Haukar hafa styrkinn til að vinna Val Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. apríl 2015 06:00 Árni Steinn Steinþórsson, leikmaður Hauka. Fréttablaðið/Ernir Undanúrslitin í Olís-deild karla í handbolta fara af stað í kvöld. Deildarmeistarar Vals taka á móti frændliði sínu Haukum sem höfnuðu í fimmta sæti deildarinnar og þá mætast nýliðar Aftureldingar og ÍR í Mosfellsbæ, en þau lið enduðu í öðru og þriðja sæti Olís-deildarinnar. Vinna þarf þrjá leiki til að komast í lokaúrslitin, en ríkjandi Íslandsmeistarar ÍBV eru úr leik eftir 2-0 tap fyrir Aftureldingu í átta liða úrslitum. Mosfellingar eiga þó möguleika á að gera eins og ÍBV í fyrra og vinna Íslandsmeistaratitilinn sem nýliði. Valur er fyrir fram talið sterkasta liðið enda deildarmeistarar, en Haukarnir hafa verið að sækja í sig veðrið á seinni hluta mótsins og voru sannfærandi í rimmunni gegn erkifjendum sínum í FH. Guðlaugur Arnarsson, þjálfari Fram, spáir í undanúrslitaleikina fyrir Fréttablaðið.Haukar hafa styrkinn „Þetta verður hörkurimma,“ segir Guðlaugur um viðureign frændliðanna Vals og Hauka. „Valsmenn hafa verið sterkastir í deildinni en Haukarnir komið sterkir inn eftir áramót og eru með góða breidd og reynslu. Hjá þeim eru menn sem hafa unnið titla og vita um hvað þetta snýst.“ Haukar hafa mannskap sem getur stöðvað líkamlega sterka Valsmennina, að sögn Guðlaugs. „Þeir eru með lið sem er á pari við lið Vals þegar kemur að líkamlegum styrk. Þarna eru stórir og þungir strákar sem geta stöðvað þetta líkamlega sterka Valslið.“ Ætli Haukarnir að vinna Val þrisvar verða þeir að klára færin sín vel og ekki hleypa Hlíðarendapiltum í mikið af hraðaupphlaupum. „Valsmenn búa yfir gríðarlega sterkum varnarleik og eru með besta markvarðaparið í deildinni. Ef þeir ná upp vörn og hraðaupphlaupum er erfitt að eiga við þá. Haukarnir verða að klára færin sín þannig að Valur hlaupi ekki í bakið á þeim,“ segir Guðlaugur. Árni Steinn Steinþórsson, stórskytta Hauka, vaknaði heldur betur til lífsins í átta liða úrslitunum. Eftir að hafa skorað aðeins 2,3 mörk að meðaltali í leik á tímabilinu skoraði hann 17 mörk í leikjunum tveimur gegn FH. Haukarnir eru til alls líklegir sé hann kominn úr dvala.Hafa saknað Árna Steins „Maður hefur saknað þess að sjá gæðin í Árna, en þetta hefur nú ekki verið besta tímabilið hans. Ætli hann hins vegar að spila á móti Val eins og hann gerði á móti FH er breiddin orðin mikil í Haukaliðinu og hægri vængurinn virkilega sterkur,“ segir Guðlaugur, en hvernig spáir hann að einvígið fari? „Þetta fer í oddaleik sem Valur vinnur á sínum heimavelli. Ég held að heimavöllurinn verði sterkur í þessu einvígi,“ segir Guðlaugur, en fyrsti leikurinn fer fram í Vodafone-höllinni í kvöld kl. 19.15.Pressan á Aftureldingu Aðspurður um rimmu Aftureldingar og ÍR er Guðlaugur fljótur til svars: „Ég set pressuna á Aftureldingu í þessu einvígi. Það á að klára þetta. Það er með breiddina og heimavöllinn á meðan ÍR er með góða einstaklinga og treysta mikið á að Björgvin Hólmgeirsson spili frábærlega.“ Guðlaugur segir ekkert ósanngjarnt að hlaða pressu á Mosfellinga þó þeir séu tæknilega séð nýliðar í deildinni. „Auðvitað eru þeir nýliðar. Það er alveg rétt, en pressan er á þeim. Liðið er með meiri breidd og það er einmitt sem þarf í svona einvígi þar sem þarf að vinna þrjá leiki.“ Jóhann dregur vagninn Ef Afturelding er svona mun sigurstranglegra, hvað þarf ÍR að gera til að vinna strákana í kjúklingabænum þrisvar? „ÍR þarf að spila ofboðslega sterkan varnarleik og markverðirnir þurfa að stíga upp. ÍR verður að hægja á leiknum, stjórna hraðanum og koma sínum bestu hraðaupphlaupsmönnum inn í leikinn. Það er lykillinn og svo auðvitað að Björgvin verði áfram funheitur. ÍR verður að skora mikið af einföldum mörkum,“ segir Guðlaugur, en hjá Aftureldingu segir hann Jóhann Gunnar Einarsson vera aðalmanninn. „Afturelding hefur breidd og gæði til að klára ÍR en hjá þeim er Jóhann Gunnar mikilvægastur. Úrslitakeppnin héðan í frá hjá Aftureldingu ræðst af því hvernig hann spilar,“ segir Guðlaugur og bætir við: „Einar Andri er búinn að gera flotta hluti þarna og liðið fylgir hans góðu hugmyndafræði um vörn og seinni bylgju. En þegar Afturelding hefur verið í vandræðum er það Jóhann Gunnar sem dregur vagninn. Hann er maðurinn,“ segir Guðlaugur. Hann spáir UMFA áfram, 3-1.Vísir Olís-deild karla Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Sjá meira
Undanúrslitin í Olís-deild karla í handbolta fara af stað í kvöld. Deildarmeistarar Vals taka á móti frændliði sínu Haukum sem höfnuðu í fimmta sæti deildarinnar og þá mætast nýliðar Aftureldingar og ÍR í Mosfellsbæ, en þau lið enduðu í öðru og þriðja sæti Olís-deildarinnar. Vinna þarf þrjá leiki til að komast í lokaúrslitin, en ríkjandi Íslandsmeistarar ÍBV eru úr leik eftir 2-0 tap fyrir Aftureldingu í átta liða úrslitum. Mosfellingar eiga þó möguleika á að gera eins og ÍBV í fyrra og vinna Íslandsmeistaratitilinn sem nýliði. Valur er fyrir fram talið sterkasta liðið enda deildarmeistarar, en Haukarnir hafa verið að sækja í sig veðrið á seinni hluta mótsins og voru sannfærandi í rimmunni gegn erkifjendum sínum í FH. Guðlaugur Arnarsson, þjálfari Fram, spáir í undanúrslitaleikina fyrir Fréttablaðið.Haukar hafa styrkinn „Þetta verður hörkurimma,“ segir Guðlaugur um viðureign frændliðanna Vals og Hauka. „Valsmenn hafa verið sterkastir í deildinni en Haukarnir komið sterkir inn eftir áramót og eru með góða breidd og reynslu. Hjá þeim eru menn sem hafa unnið titla og vita um hvað þetta snýst.“ Haukar hafa mannskap sem getur stöðvað líkamlega sterka Valsmennina, að sögn Guðlaugs. „Þeir eru með lið sem er á pari við lið Vals þegar kemur að líkamlegum styrk. Þarna eru stórir og þungir strákar sem geta stöðvað þetta líkamlega sterka Valslið.“ Ætli Haukarnir að vinna Val þrisvar verða þeir að klára færin sín vel og ekki hleypa Hlíðarendapiltum í mikið af hraðaupphlaupum. „Valsmenn búa yfir gríðarlega sterkum varnarleik og eru með besta markvarðaparið í deildinni. Ef þeir ná upp vörn og hraðaupphlaupum er erfitt að eiga við þá. Haukarnir verða að klára færin sín þannig að Valur hlaupi ekki í bakið á þeim,“ segir Guðlaugur. Árni Steinn Steinþórsson, stórskytta Hauka, vaknaði heldur betur til lífsins í átta liða úrslitunum. Eftir að hafa skorað aðeins 2,3 mörk að meðaltali í leik á tímabilinu skoraði hann 17 mörk í leikjunum tveimur gegn FH. Haukarnir eru til alls líklegir sé hann kominn úr dvala.Hafa saknað Árna Steins „Maður hefur saknað þess að sjá gæðin í Árna, en þetta hefur nú ekki verið besta tímabilið hans. Ætli hann hins vegar að spila á móti Val eins og hann gerði á móti FH er breiddin orðin mikil í Haukaliðinu og hægri vængurinn virkilega sterkur,“ segir Guðlaugur, en hvernig spáir hann að einvígið fari? „Þetta fer í oddaleik sem Valur vinnur á sínum heimavelli. Ég held að heimavöllurinn verði sterkur í þessu einvígi,“ segir Guðlaugur, en fyrsti leikurinn fer fram í Vodafone-höllinni í kvöld kl. 19.15.Pressan á Aftureldingu Aðspurður um rimmu Aftureldingar og ÍR er Guðlaugur fljótur til svars: „Ég set pressuna á Aftureldingu í þessu einvígi. Það á að klára þetta. Það er með breiddina og heimavöllinn á meðan ÍR er með góða einstaklinga og treysta mikið á að Björgvin Hólmgeirsson spili frábærlega.“ Guðlaugur segir ekkert ósanngjarnt að hlaða pressu á Mosfellinga þó þeir séu tæknilega séð nýliðar í deildinni. „Auðvitað eru þeir nýliðar. Það er alveg rétt, en pressan er á þeim. Liðið er með meiri breidd og það er einmitt sem þarf í svona einvígi þar sem þarf að vinna þrjá leiki.“ Jóhann dregur vagninn Ef Afturelding er svona mun sigurstranglegra, hvað þarf ÍR að gera til að vinna strákana í kjúklingabænum þrisvar? „ÍR þarf að spila ofboðslega sterkan varnarleik og markverðirnir þurfa að stíga upp. ÍR verður að hægja á leiknum, stjórna hraðanum og koma sínum bestu hraðaupphlaupsmönnum inn í leikinn. Það er lykillinn og svo auðvitað að Björgvin verði áfram funheitur. ÍR verður að skora mikið af einföldum mörkum,“ segir Guðlaugur, en hjá Aftureldingu segir hann Jóhann Gunnar Einarsson vera aðalmanninn. „Afturelding hefur breidd og gæði til að klára ÍR en hjá þeim er Jóhann Gunnar mikilvægastur. Úrslitakeppnin héðan í frá hjá Aftureldingu ræðst af því hvernig hann spilar,“ segir Guðlaugur og bætir við: „Einar Andri er búinn að gera flotta hluti þarna og liðið fylgir hans góðu hugmyndafræði um vörn og seinni bylgju. En þegar Afturelding hefur verið í vandræðum er það Jóhann Gunnar sem dregur vagninn. Hann er maðurinn,“ segir Guðlaugur. Hann spáir UMFA áfram, 3-1.Vísir
Olís-deild karla Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Sjá meira