera uppfyllingarefni frekar en sjálfstæðar einingar eða hluti af heildinni. Bergdís Júlía Jóhannsdóttir stýrir þessum stóra hópi ágætlega en hefði mátt hugsa betur heildarupplifunina og tengingarnar á milli einstakra atriða. Aftur á móti standa Glottsýslukötturinn og Hvíta kanínan upp úr en þarna eru virkilega sniðug atriði á ferð sem eru vel skrifuð, útfærð og flæða vel inn í heildarmyndina. Glottsýslukötturinn, í fínum leik Ástþórs Ágústssonar, birtist sem eins konar smeðjulegur spjallþáttarstjóri sem telur að allir geti fundið sína leið í lífinu með hjálp taflborðsins. Hvíta kanínan, leikin af Hrefnu Lind Lárusdóttur, er tímabundin og taugastrekkt í endalausri leit að augnablikinu sem líkt og moldarflögur renna henni alltaf úr greipum. Bæði vigt og tengingu á milli atriða skorti í sýningunni og uppbrotin eru ekki nægilega mörg þannig að senurnar urðu örlítið fyrirsjáanlegar þegar líða tók á. Afmælisveisla Hjartadrottningarinnar hefði til dæmis mátt fara alveg úr böndunum en í staðinn var þetta atriði notað sem tengiliður á milli atriða og var í lengra lagi. Búningahönnunin er virkilega vel gerð og sviðshönnunin sömuleiðis. Þrátt fyrir að aðalsviðið sé nær tómt fyrir utan stóran skjá og lítið leikrými þar bak við nær Hallveig Kristín að skapa lifandi örheima í hverju rými sem ríma á frumlegan hátt við persónurnar sem þar dvelja. Búningateymið Lúcía Sigrún og Áslaug er hugmyndaríkt og sjá má glitta í falleg smáatriði í hönnun þeirra. Tónlistin er bæði afspiluð og lifandi en hefði kannski mátt vera fjölbreyttari. Það er gaman að sjá ný andlit í sviðslistaflórunni og þrátt fyrir ýmsa galla á sýningunni í heild er vert fyrir leikhúsgesti að nýta tækifærið og rannsaka hvað leynist í innviðum Tjarnarbíós í fylgd furðuvera Lewis Carroll.Niðurstaða: Einstaka senur heppnast með ágætum og hönnunin er fyrsta flokks en tilraunin er ekki nægilega markviss.
Gagnrýni Menning Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira