Tók kvíðann í störukeppni og sigraði hann Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 14. apríl 2015 00:01 Saga Matthildur stóð sig frábærlega á laugardaginn og hún var efst í símakosningu. Vísir/Pjetur Það var ekki leiðinlegt fyrir Sögu Matthildi Árnadóttur að mæta í skólann á mánudagsmorguninn eftir frábæran árangur í söngkeppni framhaldsskólanna á laugardaginn. Hún sigraði í símakosningunni en dómararnir skipuðu hana í þriðja sæti . „Ég fékk mjög mörg faðmlög og forseti nemendafélagsins bað mig um að syngja lagið í hádeginu sem ég gerði auðvitað,“ segir Saga. Hún segir að það hafi komið sér á óvart hversu langt hún komst og hún hafi verið mjög ánægð með sigurlagið hjá Karólínu í MR. „Hún er svo ótrúlega flott, valdi lagið vel og fílaði sig greinilega mjög vel á sviðinu,“ segir Saga. Fyrir atriðið á laugardaginn greindi Saga frá því að hún hafi lengi glímt við félagskvíða og þetta hafi verið eitthvað sem hún hafi þurft að gera fyrir sjálfa sig til þess að líða betur. „Ég ákvað að horfast í augu við kvíðann og þetta hefur hjálpað mér mjög mikið. Ég er mjög glöð að hafa gert þetta,“ segir hún. „Ég sagði engum að ég hefði skráð mig í keppnina nema mömmu minni og vinkonu minni sem er í öðrum skóla. Hinar vinkonur mínar komust ekki að þessu fyrr en bara sama dag og forkeppnin í FG fór fram.“ Saga Matthildur spilaði á gítar á meðan hún söng lagið Lay Me Down með Sam Smith á laugardaginn. Hún hefur æft á gítar í þrjú ár og er dugleg að æfa sig heima og prófa sig áfram. Undirbúningurinn fyrir keppnina var strangur en um tveimur vikum fyrir keppnina var vinnuhelgi þar sem allir þátttakendur hittust og voru þjálfaðir í framkomu og fleira. „Það kom mér á óvart hvað það voru ótrúlega margir hæfileikaríkir og skemmtilegir krakkar þarna. Við fórum í viðtöl og myndatökur sem var mjög gaman,“ segir Saga. Söngkeppni framhaldsskólanna Tónlist Tengdar fréttir MR vann söngkeppni framhaldsskólanna Karólína Jóhannsdóttir flutti lagið Go Slow með hljómsveitinni HAIM. 11. apríl 2015 22:37 „Hélt að Saga myndi hafa þetta" Menntaskólamærin Karólína Jóhannsdóttir kom, sá og sigraði Söngkeppni framhaldskólanna á laugardag, hún var þó ekki allveg viss um að þetta myndi takast á lokasprettinum. 13. apríl 2015 12:00 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Það var ekki leiðinlegt fyrir Sögu Matthildi Árnadóttur að mæta í skólann á mánudagsmorguninn eftir frábæran árangur í söngkeppni framhaldsskólanna á laugardaginn. Hún sigraði í símakosningunni en dómararnir skipuðu hana í þriðja sæti . „Ég fékk mjög mörg faðmlög og forseti nemendafélagsins bað mig um að syngja lagið í hádeginu sem ég gerði auðvitað,“ segir Saga. Hún segir að það hafi komið sér á óvart hversu langt hún komst og hún hafi verið mjög ánægð með sigurlagið hjá Karólínu í MR. „Hún er svo ótrúlega flott, valdi lagið vel og fílaði sig greinilega mjög vel á sviðinu,“ segir Saga. Fyrir atriðið á laugardaginn greindi Saga frá því að hún hafi lengi glímt við félagskvíða og þetta hafi verið eitthvað sem hún hafi þurft að gera fyrir sjálfa sig til þess að líða betur. „Ég ákvað að horfast í augu við kvíðann og þetta hefur hjálpað mér mjög mikið. Ég er mjög glöð að hafa gert þetta,“ segir hún. „Ég sagði engum að ég hefði skráð mig í keppnina nema mömmu minni og vinkonu minni sem er í öðrum skóla. Hinar vinkonur mínar komust ekki að þessu fyrr en bara sama dag og forkeppnin í FG fór fram.“ Saga Matthildur spilaði á gítar á meðan hún söng lagið Lay Me Down með Sam Smith á laugardaginn. Hún hefur æft á gítar í þrjú ár og er dugleg að æfa sig heima og prófa sig áfram. Undirbúningurinn fyrir keppnina var strangur en um tveimur vikum fyrir keppnina var vinnuhelgi þar sem allir þátttakendur hittust og voru þjálfaðir í framkomu og fleira. „Það kom mér á óvart hvað það voru ótrúlega margir hæfileikaríkir og skemmtilegir krakkar þarna. Við fórum í viðtöl og myndatökur sem var mjög gaman,“ segir Saga.
Söngkeppni framhaldsskólanna Tónlist Tengdar fréttir MR vann söngkeppni framhaldsskólanna Karólína Jóhannsdóttir flutti lagið Go Slow með hljómsveitinni HAIM. 11. apríl 2015 22:37 „Hélt að Saga myndi hafa þetta" Menntaskólamærin Karólína Jóhannsdóttir kom, sá og sigraði Söngkeppni framhaldskólanna á laugardag, hún var þó ekki allveg viss um að þetta myndi takast á lokasprettinum. 13. apríl 2015 12:00 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
MR vann söngkeppni framhaldsskólanna Karólína Jóhannsdóttir flutti lagið Go Slow með hljómsveitinni HAIM. 11. apríl 2015 22:37
„Hélt að Saga myndi hafa þetta" Menntaskólamærin Karólína Jóhannsdóttir kom, sá og sigraði Söngkeppni framhaldskólanna á laugardag, hún var þó ekki allveg viss um að þetta myndi takast á lokasprettinum. 13. apríl 2015 12:00