Nina Kraviz mætir á klakann Adda Soffia Ingvarsdottir skrifar 2. maí 2015 09:30 Nina er vön að spila á risa stórum hátíðum og klúbbum. Visir/Carin Abdulla Ein þekktasta tónlistarkonan í technoheiminum í dag, Nina Kraviz, hefur tónleikaferð sína á skemmtistaðnum Paloma í miðbæ Reykjavíkur 15. maí. Um er að ræða fyrsta kvöldið í Trip records útgáfutónleikaferð hennar. „Hún er vön að spila á risastórum klúbbum og tónlistarhátíðum, svo það er mjög sérstakt og skemmtilegt að hún velji að hefja túrinn hér. Þegar ég útskýrði fyrir henni hversu lítill staður Paloma væri þá varð hún bara enn spenntari fyrir vikið,“ segir Arnviður Snorrason, Addi eða betur þekktur sem EXOS. Nina spilaði á Sónar hátíðinni í febrúar og hefur síðan þá komið þrisvar sinnum til landsins. „Hún er rosalega hrifin af Íslandi, íslensku techno og bara íslenskri tónlist og segist finna sterka tengingu við landið.“ Tónleikaferðin, sem hún kallar Trip líkt og útgáfufyrirtæki hennar, hefst eins og áður sagði hér. „Næstu Trip útgáfutónleikar verða síðan haldnir í Detroit, New York og Barcelona, svo þetta er magnað.“ Miðasala er í fullum gangi inn á tix.is og í verslununum Lucky Records og Mohawks í Kringlunni. Sónar Tónlist Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Ein þekktasta tónlistarkonan í technoheiminum í dag, Nina Kraviz, hefur tónleikaferð sína á skemmtistaðnum Paloma í miðbæ Reykjavíkur 15. maí. Um er að ræða fyrsta kvöldið í Trip records útgáfutónleikaferð hennar. „Hún er vön að spila á risastórum klúbbum og tónlistarhátíðum, svo það er mjög sérstakt og skemmtilegt að hún velji að hefja túrinn hér. Þegar ég útskýrði fyrir henni hversu lítill staður Paloma væri þá varð hún bara enn spenntari fyrir vikið,“ segir Arnviður Snorrason, Addi eða betur þekktur sem EXOS. Nina spilaði á Sónar hátíðinni í febrúar og hefur síðan þá komið þrisvar sinnum til landsins. „Hún er rosalega hrifin af Íslandi, íslensku techno og bara íslenskri tónlist og segist finna sterka tengingu við landið.“ Tónleikaferðin, sem hún kallar Trip líkt og útgáfufyrirtæki hennar, hefst eins og áður sagði hér. „Næstu Trip útgáfutónleikar verða síðan haldnir í Detroit, New York og Barcelona, svo þetta er magnað.“ Miðasala er í fullum gangi inn á tix.is og í verslununum Lucky Records og Mohawks í Kringlunni.
Sónar Tónlist Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira