Sjúkrahússýking á tveimur deildum Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 1. maí 2015 13:00 Á Landspítalanum stendur yfir umfangsmikið hreinsunarstarf, en upp er komin sjúkrahússýking á skurðdeild. Vísir/Getty Sjúkrahússýking af völdum Vancomycin-ónæmra enterókokka er komin upp á Landspítalanum. Tveimur skurðdeildum af þremur hefur verið lokað, samtals 36 rúmum, og öllum aðgerðum nema bráðaaðgerðum frestað. Mjög ónæmisbældir einstaklingar, til að mynda á gjörgæslu og krabbameinsdeildum spítalans, eru sérstaklega viðkvæmir gagnvart sýkingunni. Átta sjúklingar eru enn inni á annarri sýktu deildinni og komast ekki af henni fyrr en meðferð þeirra er lokið. Lilja Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri skurðlækningasviðs, segir erfiðleika vegna sjúkrahússýkingar bætast við álag vegna yfirstandandi verkfalls. „Deildirnar verða hreinsaðar og sýni ræktuð. Við vitum ekki hver staðan er fyrr en um og upp úr helgi. Sýkingin bætist ofan á verkfallsaðgerðir, þetta er vissulega erfitt ástand. Við höfum verið svo lánsöm að við höfum fengið forgang á þessa vinnu í samvinnu við Félag lífeindafræðinga sem eru í verkfalli, þetta er gríðarlegt álag á þá, jafnt og sjúkraliða, hjúkrunarfræðinga, ræstingarfólk, svo ekki sé talað um sjúklinga.“ Markmiðið er að uppræta sýkingar af þessu tagi. „Hér á Íslandi höfum við ákveðið að uppræta sýkingar sem þessar úr umhverfi sjúklinga. Það eru ekki öll lönd sem hafa ákveðið að gera það. Þær valda hraustu og heilbrigðu fólki engum vandræðum, en sjúklingum sem eru verulega ónæmisbældir eða langtímaveikir er hætt við að sýkjast af þessum bakteríum.“ Lilja segir allt reynt til að lágmarka truflun af sýkingunni. „Við á skurðlæknasviði höfum lagað okkar flæði að því sem við erum að gera. Við reynum að færa starfsfólk til og höfum sett fleiri rúm á þessa einu deild sem er opin. Við höfum hent öllu aukalegu út af þeirri deild sem er opin og setjum rúm alls staðar þar sem er hægt. Við erum líka búin að opna sex rúm á dagdeild sem sólarhringsrúm.“ Umfangsmikið hreinsunarstarf fer nú fram á Landspítalanum. Þar er allt þrifið og mörgu þarf að henda, húsgögnum sem ekki er hægt að þrífa, áteknum vörum og skrifborðsvörum svo dæmi séu tekin. „Hreinsunarferlið er afar víðtækt. Deildirnar eru þrifnar með sérstöku hreinsiefni. Allt er þrifið, þá meina ég bókstaflega allt sem ekki er hent. Það þarf að henda áteknum vörum og öllu sem er ekki gerlegt að þrífa, skrifborðsmottum, húsgögnum og slitnum dýnum.“ Verkfall 2016 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Sjá meira
Sjúkrahússýking af völdum Vancomycin-ónæmra enterókokka er komin upp á Landspítalanum. Tveimur skurðdeildum af þremur hefur verið lokað, samtals 36 rúmum, og öllum aðgerðum nema bráðaaðgerðum frestað. Mjög ónæmisbældir einstaklingar, til að mynda á gjörgæslu og krabbameinsdeildum spítalans, eru sérstaklega viðkvæmir gagnvart sýkingunni. Átta sjúklingar eru enn inni á annarri sýktu deildinni og komast ekki af henni fyrr en meðferð þeirra er lokið. Lilja Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri skurðlækningasviðs, segir erfiðleika vegna sjúkrahússýkingar bætast við álag vegna yfirstandandi verkfalls. „Deildirnar verða hreinsaðar og sýni ræktuð. Við vitum ekki hver staðan er fyrr en um og upp úr helgi. Sýkingin bætist ofan á verkfallsaðgerðir, þetta er vissulega erfitt ástand. Við höfum verið svo lánsöm að við höfum fengið forgang á þessa vinnu í samvinnu við Félag lífeindafræðinga sem eru í verkfalli, þetta er gríðarlegt álag á þá, jafnt og sjúkraliða, hjúkrunarfræðinga, ræstingarfólk, svo ekki sé talað um sjúklinga.“ Markmiðið er að uppræta sýkingar af þessu tagi. „Hér á Íslandi höfum við ákveðið að uppræta sýkingar sem þessar úr umhverfi sjúklinga. Það eru ekki öll lönd sem hafa ákveðið að gera það. Þær valda hraustu og heilbrigðu fólki engum vandræðum, en sjúklingum sem eru verulega ónæmisbældir eða langtímaveikir er hætt við að sýkjast af þessum bakteríum.“ Lilja segir allt reynt til að lágmarka truflun af sýkingunni. „Við á skurðlæknasviði höfum lagað okkar flæði að því sem við erum að gera. Við reynum að færa starfsfólk til og höfum sett fleiri rúm á þessa einu deild sem er opin. Við höfum hent öllu aukalegu út af þeirri deild sem er opin og setjum rúm alls staðar þar sem er hægt. Við erum líka búin að opna sex rúm á dagdeild sem sólarhringsrúm.“ Umfangsmikið hreinsunarstarf fer nú fram á Landspítalanum. Þar er allt þrifið og mörgu þarf að henda, húsgögnum sem ekki er hægt að þrífa, áteknum vörum og skrifborðsvörum svo dæmi séu tekin. „Hreinsunarferlið er afar víðtækt. Deildirnar eru þrifnar með sérstöku hreinsiefni. Allt er þrifið, þá meina ég bókstaflega allt sem ekki er hent. Það þarf að henda áteknum vörum og öllu sem er ekki gerlegt að þrífa, skrifborðsmottum, húsgögnum og slitnum dýnum.“
Verkfall 2016 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Sjá meira