Næstu dagar fara í að komast niður á jörðina Kjartan Atli Kjartansson skrifar 14. apríl 2015 09:15 Alda Dís Arnardóttir starfar á leikskóla og mætti í vinnuna í gær, alveg í skýjunum eftir sigurinn í Ísland Got Talent. Vísir/Ernir „Tilfinningin þegar nafnið mitt var lesið upp var ólýsanleg,“ segir Alda Dís Arnardóttir, sem sigraði í Ísland Got Talent á sunnudagskvöld. „Þetta er besta tilfinning sem ég hef upplifað,“ bætir söngkonan unga við. Í úrslitaþættinum söng Alda Dís lagið Chandelier, sem ástralska söngkonan Sia Furler gerði frægt í fyrra. Alda Dís fór sem stormsveipur í gegnum Ísland Got Talent þættina, hún komst beint inn í undanúrslit úr áheyrnarprufum, eftir að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir dómari þrýsti á gullhnappinn. Alda Dís var jafnframt fyrst til að tryggja sig inn í úrslitaþáttinn, eftir að hún komst áfram eftir fyrsta undanúrslitakvöldið af þremur. Hér að neðan má sjá þegar tilkynnt var um sigurvegara Ísland got Talent árið 2015: Alda segir að hún hafi ákveðið að hella sér út í sönginn fyrir ári. „Ég hef alltaf verið syngjandi, frá því að ég var lítil. En í fyrra áttaði ég mig á því að ég vildi leggja sönginn fyrir mig. Sigur í svona flottri keppni gefur manni trú á að maður hafi valið rétt. Þetta er staðfesting á ákvörðuninni, sem er afar ánægjulegt.“ Alda er frá Hellisandi í Snæfellsbæ. Hér að neðan má síðan sjá þegar Alda tók lagið eftir að ljóst var að hún hafði unnið keppnina: Hún segir stuðninginn frá heimaslóðunum hafa verið magnaðan. „Ég er svo ótrúlega þakklát fólkinu heima. Stuðningurinn skipti mig svo miklu máli. Ég frétti meira að segja að það hefði verið flaggað við gamla skólann minn í tilefni sigursins,“ segir hún og hlær. Rafmagnið fór af hluta Snæfellsbæjar á sunnudagskvöld. Þegar Alda er spurð hvort hún telji rafmagnsleysið tengjast því að mikill fjöldi íbúa bæjarins hafi verið að fylgjast með henni hlær hún. „Eigum við ekki að vona það?“ bætir söngkonan við. Alda segist ætla að nota næstu vikuna í að meðtaka sigurinn en er meðvituð um að hún þurfi að halda áfram að leggja mikið á sig til þess að eiga góðan feril í söngnum. „Ég ætla að nýta verðlaunaféð til þess að hjálpa ferli mínum. Til dæmis stefni ég á að fara eitthvað utan í ágúst, kynna mér aðstæður hjá tónlistarfólki ytra og jafnvel taka upp í hljóðveri. En næstu dagar fara bara í að komast aftur niður á jörðina. Njóta þess að vera til og taka við fleiri verkefnum.“ Ísland Got Talent Tengdar fréttir Páll Óskar frumflutti Ást sem endist í Ísland Got Talent Frumflutning og hljóðversútgáfu lagsins má finna hér á Vísi. 13. apríl 2015 10:45 Kynning á keppendum: Selma í uppáhaldi hjá Öldu Dís Úrslitaþáttur Ísland Got Talent er á sunnudagskvöld á Stöð 2. 9. apríl 2015 16:00 Talent-stjörnurnar árita í Kringlunni Sex frábærir listamenn og hópar munu keppa í úrslitum Ísland got Talent sem fram fara annað kvöld. 11. apríl 2015 15:31 Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið Fleiri fréttir Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sjá meira
„Tilfinningin þegar nafnið mitt var lesið upp var ólýsanleg,“ segir Alda Dís Arnardóttir, sem sigraði í Ísland Got Talent á sunnudagskvöld. „Þetta er besta tilfinning sem ég hef upplifað,“ bætir söngkonan unga við. Í úrslitaþættinum söng Alda Dís lagið Chandelier, sem ástralska söngkonan Sia Furler gerði frægt í fyrra. Alda Dís fór sem stormsveipur í gegnum Ísland Got Talent þættina, hún komst beint inn í undanúrslit úr áheyrnarprufum, eftir að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir dómari þrýsti á gullhnappinn. Alda Dís var jafnframt fyrst til að tryggja sig inn í úrslitaþáttinn, eftir að hún komst áfram eftir fyrsta undanúrslitakvöldið af þremur. Hér að neðan má sjá þegar tilkynnt var um sigurvegara Ísland got Talent árið 2015: Alda segir að hún hafi ákveðið að hella sér út í sönginn fyrir ári. „Ég hef alltaf verið syngjandi, frá því að ég var lítil. En í fyrra áttaði ég mig á því að ég vildi leggja sönginn fyrir mig. Sigur í svona flottri keppni gefur manni trú á að maður hafi valið rétt. Þetta er staðfesting á ákvörðuninni, sem er afar ánægjulegt.“ Alda er frá Hellisandi í Snæfellsbæ. Hér að neðan má síðan sjá þegar Alda tók lagið eftir að ljóst var að hún hafði unnið keppnina: Hún segir stuðninginn frá heimaslóðunum hafa verið magnaðan. „Ég er svo ótrúlega þakklát fólkinu heima. Stuðningurinn skipti mig svo miklu máli. Ég frétti meira að segja að það hefði verið flaggað við gamla skólann minn í tilefni sigursins,“ segir hún og hlær. Rafmagnið fór af hluta Snæfellsbæjar á sunnudagskvöld. Þegar Alda er spurð hvort hún telji rafmagnsleysið tengjast því að mikill fjöldi íbúa bæjarins hafi verið að fylgjast með henni hlær hún. „Eigum við ekki að vona það?“ bætir söngkonan við. Alda segist ætla að nota næstu vikuna í að meðtaka sigurinn en er meðvituð um að hún þurfi að halda áfram að leggja mikið á sig til þess að eiga góðan feril í söngnum. „Ég ætla að nýta verðlaunaféð til þess að hjálpa ferli mínum. Til dæmis stefni ég á að fara eitthvað utan í ágúst, kynna mér aðstæður hjá tónlistarfólki ytra og jafnvel taka upp í hljóðveri. En næstu dagar fara bara í að komast aftur niður á jörðina. Njóta þess að vera til og taka við fleiri verkefnum.“
Ísland Got Talent Tengdar fréttir Páll Óskar frumflutti Ást sem endist í Ísland Got Talent Frumflutning og hljóðversútgáfu lagsins má finna hér á Vísi. 13. apríl 2015 10:45 Kynning á keppendum: Selma í uppáhaldi hjá Öldu Dís Úrslitaþáttur Ísland Got Talent er á sunnudagskvöld á Stöð 2. 9. apríl 2015 16:00 Talent-stjörnurnar árita í Kringlunni Sex frábærir listamenn og hópar munu keppa í úrslitum Ísland got Talent sem fram fara annað kvöld. 11. apríl 2015 15:31 Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið Fleiri fréttir Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sjá meira
Páll Óskar frumflutti Ást sem endist í Ísland Got Talent Frumflutning og hljóðversútgáfu lagsins má finna hér á Vísi. 13. apríl 2015 10:45
Kynning á keppendum: Selma í uppáhaldi hjá Öldu Dís Úrslitaþáttur Ísland Got Talent er á sunnudagskvöld á Stöð 2. 9. apríl 2015 16:00
Talent-stjörnurnar árita í Kringlunni Sex frábærir listamenn og hópar munu keppa í úrslitum Ísland got Talent sem fram fara annað kvöld. 11. apríl 2015 15:31