Afhöggvinn hausinn kysstur Jónas Sen skrifar 6. maí 2015 11:30 Bylgja Dís Gunnarsdóttir söng af mikillri prýði á tónleikunum Óp-hópsins í síðustu viku. Visir/Stefán Richard Strauss í Salnum Óp-hópurinn flutti tónlist eftir Richard Strauss. Leikstjórn: Sveinn Einarsson Leikari: Arnar Jónsson Miðvikudagur 29. apríl. Óperan Salóme eftir Richard Strauss vakti mikla hneykslun á sínum tíma, hún þótti guðlast og klám. Salóme var stjúpdóttir Heródesar úr Biblíunni og girntist Jóhannes skírara, sem vildi ekkert með hana hafa. Hún hefndi sín með því að láta hálshöggva hann. Eftirleikurinn fór fyrir brjóstið á fólki. Þar lét Salóme í ljósi ósiðlegar hugsanir um leið og hún hélt á höfði Jóhannesar og kyssti það, alblóðug. Þessi sena var hápunkturinn á fremur misjöfnum Strauss-tónleikum Óp-hópsins í Salnum í Kópavogi á miðvikudagskvöldið. Bylgja Dís Gunnarsdóttir söng og gerði það af mikilli prýði. Söngur hennar var magnaður, fullur af heift og myrkri ástríðu. Hlutverkið krefst breiðs raddsviðs en Bylgja Dís hafði ekkert fyrir því. Röddin var jöfn hvar sem var, bæði á efra og neðra sviði. Leiktilburðirnir voru auk þess viðeigandi brjálæðislegir. Óhugnaðurinn skilaði sér fullkomlega. Verst að það var ekki allt svona gott. Einn af söngvurunum, Ágúst Ólafsson hefur átt betri daga. Morgen var ekki fullnægjandi hjá honum, söngurinn var óöruggur, ef ekki falskur. Hörn Hrafnsdóttir var ekki heldur í sínu besta formi, Allerseelen var hikandi og ekki alveg hreint. Ständchen var litlu skárra. Aðrir söngvarar voru hins vegar góðir. Egill Árni Pálsson var flottur, bæði í Nichts og sem ítalski söngvarinn í Rósariddaranum. Rödd hans var glæsileg, framsetningin óheft og grípandi. Jóhanna Héðinsdóttir söng sömuleiðis vel, einnig Erla Björg Káradóttir. Þær hafa báðar fallegar raddir og miðluðu skáldskapnum í tónlistinni af sannfærandi einlægni. Píanóleikararnir Hrönn Þráinsdóttir og Eva Þyrí Hilmarsdóttir skiluðu sínum hlutverkum af stakri prýði, en voru skemmtilega ólíkar. Þær skiptu undirleikshlutverkunum á milli sín. Eva Þyrí lék sinn part skýrt og örugglega, Hrönn var mýkri og óljósari. Tónleikarnir voru sviðsettir að því leyti að Arnar Jónsson leikari var í hlutverki tónskáldsins. Sveinn Einarsson leikstýrði þessari hlið tónleikanna; það var skemmtilegt. Strauss gamli spjallaði við söngvarana um verkin sín, sem varpaði ljósi á ævi hans og tónsmíðar og var fróðlegt. Tónleikarnir fá plús fyrir þetta. Gaman er þegar hið staðnaða er brotið upp og gert lifandi. Það gerist alltof sjaldan í heimi klassískrar tónlistar. Niðurstaða: Tónleikarnir voru upp og ofan, sumt var magnað, annað ekki. Gagnrýni Menning Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira
Richard Strauss í Salnum Óp-hópurinn flutti tónlist eftir Richard Strauss. Leikstjórn: Sveinn Einarsson Leikari: Arnar Jónsson Miðvikudagur 29. apríl. Óperan Salóme eftir Richard Strauss vakti mikla hneykslun á sínum tíma, hún þótti guðlast og klám. Salóme var stjúpdóttir Heródesar úr Biblíunni og girntist Jóhannes skírara, sem vildi ekkert með hana hafa. Hún hefndi sín með því að láta hálshöggva hann. Eftirleikurinn fór fyrir brjóstið á fólki. Þar lét Salóme í ljósi ósiðlegar hugsanir um leið og hún hélt á höfði Jóhannesar og kyssti það, alblóðug. Þessi sena var hápunkturinn á fremur misjöfnum Strauss-tónleikum Óp-hópsins í Salnum í Kópavogi á miðvikudagskvöldið. Bylgja Dís Gunnarsdóttir söng og gerði það af mikilli prýði. Söngur hennar var magnaður, fullur af heift og myrkri ástríðu. Hlutverkið krefst breiðs raddsviðs en Bylgja Dís hafði ekkert fyrir því. Röddin var jöfn hvar sem var, bæði á efra og neðra sviði. Leiktilburðirnir voru auk þess viðeigandi brjálæðislegir. Óhugnaðurinn skilaði sér fullkomlega. Verst að það var ekki allt svona gott. Einn af söngvurunum, Ágúst Ólafsson hefur átt betri daga. Morgen var ekki fullnægjandi hjá honum, söngurinn var óöruggur, ef ekki falskur. Hörn Hrafnsdóttir var ekki heldur í sínu besta formi, Allerseelen var hikandi og ekki alveg hreint. Ständchen var litlu skárra. Aðrir söngvarar voru hins vegar góðir. Egill Árni Pálsson var flottur, bæði í Nichts og sem ítalski söngvarinn í Rósariddaranum. Rödd hans var glæsileg, framsetningin óheft og grípandi. Jóhanna Héðinsdóttir söng sömuleiðis vel, einnig Erla Björg Káradóttir. Þær hafa báðar fallegar raddir og miðluðu skáldskapnum í tónlistinni af sannfærandi einlægni. Píanóleikararnir Hrönn Þráinsdóttir og Eva Þyrí Hilmarsdóttir skiluðu sínum hlutverkum af stakri prýði, en voru skemmtilega ólíkar. Þær skiptu undirleikshlutverkunum á milli sín. Eva Þyrí lék sinn part skýrt og örugglega, Hrönn var mýkri og óljósari. Tónleikarnir voru sviðsettir að því leyti að Arnar Jónsson leikari var í hlutverki tónskáldsins. Sveinn Einarsson leikstýrði þessari hlið tónleikanna; það var skemmtilegt. Strauss gamli spjallaði við söngvarana um verkin sín, sem varpaði ljósi á ævi hans og tónsmíðar og var fróðlegt. Tónleikarnir fá plús fyrir þetta. Gaman er þegar hið staðnaða er brotið upp og gert lifandi. Það gerist alltof sjaldan í heimi klassískrar tónlistar. Niðurstaða: Tónleikarnir voru upp og ofan, sumt var magnað, annað ekki.
Gagnrýni Menning Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira