Sautján pottaplöntur og eldhús með útsýni yfir Esjuna Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 26. apríl 2015 16:45 Uppáhaldsstaðurinn er rúmgott og bjart eldhúsið. Vísir/Stefán Tónlistarmaðurinn Gunnar Tynes er áhugamaður um matseld og pottaplöntur. Hann býr ásamt meðleigjanda sínum í bjartri íbúð á Skúlagötu sem er full af pottaplöntum og spennandi eldhústólum. Það er hátt til lofts á heimilinu enda er íbúðin á efstu hæð fjölbýlishúss. Eldhúsið og stofan eru samtengd og rúmgott rými þar sem stórir eldhúsgluggarnir vísa í átt að Esjunni. Sautján pottaplöntur dreifa úr sér í íbúðinni enda hefur Gunni gaman af plöntum en segist einu sinni hafa verið mikill plöntubani. Það hefur þó greinilega breyst til hins betra því plönturnar eru allar við hestaheilsu.Plöntuna fékk Gunni frá vini sínum.„Mér finnst þetta stundum vera eins og þegar fólk fær sér tattú, mér finnst aldrei vera nóg. Mig langar alltaf í meira og meira af plöntum,“ segir Gunni glaður í bragði. Tónlist ómar úr plötuspilara um íbúðina þegar hann tekur til við að sýna okkur nokkrar af uppáhaldshlutunum sínum. Stórir gluggarnir hleypa birtu inn í rúmgott eldhúsið. Við eldhúsvaskinn er útsýni yfir Esjuna og á eldhúsbekknum standa nokkrar af fjölmörgum plöntum heimilisins. Eldhúsið Eldhúsið er uppáhaldsstaður Gunna. „Það er svo gaman að elda og svo er svo gott útsýni,“ segir hann og bætir við: „Það er æðislegt að koma fram á morgnana og sjá Esjuna.“PlantanPlöntuna fékk Gunni frá vini sínum og þá var hún talsvert minni í sniðum. „Svo allt í einu þremur árum seinna óx upp sproti og það kom rautt blóm. Þegar það opnaði sig fékk ég símtal frá honum og þá hafði hann eignast barn. Alveg klikkað.“ Logsuðutækið Logsuðutækið keypti hann fyrir rúmu hálfu ári og notar það talsvert. „Þetta er mjög sniðugt, ég held að það höfði svolítið til mín með matargerðina hvað það er mikið af trikkum. Hvernig er best að gera eitt eða annað,“ segir hann brosandi.Góður hnífur er nauðsynlegur í eldhúsinu.Hnífurinn Gunni á mikið af alls kyns eldhústækjum og tólum enda hefur hann gaman af því að elda og í eldhúsinu er góður hnífur nauðsynlegur. „Ég trúi ekki á að maður þurfi að eiga sjö hnífa eða eitthvað. Einn góðan stóran og einn góðan lítinn. Og búið.“Gunni heldur hér á myndinni eftir Söru Riel.Mynd eftir Söru Riel Listaverk eftir myndlistarkonuna Söru Riel er eitt af því sem er í uppáhaldi. „Þetta er mynd sem Sara Riel málaði fyrir síðustu útgáfu hjá hljómsveitinni Múm og gaf mér síðan í jólagjöf. Ég er mjög þakklátur fyrir það,“ segir Gunni. Myndin prýðir plötuna Smilewound sem kom út árið 2013.Gluggarnir í eldhúsinu á Skúlagötunni eru stórir og útsýnið stórgott. Gunni stefnir á að sá fyrir kryddjurtum og hengja þær upp í stóra gluggann en birtan skapar kjörskilyrði til ræktunar. Garðyrkja Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fleiri fréttir Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Gunnar Tynes er áhugamaður um matseld og pottaplöntur. Hann býr ásamt meðleigjanda sínum í bjartri íbúð á Skúlagötu sem er full af pottaplöntum og spennandi eldhústólum. Það er hátt til lofts á heimilinu enda er íbúðin á efstu hæð fjölbýlishúss. Eldhúsið og stofan eru samtengd og rúmgott rými þar sem stórir eldhúsgluggarnir vísa í átt að Esjunni. Sautján pottaplöntur dreifa úr sér í íbúðinni enda hefur Gunni gaman af plöntum en segist einu sinni hafa verið mikill plöntubani. Það hefur þó greinilega breyst til hins betra því plönturnar eru allar við hestaheilsu.Plöntuna fékk Gunni frá vini sínum.„Mér finnst þetta stundum vera eins og þegar fólk fær sér tattú, mér finnst aldrei vera nóg. Mig langar alltaf í meira og meira af plöntum,“ segir Gunni glaður í bragði. Tónlist ómar úr plötuspilara um íbúðina þegar hann tekur til við að sýna okkur nokkrar af uppáhaldshlutunum sínum. Stórir gluggarnir hleypa birtu inn í rúmgott eldhúsið. Við eldhúsvaskinn er útsýni yfir Esjuna og á eldhúsbekknum standa nokkrar af fjölmörgum plöntum heimilisins. Eldhúsið Eldhúsið er uppáhaldsstaður Gunna. „Það er svo gaman að elda og svo er svo gott útsýni,“ segir hann og bætir við: „Það er æðislegt að koma fram á morgnana og sjá Esjuna.“PlantanPlöntuna fékk Gunni frá vini sínum og þá var hún talsvert minni í sniðum. „Svo allt í einu þremur árum seinna óx upp sproti og það kom rautt blóm. Þegar það opnaði sig fékk ég símtal frá honum og þá hafði hann eignast barn. Alveg klikkað.“ Logsuðutækið Logsuðutækið keypti hann fyrir rúmu hálfu ári og notar það talsvert. „Þetta er mjög sniðugt, ég held að það höfði svolítið til mín með matargerðina hvað það er mikið af trikkum. Hvernig er best að gera eitt eða annað,“ segir hann brosandi.Góður hnífur er nauðsynlegur í eldhúsinu.Hnífurinn Gunni á mikið af alls kyns eldhústækjum og tólum enda hefur hann gaman af því að elda og í eldhúsinu er góður hnífur nauðsynlegur. „Ég trúi ekki á að maður þurfi að eiga sjö hnífa eða eitthvað. Einn góðan stóran og einn góðan lítinn. Og búið.“Gunni heldur hér á myndinni eftir Söru Riel.Mynd eftir Söru Riel Listaverk eftir myndlistarkonuna Söru Riel er eitt af því sem er í uppáhaldi. „Þetta er mynd sem Sara Riel málaði fyrir síðustu útgáfu hjá hljómsveitinni Múm og gaf mér síðan í jólagjöf. Ég er mjög þakklátur fyrir það,“ segir Gunni. Myndin prýðir plötuna Smilewound sem kom út árið 2013.Gluggarnir í eldhúsinu á Skúlagötunni eru stórir og útsýnið stórgott. Gunni stefnir á að sá fyrir kryddjurtum og hengja þær upp í stóra gluggann en birtan skapar kjörskilyrði til ræktunar.
Garðyrkja Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fleiri fréttir Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Sjá meira