Hörkutól hugleiðir sannleikann Flækjusaga Illugi Jökulsson skrifar 12. apríl 2015 09:00 Æðstu prestar Gyðinga ásaka Jesú frammi fyrir Pílatusi. Ég var að tala um Pílatus í flækjusögunni fyrir viku. Þið flettið henni bara upp ef þið hafið misst af henni! Altént lauk henni á því að Pílatus var kominn til starfa sem skattlandsstjóri Rómaveldis í Júdeu, það var árið 26. Pílatus var líklega ungur að árum þótt raunar sé ekkert um hann vitað fyrr en hann birtist í Júdeu. Hann kom máttarvöldum Gyðinga fljótlega upp á móti sér því hann þótti stífur og harðfenginn og ekki á því að lofa Gyðingum að komast upp með eitthvert múður andspænis dýrð Rómar. Tíberíus keisari þurfti meira að segja að setja ofan í við og minna hann á að helsta hlutverk hans, fyrir utan að innheimta skatta, væri að halda friðinn í skattlandinu.Sögur af grimmdarseggi Pílatus átti erfitt með það, að minnsta kosti framan af. Fyrir utan þau tvö tilvik sem ég nefndi fyrir viku, þá segir sagnaritarinn Jósefus frá því að eitt sinn hafi Pílatus látið reisa vatnsleiðslu til Jerúsalem og til að borga fyrir vatnið notaði hann peninga úr fjárhirslum musterisins mikla. Þessu mótmæltu Gyðingar þótt vatnið væri þeim ætlað, musterið var svo heilagt í þeirra augum að þar mátti ekki hrófla við neinu og allra síst útlendingur, þótt væri sá æðsti maður Rómar á svæðinu. Jósefus staðhæfir að Pílatus hafi kallað saman mannfjölda Gyðinga til að skýra mál sitt en svo dreifði hann mönnum sínum dularklæddum um fjöldann og á tilteknu augnabliki gripu menn hans sín stuttu sverð og hjuggu á báðar hendur til að hræða Gyðinga frá því að mótmæla skattlandsstjóranum. Grimmdarseggur, hann Pílatus, sem sagt? Já, ekki verður betur séð af heimildum frá Gyðingum sjálfum. Þessi frásögn Jósefusar er reyndar með svolitlum ólíkindum, því heimspekingurinn Fíló segir að Pílatus hafi óttast mjög að Gyðingar myndu kvarta undan sér við Tíberíus og því skyldi landstjórinn þá gefa Gyðingum svo kjörið tilefni til kvartana? Fíló var mikill merkismaður, Gyðingur, jafnan kenndur við Alexandríu í Egiftalandi en þar var hann fæddur og uppalinn. Gyðingasamfélagið í Alexandríu var mjög stórt og öflugt og Fíló var þar innsti koppur í búri, mjög afkastamikill höfundur um heimspeki og trúmál og reyndi að samþætta gríska heimspeki og trú feðra sinna. Rit Fílós hefðu kannski getað orðið mikilvægur þáttur í nýjum trúarbrögðum eða altént nýrri og „frjálslyndari“ mynd Gyðingdóms, hann lagðist til dæmis mjög gegn bókstafstúlkun gyðinglegra fræðimanna í Jerúsalem, en tvennt kom að endingu í veg fyrir slíka þróun. Annars vegar gerðist Gyðingdómur helstil afturhaldssamur eftir að Rómverjar brutu niður í bókstaflegri merkingu þann miðpunkt Gyðingdóms sem musterið í Jerúsalem var eftir uppreisn þar í borg um árið 70. Þá þurftu Gyðingar að þétta raðir sínar í útlegð og ýmsum raunum og brugðust við með því að úthýsa frjálslyndum og heimspekisinnuðum höfundum eins og Fíló. Hins vegar yfirtók hinn nýi kristindómur (að breyttu breytanda) hluta af hinum heimspekilegu og grískættuðu hugleiðingum Fílós og fleiri um guðdóminn.Eitthvað að marka dómana? En það er önnur saga. Hér skiptir það eitt máli að Fíló fór hinum hörðustu orðum um Pontíus Pílatus í skrifum sínum, og dæmin sem bæði hann og Jósefus sagnaritari nefna um stjórnarhætti Pílatusar gefa vissulega til kynna að hann hafi verið hörkutól. Fíló segir berum orðum að Pílatus hafi verið „hefnigjarn skapofsamaður“ og hafi verið í eðli sínu ósveigjanlegur með öllu. Og hann bætir við að Pílatus hafi óttast kvartanir Gyðinga til Tíberíusar því ef farið yrði að rannsaka stjórnartíð hans í Júdeu kæmu í ljós „þær mútur, móðganir, þjófnaðir, hneyksli og tilhæfulaust ofbeldi, aftökur án dóms og laga og sú stórkostlega alvarlega grimmd“ sem landstjórinn væri sekur um. Það munar sem sé ekki um það. Spurningin er náttúrlega, er eitthvað að marka þessa hörðu dóma bæði Fílós og Jósefusar um Pílatus? Í sjálfu sér er ekki ástæða til að efast að ráði um það, Pílatus var enginn sá bógur í Rómaveldi að hefði kallað svo illvíga óvini að jafnvel áratugum eftir lát hans væru þeir að ljúga upp á hann. En þó hélt hann starfi sínu í tíu ár og hann lifði meira að segja af þegar Sejanus lífvarðaforingi í Róm var settur af og líflátinn fyrir samsæri gegn Tíberíusi árið 31 – en eins og ég nefndi fyrir viku er alls ekki ólíklegt að Pílatus hafi uppaflega verið skjólstæðingur Sejanusar og dáti eða embættismaður í liði hans áður en hann sigldi til Caesareu, aðalbækistöðva Rómar í Júdeu. Eftir að Sejanus var drepinn féll fjöldi stuðningsmanna hans líka í blóðbaði því sem Tíberíus upphóf, en Pílatus hélt bæði lífi og starfi. Ef Gyðingar hefðu verið sáróánægðir með hann hefðu þeir væntanlega getað notað tækifærið, nú þegar ofsafeng tortryggni Tíberíusar var í hámarki, og losað sig við hann. En kannski var Pílatus einfaldlega í of góðu sambandi við þá allra æðstu valdaklíku sem réði í Jerúsalem, það er að minnsta kosti athyglisvert að allan þann tíma sem Pílatus var landstjóri hróflaði hann ekki við Kaíafasi æðsta presti en annars hikuðu rómverskir landstjórar yfirleitt ekki við að setja af æðstu presta sem þeim féll ekki við. En hins vegar var Kaíafas settur af um leið og Pílatus lét af embætti, svo reikna má með að í hugum fólks hafi þeir verið spyrtir saman og samvinna þeirra góð. Krossfesting Jesú átti sér líklega stað árið 33 og í rómverskættuðum heimildum er ekkert að finna sem á er byggjandi um hvað raunverulega gerðist á þeim örlagaríku páskum. Hins vegar er einfalt að búa til mynd af því út frá því sem yfirleitt var á seyði um páskana. Þetta var mesta trúarhátíð Gyðinga og á páskum flykktust Gyðingar hvaðanæva að til Jerúsalem svo íbúafjöldi borgarinnar margfaldaðist í rúma viku. Pílatus hélt sig yfirleitt í hinni fögru hafnarborg Caesareu en á páskum hélt hann með mest sitt herlið til höfuðborgarinnar til að reyna að tryggja þar frið og stöðugleika í öllu mannhafinu. Þegar þarna var komið sögu hefur Pílatus ugglaust verið búinn að læra þá lexíu að vera ekki að veifa táknum um rómversk yfirráð framan í mannfjöldann, heldur reynt að láta sem minnst fara fyrir sér og dátum sínum. Sem landstjóri hafði hann yfir um 3.000 manna liði að ráða, það var allt og sumt, og það var því gríðarlega mikilvægt að ekki syði uppúr – svo fámennt herlið yrði lítils megnugt gegn reiðum múg ef til alvarlegra uppþota kæmi. En uppþot voru nefnilega algeng, Gyðingar sættu sig verr en flestar aðrar þjóðir við yfirráð Rómverja og ljóst má vera af margvíslegum heimildum að ýmislegt gekk stundum á í Jerúsalem um páskaleytið. Og ekki verður betur séð en einmitt það hafi gerst um þá páska þegar Jesú var á ferð í borginni á hátíðinni, því við vitum að ýmsir voru handteknir – þeir tveir sem voru krossfestir með Jesú, Barnabas sem sagður var hafa verið látinn laus og einhverjir kollegar hans, því í Markúsarguðspjalli er talað um að „upphlaupsmenn“ hafi verið í böndum og „höfðu þeir framið manndráp í upphlaupinu“. Hvers eðlis þetta upphlaup var vitum við ekki, en vegna þess verður að teljast skiljanlegt að Pílatus, sem rómverskur landstjóri, hafi verið var um sig og tilbúinn til að láta sverfa til stáls gegn þeim sem ógnuðu friðinum.Pílatus guðspjallanna og Pílatus grimmi Og af einhverjum slíkum sökum hefur Jesú frá Nasaret verið handtekinn, réttað yfir honum og hann líflátinn. Það var ekki friðar- eða kærleiksboðskapur Jesú sem olli því að Pontíus Pílatus lét taka hann af lífi, slíkur boðskapur hefði í sjálfu sér þvert á móti verið Pílatusi mjög að skapi við þessar aðstæður, heldur litu annaðhvort yfirvöld Gyðinga og/eða Rómverjar á hann sem einhvers konar ógn við friðinn í borginni. Og er þá nærtækt að benda á að öllum guðspjöllunum ber saman um að Jesú hafi vissulega sjálfur staðið fyrir lítilsháttar uppþoti þegar hann velti um borðum víxlaranna við musterið. Víxlarar þessir gegndu mjög mikilvægu og guðrækilegu hlutverki á hátíðinni, þeir skiptu „skítugum“ peningum aðkomu-Gyðinga í hreina og óspillta mynt musterisins, sem svo mátti kaupa fyrir dúfur og önnur fórnardýr, og það var því hneyksli að ráðast gegn þeim eins og Jesú gerði. Þótt uppþotið sem hann olli hafi ekki verið alvarlegt hefur það þó dugað til að tortryggnum yfirvöldum, sem alltaf voru smeyk við allsherjar uppreisn, litist ekki á blikuna og teldu réttast að handtaka Jesú þennan. Sér í lagi þegar um var að ræða svo ofstopafullan mann sem sá Pílatus er sem Jósefus og Fíló lýsa. Hann hefði vart hikað eitt augnablik við að senda Jesú á kross ásamt öllum öðrum raunverulegum eða meintum „upphlaupsmönnum“. Og hefði hlegið kalt ef honum hefði verið sagt að sá dauðadómur – einn af vafalaust mjög mörgum sem Pílatus kvað upp um ævina – ætti eftir að leiða til þess að hann yrði næstu tvö þúsund árin úthrópaður í sjálfri trúarjátningu fjölmennustu trúarbragða heims og byggðust á persónu þessa vesalings manns sem Pílatus dæmdi til hins grimmilega dauða. En hefur áreiðanlega ekki litið á sem söguleg tíðindi, og jafnvel verið búinn að gleyma áður en langt um leið. En í guðspjöllunum er reyndar því líkast sem Pílatus gangi mjög tregur til þess leiks að krossfesta Jesú, þar lætur hann undan refsiglöðum Gyðingum en vill sjálfur helst láta Jesú lausan, finnur altént ekki hjá honum neina sök. Og orsök þess að Pílatus guðspjallanna er svo ólíkur hinum grimma Pílatusi úr heimildum Gyðinga, hún er væntanlega einföld: Þegar guðspjöllin voru skrifuð á árunum 70-120, þá var hin nýja trú farin að breiðast út um flestar koppagrundir í Rómaveldi og það var því áhugamál hinna frumkristnu að gera hlut Rómverjans, sem sannanlega dæmdi Jesú á kross, sem allra skástan – í von um að þeir fengju að vera í friði með sinn guð fyrir Rómverjum. Því er hinn harðneskjulegi Pílatus farinn að diskútera sannleikann við dauðadæmdan fanga í guðspjöllunum. En hvað varð um Pílatus? Frá því segir einhvern tíma seinna. Ekki samt í næstu viku, því þá förum við gangandi til Ástralíu. Flækjusaga Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira
Ég var að tala um Pílatus í flækjusögunni fyrir viku. Þið flettið henni bara upp ef þið hafið misst af henni! Altént lauk henni á því að Pílatus var kominn til starfa sem skattlandsstjóri Rómaveldis í Júdeu, það var árið 26. Pílatus var líklega ungur að árum þótt raunar sé ekkert um hann vitað fyrr en hann birtist í Júdeu. Hann kom máttarvöldum Gyðinga fljótlega upp á móti sér því hann þótti stífur og harðfenginn og ekki á því að lofa Gyðingum að komast upp með eitthvert múður andspænis dýrð Rómar. Tíberíus keisari þurfti meira að segja að setja ofan í við og minna hann á að helsta hlutverk hans, fyrir utan að innheimta skatta, væri að halda friðinn í skattlandinu.Sögur af grimmdarseggi Pílatus átti erfitt með það, að minnsta kosti framan af. Fyrir utan þau tvö tilvik sem ég nefndi fyrir viku, þá segir sagnaritarinn Jósefus frá því að eitt sinn hafi Pílatus látið reisa vatnsleiðslu til Jerúsalem og til að borga fyrir vatnið notaði hann peninga úr fjárhirslum musterisins mikla. Þessu mótmæltu Gyðingar þótt vatnið væri þeim ætlað, musterið var svo heilagt í þeirra augum að þar mátti ekki hrófla við neinu og allra síst útlendingur, þótt væri sá æðsti maður Rómar á svæðinu. Jósefus staðhæfir að Pílatus hafi kallað saman mannfjölda Gyðinga til að skýra mál sitt en svo dreifði hann mönnum sínum dularklæddum um fjöldann og á tilteknu augnabliki gripu menn hans sín stuttu sverð og hjuggu á báðar hendur til að hræða Gyðinga frá því að mótmæla skattlandsstjóranum. Grimmdarseggur, hann Pílatus, sem sagt? Já, ekki verður betur séð af heimildum frá Gyðingum sjálfum. Þessi frásögn Jósefusar er reyndar með svolitlum ólíkindum, því heimspekingurinn Fíló segir að Pílatus hafi óttast mjög að Gyðingar myndu kvarta undan sér við Tíberíus og því skyldi landstjórinn þá gefa Gyðingum svo kjörið tilefni til kvartana? Fíló var mikill merkismaður, Gyðingur, jafnan kenndur við Alexandríu í Egiftalandi en þar var hann fæddur og uppalinn. Gyðingasamfélagið í Alexandríu var mjög stórt og öflugt og Fíló var þar innsti koppur í búri, mjög afkastamikill höfundur um heimspeki og trúmál og reyndi að samþætta gríska heimspeki og trú feðra sinna. Rit Fílós hefðu kannski getað orðið mikilvægur þáttur í nýjum trúarbrögðum eða altént nýrri og „frjálslyndari“ mynd Gyðingdóms, hann lagðist til dæmis mjög gegn bókstafstúlkun gyðinglegra fræðimanna í Jerúsalem, en tvennt kom að endingu í veg fyrir slíka þróun. Annars vegar gerðist Gyðingdómur helstil afturhaldssamur eftir að Rómverjar brutu niður í bókstaflegri merkingu þann miðpunkt Gyðingdóms sem musterið í Jerúsalem var eftir uppreisn þar í borg um árið 70. Þá þurftu Gyðingar að þétta raðir sínar í útlegð og ýmsum raunum og brugðust við með því að úthýsa frjálslyndum og heimspekisinnuðum höfundum eins og Fíló. Hins vegar yfirtók hinn nýi kristindómur (að breyttu breytanda) hluta af hinum heimspekilegu og grískættuðu hugleiðingum Fílós og fleiri um guðdóminn.Eitthvað að marka dómana? En það er önnur saga. Hér skiptir það eitt máli að Fíló fór hinum hörðustu orðum um Pontíus Pílatus í skrifum sínum, og dæmin sem bæði hann og Jósefus sagnaritari nefna um stjórnarhætti Pílatusar gefa vissulega til kynna að hann hafi verið hörkutól. Fíló segir berum orðum að Pílatus hafi verið „hefnigjarn skapofsamaður“ og hafi verið í eðli sínu ósveigjanlegur með öllu. Og hann bætir við að Pílatus hafi óttast kvartanir Gyðinga til Tíberíusar því ef farið yrði að rannsaka stjórnartíð hans í Júdeu kæmu í ljós „þær mútur, móðganir, þjófnaðir, hneyksli og tilhæfulaust ofbeldi, aftökur án dóms og laga og sú stórkostlega alvarlega grimmd“ sem landstjórinn væri sekur um. Það munar sem sé ekki um það. Spurningin er náttúrlega, er eitthvað að marka þessa hörðu dóma bæði Fílós og Jósefusar um Pílatus? Í sjálfu sér er ekki ástæða til að efast að ráði um það, Pílatus var enginn sá bógur í Rómaveldi að hefði kallað svo illvíga óvini að jafnvel áratugum eftir lát hans væru þeir að ljúga upp á hann. En þó hélt hann starfi sínu í tíu ár og hann lifði meira að segja af þegar Sejanus lífvarðaforingi í Róm var settur af og líflátinn fyrir samsæri gegn Tíberíusi árið 31 – en eins og ég nefndi fyrir viku er alls ekki ólíklegt að Pílatus hafi uppaflega verið skjólstæðingur Sejanusar og dáti eða embættismaður í liði hans áður en hann sigldi til Caesareu, aðalbækistöðva Rómar í Júdeu. Eftir að Sejanus var drepinn féll fjöldi stuðningsmanna hans líka í blóðbaði því sem Tíberíus upphóf, en Pílatus hélt bæði lífi og starfi. Ef Gyðingar hefðu verið sáróánægðir með hann hefðu þeir væntanlega getað notað tækifærið, nú þegar ofsafeng tortryggni Tíberíusar var í hámarki, og losað sig við hann. En kannski var Pílatus einfaldlega í of góðu sambandi við þá allra æðstu valdaklíku sem réði í Jerúsalem, það er að minnsta kosti athyglisvert að allan þann tíma sem Pílatus var landstjóri hróflaði hann ekki við Kaíafasi æðsta presti en annars hikuðu rómverskir landstjórar yfirleitt ekki við að setja af æðstu presta sem þeim féll ekki við. En hins vegar var Kaíafas settur af um leið og Pílatus lét af embætti, svo reikna má með að í hugum fólks hafi þeir verið spyrtir saman og samvinna þeirra góð. Krossfesting Jesú átti sér líklega stað árið 33 og í rómverskættuðum heimildum er ekkert að finna sem á er byggjandi um hvað raunverulega gerðist á þeim örlagaríku páskum. Hins vegar er einfalt að búa til mynd af því út frá því sem yfirleitt var á seyði um páskana. Þetta var mesta trúarhátíð Gyðinga og á páskum flykktust Gyðingar hvaðanæva að til Jerúsalem svo íbúafjöldi borgarinnar margfaldaðist í rúma viku. Pílatus hélt sig yfirleitt í hinni fögru hafnarborg Caesareu en á páskum hélt hann með mest sitt herlið til höfuðborgarinnar til að reyna að tryggja þar frið og stöðugleika í öllu mannhafinu. Þegar þarna var komið sögu hefur Pílatus ugglaust verið búinn að læra þá lexíu að vera ekki að veifa táknum um rómversk yfirráð framan í mannfjöldann, heldur reynt að láta sem minnst fara fyrir sér og dátum sínum. Sem landstjóri hafði hann yfir um 3.000 manna liði að ráða, það var allt og sumt, og það var því gríðarlega mikilvægt að ekki syði uppúr – svo fámennt herlið yrði lítils megnugt gegn reiðum múg ef til alvarlegra uppþota kæmi. En uppþot voru nefnilega algeng, Gyðingar sættu sig verr en flestar aðrar þjóðir við yfirráð Rómverja og ljóst má vera af margvíslegum heimildum að ýmislegt gekk stundum á í Jerúsalem um páskaleytið. Og ekki verður betur séð en einmitt það hafi gerst um þá páska þegar Jesú var á ferð í borginni á hátíðinni, því við vitum að ýmsir voru handteknir – þeir tveir sem voru krossfestir með Jesú, Barnabas sem sagður var hafa verið látinn laus og einhverjir kollegar hans, því í Markúsarguðspjalli er talað um að „upphlaupsmenn“ hafi verið í böndum og „höfðu þeir framið manndráp í upphlaupinu“. Hvers eðlis þetta upphlaup var vitum við ekki, en vegna þess verður að teljast skiljanlegt að Pílatus, sem rómverskur landstjóri, hafi verið var um sig og tilbúinn til að láta sverfa til stáls gegn þeim sem ógnuðu friðinum.Pílatus guðspjallanna og Pílatus grimmi Og af einhverjum slíkum sökum hefur Jesú frá Nasaret verið handtekinn, réttað yfir honum og hann líflátinn. Það var ekki friðar- eða kærleiksboðskapur Jesú sem olli því að Pontíus Pílatus lét taka hann af lífi, slíkur boðskapur hefði í sjálfu sér þvert á móti verið Pílatusi mjög að skapi við þessar aðstæður, heldur litu annaðhvort yfirvöld Gyðinga og/eða Rómverjar á hann sem einhvers konar ógn við friðinn í borginni. Og er þá nærtækt að benda á að öllum guðspjöllunum ber saman um að Jesú hafi vissulega sjálfur staðið fyrir lítilsháttar uppþoti þegar hann velti um borðum víxlaranna við musterið. Víxlarar þessir gegndu mjög mikilvægu og guðrækilegu hlutverki á hátíðinni, þeir skiptu „skítugum“ peningum aðkomu-Gyðinga í hreina og óspillta mynt musterisins, sem svo mátti kaupa fyrir dúfur og önnur fórnardýr, og það var því hneyksli að ráðast gegn þeim eins og Jesú gerði. Þótt uppþotið sem hann olli hafi ekki verið alvarlegt hefur það þó dugað til að tortryggnum yfirvöldum, sem alltaf voru smeyk við allsherjar uppreisn, litist ekki á blikuna og teldu réttast að handtaka Jesú þennan. Sér í lagi þegar um var að ræða svo ofstopafullan mann sem sá Pílatus er sem Jósefus og Fíló lýsa. Hann hefði vart hikað eitt augnablik við að senda Jesú á kross ásamt öllum öðrum raunverulegum eða meintum „upphlaupsmönnum“. Og hefði hlegið kalt ef honum hefði verið sagt að sá dauðadómur – einn af vafalaust mjög mörgum sem Pílatus kvað upp um ævina – ætti eftir að leiða til þess að hann yrði næstu tvö þúsund árin úthrópaður í sjálfri trúarjátningu fjölmennustu trúarbragða heims og byggðust á persónu þessa vesalings manns sem Pílatus dæmdi til hins grimmilega dauða. En hefur áreiðanlega ekki litið á sem söguleg tíðindi, og jafnvel verið búinn að gleyma áður en langt um leið. En í guðspjöllunum er reyndar því líkast sem Pílatus gangi mjög tregur til þess leiks að krossfesta Jesú, þar lætur hann undan refsiglöðum Gyðingum en vill sjálfur helst láta Jesú lausan, finnur altént ekki hjá honum neina sök. Og orsök þess að Pílatus guðspjallanna er svo ólíkur hinum grimma Pílatusi úr heimildum Gyðinga, hún er væntanlega einföld: Þegar guðspjöllin voru skrifuð á árunum 70-120, þá var hin nýja trú farin að breiðast út um flestar koppagrundir í Rómaveldi og það var því áhugamál hinna frumkristnu að gera hlut Rómverjans, sem sannanlega dæmdi Jesú á kross, sem allra skástan – í von um að þeir fengju að vera í friði með sinn guð fyrir Rómverjum. Því er hinn harðneskjulegi Pílatus farinn að diskútera sannleikann við dauðadæmdan fanga í guðspjöllunum. En hvað varð um Pílatus? Frá því segir einhvern tíma seinna. Ekki samt í næstu viku, því þá förum við gangandi til Ástralíu.
Flækjusaga Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira