Lífið

Styrktartónleikar Alvogen

Róbert Wessman, forstjóri Alvogen.
Róbert Wessman, forstjóri Alvogen. Vísir/Vilhelm
Þann 6. júní næstkomandi hefur lyfjafyrirtækið Alvogen boðað til styrktartónleika í Hörpu í samstarfi við UNICEF og Rauða krossinn. Þar mun allur ágóði tónleikanna renna til þolenda jarðskjálftans í Nepal.

„Fréttir af hamförunum í Nepal hefur hreyft við öllum starfsmönnum Alvogen og við ákváðum að taka okkur saman og leggja þessu brýna verkefni lið. Allir starfsmenn okkar á Íslandi munu aðstoða við miðasölu og framkvæmd tónleikanna og þekktir tónlistarmenn munu einnig taka þátt í þessu með okkur. Við berum mikið traust til UNICEF og Rauða krossins í þessu verkefni en við höfum átt í góðu samstarfi við samtökin á undanförnum árum í neyðarverkefnum og menntun barna í Afríku“, segir Róbert Wessman, forstjóri Alvogen.

Meðal þeirra sem koma fram á tónleikunum eru Retro Stefson, AmabAdamA og Ylja, og munu fleiri listamenn bætast í hópinn.

Stefnt er að því að safna yfir fimm milljónum króna vegna tónleikanna sem renna óskertar til UNICEF og Rauða krossins með stuðningi Alvogen. Andvirði miðasölu verður skipt jafnt á milli samtakanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×