Krefjast þess að SAK stöðvi verkfallsbrot sveinn arnarsson skrifar 30. apríl 2015 07:00 Félag lífeindafræðinga telur verkfallsbrot framin á virkum dögum á sjúkrahúsinu á Akureyri. Þar séu hjúkrunarfræðingar skikkaðir til að ganga í störf þeirra. fréttablaðið/auðunn Félag lífeindafræðinga telur verkfallsbrot vera framin á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Hefur félagið sent bréf til Sigurðar E. Sigurðssonar, framkvæmdastjóra lækninga við sjúkrahúsið, þar sem krafist er að meint verkfallsbrot verði stöðvuð. Lífeindafræðingar, sem eru félagar í Bandalagi háskólamanna, hafa verið í verkfalli á Sjúkrahúsinu á Akureyri frá því 7. apríl síðastliðinn. Lífeindafræðingar eru í verkfalli alla virka daga til hádegis.Lífeindafræðingar hafa hingað til sinnt þeirri iðju að taka almennar blóðprufur á spítalanum á meðan hjúkrunarfræðingar hafa tekið blóðprufur í bráðatilvikum. Í bréfi Félags lífeindafræðinga til spítalans er því haldið fram að í verkfalli lífeindafræðinga hafa hjúkrunarfræðingar verið skikkaðir til að ganga í þeirra störf og taka almennar blóðprufur. „Viðkomandi stafsmaður á sjúkradeild er með þessu settur í mjög óþægilega stöðu. Í fyrsta lagi ber honum að hlýða skipunum yfirmanna en að sama skapi veit viðkomandi að með þessu er hann að fremja verkfallsbrot,“ segir í bréfinu sem undirritað er af Gyðu Hrönn Einarsdóttur, formanni Félags lífeindafræðinga.Gyða Hrönn STefánsdóttir Formaður félags lífeindafræðinga.„Við förum fram á að þessu verði hætt og að hjúkrunarfræðingar séu ekki skikkaðir til að ganga í okkar verk á meðan verkfall stendur yfir. Einnig sjáum við ekki fyrir endann á verkfalli þar sem lítið þokast í kjaraviðræðunum,“ segir Gyða Hrönn. „Við sendum einnig Landspítalanum sams konar bréf í upphafi verkfallsaðgerða þar sem við förum fram á hið sama.“ Sigurður E. Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga á Sjúkrahúsinu á Akureyri, segir bréfið hafa verið tekið til skoðunar og það sent á alla yfirmenn deilda spítalans. „Við tökum bréfið auðvitað til greina og brýnum fyrir fólki að standa rétt að blóðsýnatöku. Þetta er hins vegar ekki svo einfalt heldur þurfum við að meta hvert tilvik fyrir sig með hagsmuni sjúklinga að leiðarljósi,“ segir Sigurður. Frá því að verkfallsaðgerðir hófust hefur sjúkrahúsið þurft að fresta á þriðja tug aðgerða og biðlistar lengst. „Þetta verkfall hefur mikil áhrif á störf spítalans og biðlistar í valkvæðar aðgerðir eins og liðskiptaaðgerðir lengjast með hverjum deginum og eru biðlistar í þær aðgerðir langir nú þegar.“ Verkfall 2016 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Sjá meira
Félag lífeindafræðinga telur verkfallsbrot vera framin á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Hefur félagið sent bréf til Sigurðar E. Sigurðssonar, framkvæmdastjóra lækninga við sjúkrahúsið, þar sem krafist er að meint verkfallsbrot verði stöðvuð. Lífeindafræðingar, sem eru félagar í Bandalagi háskólamanna, hafa verið í verkfalli á Sjúkrahúsinu á Akureyri frá því 7. apríl síðastliðinn. Lífeindafræðingar eru í verkfalli alla virka daga til hádegis.Lífeindafræðingar hafa hingað til sinnt þeirri iðju að taka almennar blóðprufur á spítalanum á meðan hjúkrunarfræðingar hafa tekið blóðprufur í bráðatilvikum. Í bréfi Félags lífeindafræðinga til spítalans er því haldið fram að í verkfalli lífeindafræðinga hafa hjúkrunarfræðingar verið skikkaðir til að ganga í þeirra störf og taka almennar blóðprufur. „Viðkomandi stafsmaður á sjúkradeild er með þessu settur í mjög óþægilega stöðu. Í fyrsta lagi ber honum að hlýða skipunum yfirmanna en að sama skapi veit viðkomandi að með þessu er hann að fremja verkfallsbrot,“ segir í bréfinu sem undirritað er af Gyðu Hrönn Einarsdóttur, formanni Félags lífeindafræðinga.Gyða Hrönn STefánsdóttir Formaður félags lífeindafræðinga.„Við förum fram á að þessu verði hætt og að hjúkrunarfræðingar séu ekki skikkaðir til að ganga í okkar verk á meðan verkfall stendur yfir. Einnig sjáum við ekki fyrir endann á verkfalli þar sem lítið þokast í kjaraviðræðunum,“ segir Gyða Hrönn. „Við sendum einnig Landspítalanum sams konar bréf í upphafi verkfallsaðgerða þar sem við förum fram á hið sama.“ Sigurður E. Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga á Sjúkrahúsinu á Akureyri, segir bréfið hafa verið tekið til skoðunar og það sent á alla yfirmenn deilda spítalans. „Við tökum bréfið auðvitað til greina og brýnum fyrir fólki að standa rétt að blóðsýnatöku. Þetta er hins vegar ekki svo einfalt heldur þurfum við að meta hvert tilvik fyrir sig með hagsmuni sjúklinga að leiðarljósi,“ segir Sigurður. Frá því að verkfallsaðgerðir hófust hefur sjúkrahúsið þurft að fresta á þriðja tug aðgerða og biðlistar lengst. „Þetta verkfall hefur mikil áhrif á störf spítalans og biðlistar í valkvæðar aðgerðir eins og liðskiptaaðgerðir lengjast með hverjum deginum og eru biðlistar í þær aðgerðir langir nú þegar.“
Verkfall 2016 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Sjá meira