Rihanna keypti samfestinginn sjálf Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 20. apríl 2015 10:00 Mynd/Vísir Stjörnurnar keppast við það að klæðast fötum frá tískumerkinu Galvan en einn stofnenda og listrænn stjórnandi merkisins er Sólveig Káradóttir. Nú síðast var það leikkonan Elizabeth Olsen, systir tískudrottninganna og tvíburanna Mary-Kate og Ashley Olsen, sem klæddist hvítum og dökkbláum kjól úr smiðju merkisins á frumsýningu Avengers: Age of Ultron í Los Angeles. Mynd/Getty„Mér finnst hún svo skemmtileg, hún Elizabeh Olsen, bæði góð leikkona og flott stelpa,“ segir Sólveig glöð í bragði. Í mörgum tilfellum klæðast stjörnurnar hönnun sem þær fá senda í gegnum stílista sína og PR-skrifstofur. Sú var þó ekki raunin þegar ein þekktasta poppstjarna heims, Rihanna, klæddist í tvígang flík frá Galvan í febrúar síðastliðnum. „Rihanna keypti og valdi samfestinginn og kjólinn sjálf,“ segir Sólveig. Rihanna, sem þekkt er fyrir það að vera mikill frumkvöðull þegar kemur að tísku, klæddist dökkbláum Galvan-samfestingi í partíi eftir Grammy-verðlaunahátíðina en fatnaðinn keypti hún í fataversluninni Opening Ceremony í Los Angeles.Leikkonan Gwyneth Paltrow klæddist samfestingi frá Galvan í sjónvarpsviðtali í janúar.Mynd/GettySöngkonan klæddist einnig kjól frá merkinu þegar hún hélt upp á tuttugu og sjö ára afmælið sitt rúmri viku síðar en þá varð fyrir valinu silfraður gólfsíður kjóll með mjóum hlýrum. Sólveig segir það hafa haft góð áhrif á söluna en kjóllinn seldist í kjölfarið upp í tveimur verslunum. Stjörnurnar virðast því hrifnar af merkinu en leikkonan Sienna Miller klæddist kjól frá merkinu á síðasta ári og leikkonan Gwyneth Paltrow var í samfestingi frá Galvan í sjónvarpsviðtali í janúar en hún hefur áður klæðst flíkum frá merkinu, sem leggur áherslu á nútímalegan og svalan kvöldklæðnað. „Það er margt spennandi fram undan hjá okkur hjá Galvan, en við erum meðal annars að hanna exclusive línu fyrir netverslunina Matchesfashion.com,“ segir Sólveig. Fremur stutt er síðan Galvan var stofnað en merkinu var hleypt af stokkunum árið 2014 af Sólveigu ásamt Carolyn Hodler, Katherine Homgren og Anna-Christin Haas. Our favorite girl Rihanna in Galvan again, this time celebrating her birthday in our silver chainmail slip dress @badgalriri #happybirthday #galvanlondon A photo posted by Galvan London (@galvanlondon) on Feb 22, 2015 at 10:01am PST Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Fleiri fréttir Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira
Stjörnurnar keppast við það að klæðast fötum frá tískumerkinu Galvan en einn stofnenda og listrænn stjórnandi merkisins er Sólveig Káradóttir. Nú síðast var það leikkonan Elizabeth Olsen, systir tískudrottninganna og tvíburanna Mary-Kate og Ashley Olsen, sem klæddist hvítum og dökkbláum kjól úr smiðju merkisins á frumsýningu Avengers: Age of Ultron í Los Angeles. Mynd/Getty„Mér finnst hún svo skemmtileg, hún Elizabeh Olsen, bæði góð leikkona og flott stelpa,“ segir Sólveig glöð í bragði. Í mörgum tilfellum klæðast stjörnurnar hönnun sem þær fá senda í gegnum stílista sína og PR-skrifstofur. Sú var þó ekki raunin þegar ein þekktasta poppstjarna heims, Rihanna, klæddist í tvígang flík frá Galvan í febrúar síðastliðnum. „Rihanna keypti og valdi samfestinginn og kjólinn sjálf,“ segir Sólveig. Rihanna, sem þekkt er fyrir það að vera mikill frumkvöðull þegar kemur að tísku, klæddist dökkbláum Galvan-samfestingi í partíi eftir Grammy-verðlaunahátíðina en fatnaðinn keypti hún í fataversluninni Opening Ceremony í Los Angeles.Leikkonan Gwyneth Paltrow klæddist samfestingi frá Galvan í sjónvarpsviðtali í janúar.Mynd/GettySöngkonan klæddist einnig kjól frá merkinu þegar hún hélt upp á tuttugu og sjö ára afmælið sitt rúmri viku síðar en þá varð fyrir valinu silfraður gólfsíður kjóll með mjóum hlýrum. Sólveig segir það hafa haft góð áhrif á söluna en kjóllinn seldist í kjölfarið upp í tveimur verslunum. Stjörnurnar virðast því hrifnar af merkinu en leikkonan Sienna Miller klæddist kjól frá merkinu á síðasta ári og leikkonan Gwyneth Paltrow var í samfestingi frá Galvan í sjónvarpsviðtali í janúar en hún hefur áður klæðst flíkum frá merkinu, sem leggur áherslu á nútímalegan og svalan kvöldklæðnað. „Það er margt spennandi fram undan hjá okkur hjá Galvan, en við erum meðal annars að hanna exclusive línu fyrir netverslunina Matchesfashion.com,“ segir Sólveig. Fremur stutt er síðan Galvan var stofnað en merkinu var hleypt af stokkunum árið 2014 af Sólveigu ásamt Carolyn Hodler, Katherine Homgren og Anna-Christin Haas. Our favorite girl Rihanna in Galvan again, this time celebrating her birthday in our silver chainmail slip dress @badgalriri #happybirthday #galvanlondon A photo posted by Galvan London (@galvanlondon) on Feb 22, 2015 at 10:01am PST
Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Fleiri fréttir Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira