Fylgdu sterkasta syni Íslands til Malasíu Kjartan Atli Kjartansson skrifar 27. apríl 2015 08:00 Foreldrar Hafþórs eru að vonum stolt af syninum sem þau hafa ferðast víða með. Þau Ragnheiður Margrét Júlíusdóttir og Björn Þór Reynisson, foreldrar kraftajötunsins Hafþórs Júlíusar Björnssonar, fylgdu honum til Kúala Lúmpúr í Malasíu, þar sem hann tók þátt í keppninni Sterkasti maður heims. Keppnin fór fram um helgina og Hafþór lenti í þriðja sæti. „Þessu fylgir mikil spenna, maður tekur andlega þátt í þessu og það er frábært að fá að styðja hann í þessu alla leið,“ segir Björn. Hjónin hafa ferðast víða um heim til að sjá soninn keppa í aflraunum. „Við ferðumst með honum á flestar keppnir, við förum árlega til Leeds á Sterkasta mann Evrópu, við höfum farið með honum á Arnold Classic í Ohio í Bandaríkjunum og þetta er núna fjórða Sterkasti maður heims keppni sem við fylgjum honum á,“ útskýrir Björn og Ragnheiður bætir við: „Við mætum svo auðvitað á öll mót á Íslandi sem hann tekur þátt í.“Gerir kröfur til sjálfs sín Hjónin eru vitanlega stolt af syni sínum en segjast í raun ekki hafa grunað að hann yrði afreksmaður í íþróttum þegar hann var yngri. Illa gekk að fá Hafþór til þess að æfa íþróttir, þar til að hann prófaði körfuknattleik í fyrsta sinn tólf ára gamall. „Þar fann hann sig fljótt,“ útskýrir Björn, sem hafði áður reynt að koma Hafþóri í körfubolta. Þegar Hafþór fór að stunda körfuboltann af kappi breyttist hugsunarháttur hans; hann fór að hugsa eins og íþróttamaður. Foreldrarnir segja ákveðni og sjálfstæði hafi einkennt Hafþór á uppvaxtarárum hans. „Hann hafði sterkar skoðanir á hlutunum, þá sérstaklega ef hann var ekki sáttur við hvernig ég klæddi hann,“ útskýrir Ragnheiður og bætir við: „Hafþór hefur alltaf verið kröfuharður en það á sérstaklega við hann sjálfan, hann gerir miklar kröfur til sjálfs sín og vill alltaf gera betur, það er kannski þess vegna sem hann nær svona langt í því sem hann tekur sér fyrir hendur.“vísir/valliFer með íslenskan lax með sér út Hafþóri þykir gott að koma í mat til foreldra sinna og segir Björn soninn sterka sérstaklega mikið fyrir fisk. „Hann borðar sérstaklega vel ef ég fer út í Hafið, sem er fiskbúðin sem við verslum við. Hann er rosalega mikið fyrir laxinn þaðan. Við eldum fyrir hann lax og setjum í box þegar hann er að ferðast til útlanda,“ segir Björn. Hjónin eru vitanlega stolt af syni sínum. Þau eru ötulir stuðningsmenn þessa sterkasta manns þjóðarinnar og þótt víðar væri leitað. Vissulega segja þau að það hafi verið skrítið að setja sig inn í sportið í fyrstu. „Þetta var kannski pínu skrítið þegar við fórum fyrst með honum á Sterkasta mann heims í Charlotte í Bandaríkjunum 2011 en í dag er þetta að verða bara eðlilegt fyrir okkur og við myndum fylgja honum hvert sem er til að styðja við bakið á honum,“ segir Björn. Sterkasti maður heims Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
Þau Ragnheiður Margrét Júlíusdóttir og Björn Þór Reynisson, foreldrar kraftajötunsins Hafþórs Júlíusar Björnssonar, fylgdu honum til Kúala Lúmpúr í Malasíu, þar sem hann tók þátt í keppninni Sterkasti maður heims. Keppnin fór fram um helgina og Hafþór lenti í þriðja sæti. „Þessu fylgir mikil spenna, maður tekur andlega þátt í þessu og það er frábært að fá að styðja hann í þessu alla leið,“ segir Björn. Hjónin hafa ferðast víða um heim til að sjá soninn keppa í aflraunum. „Við ferðumst með honum á flestar keppnir, við förum árlega til Leeds á Sterkasta mann Evrópu, við höfum farið með honum á Arnold Classic í Ohio í Bandaríkjunum og þetta er núna fjórða Sterkasti maður heims keppni sem við fylgjum honum á,“ útskýrir Björn og Ragnheiður bætir við: „Við mætum svo auðvitað á öll mót á Íslandi sem hann tekur þátt í.“Gerir kröfur til sjálfs sín Hjónin eru vitanlega stolt af syni sínum en segjast í raun ekki hafa grunað að hann yrði afreksmaður í íþróttum þegar hann var yngri. Illa gekk að fá Hafþór til þess að æfa íþróttir, þar til að hann prófaði körfuknattleik í fyrsta sinn tólf ára gamall. „Þar fann hann sig fljótt,“ útskýrir Björn, sem hafði áður reynt að koma Hafþóri í körfubolta. Þegar Hafþór fór að stunda körfuboltann af kappi breyttist hugsunarháttur hans; hann fór að hugsa eins og íþróttamaður. Foreldrarnir segja ákveðni og sjálfstæði hafi einkennt Hafþór á uppvaxtarárum hans. „Hann hafði sterkar skoðanir á hlutunum, þá sérstaklega ef hann var ekki sáttur við hvernig ég klæddi hann,“ útskýrir Ragnheiður og bætir við: „Hafþór hefur alltaf verið kröfuharður en það á sérstaklega við hann sjálfan, hann gerir miklar kröfur til sjálfs sín og vill alltaf gera betur, það er kannski þess vegna sem hann nær svona langt í því sem hann tekur sér fyrir hendur.“vísir/valliFer með íslenskan lax með sér út Hafþóri þykir gott að koma í mat til foreldra sinna og segir Björn soninn sterka sérstaklega mikið fyrir fisk. „Hann borðar sérstaklega vel ef ég fer út í Hafið, sem er fiskbúðin sem við verslum við. Hann er rosalega mikið fyrir laxinn þaðan. Við eldum fyrir hann lax og setjum í box þegar hann er að ferðast til útlanda,“ segir Björn. Hjónin eru vitanlega stolt af syni sínum. Þau eru ötulir stuðningsmenn þessa sterkasta manns þjóðarinnar og þótt víðar væri leitað. Vissulega segja þau að það hafi verið skrítið að setja sig inn í sportið í fyrstu. „Þetta var kannski pínu skrítið þegar við fórum fyrst með honum á Sterkasta mann heims í Charlotte í Bandaríkjunum 2011 en í dag er þetta að verða bara eðlilegt fyrir okkur og við myndum fylgja honum hvert sem er til að styðja við bakið á honum,“ segir Björn.
Sterkasti maður heims Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira