Haukarnir geta jafnað tíu ára gamalt met í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. maí 2015 06:30 Haukamennirnir Adam Haukur Baumruk og Heimir Óli Heimisson taka vel á móti Jóhanni Gunnari Einarssyni úr Aftureldingu. Vísir/Stefán Haukar eru á góðri leið með að halda upp á tíu ára afmæli „fullkomna“ Íslandsmeistaratitilsins frá 2005 með viðeigandi hætti, eða með því að endurtaka leikinn og vinna sjö fyrstu leiki sína í úrslitakeppni. Haukar unnu alla sjö leiki sína í úrslitakeppninni 2005 en þá þurfti að vinna leik færra í undanúrslitunum. Haukaliðið getur því ekki aðeins jafnað metið í kvöld heldur einnig bætt það á mánudagskvöldið. Haukaliðið í ár hefur unnið fjóra af þessum sex leikjum á útivelli en leikurinn í kvöld er hins vegar í Schenker-höllinni á Ásvöllum og hefst klukkan 19.30. Haukar komust líka í 1-0 í lokaúrslitunum fyrir tíu árum með því að vinna eins marks sigur í fyrsta leik og þá var Jónas hetja liðsins en ekki Janus, eins og í fyrrakvöld. Janus Daði Smárason skoraði sigurmarkið á Varmá á miðvikudagskvöldið en í leik eitt fyrir áratug var það varamarkvörðurinn Jónas Stefánsson sem varði lokaskot leiksins og kom í veg fyrir að stórskyttan Tite Kalandadze kæmi leiknum í framlengingu. Það er margt líkt með sigurgöngu Hauka í ár og fyrir tíu árum því bæði lið sópuðu út nágrannaliðinu FH og frændliðinu Val á leið sinni í úrslitaeinvígið þar sem liðið mætti síðan liði sem hafði bætt stöðu sína mikið á milli ára. Tvö af þremur liðum sem hafa unnið sex fyrstu leiki sína í úrslitakeppni hafa farið alla leið og unnið Íslandsmeistaratitilinn, eða öll nema Valsmenn, sem misstu af titlinum vorið 2002 þrátt fyrir slíka draumabyrjun. Valsmenn unnu þá fyrstu tvö einvígi sín 2-0 og komust síðan í 2-0 á móti KA í lokaúrslitunum. Valsmenn áttu þá eftir tvo heimaleiki á móti KA en norðanmönnum tókst að vinna þrjá síðustu leikina og tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn á eftirminnilegan hátt í troðfullu gamla Valsheimilinu á Hlíðarenda.Flestir sigrar í röð inn í úrslitakeppni: 7 - Haukar 2005 (Íslandsmeistari) 6 - Haukar 2015 (1-0 yfir í lokaúrslitum) 6 - Valur 2002 (2. sæti) 6 - HK 2012 (Íslandsmeistari) 5 - Valur 1993 (Íslandsmeistari) 4 - KA 2002 (Íslandsmeistari) 4 - ÍR 2003 (2. sæti)Leikir Hauka í úrslitakeppninni 2015:8 liða úrslit 3 marka útisigur á FH (32-29) 4 marka heimasigur á FH (28-24)Undanúrslit 8 marka útisigur á Val (32-24) 2 marka heimasigur á Val (21-19) 7 marka útisigur á Val (29-22)Lokaúrslit 1 marks útisigur á Aftureldingu (23-22)Leikir Hauka í úrslitakeppninni 2005:8 liða úrslit 7 marka heimasigur á FH (29-22) 4 marka útisigur á FH (34-30, framlengt)Undanúrslit 4 marka heimasigur á Val (29-25) 2 marka útisigur á Val (29-27)Lokaúrslit 1 marks heimasigur á ÍBV (31-30) 4 marka útisigur á ÍBV (39-35) 4 marka heimasigur á ÍBV (28-24) Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira
Haukar eru á góðri leið með að halda upp á tíu ára afmæli „fullkomna“ Íslandsmeistaratitilsins frá 2005 með viðeigandi hætti, eða með því að endurtaka leikinn og vinna sjö fyrstu leiki sína í úrslitakeppni. Haukar unnu alla sjö leiki sína í úrslitakeppninni 2005 en þá þurfti að vinna leik færra í undanúrslitunum. Haukaliðið getur því ekki aðeins jafnað metið í kvöld heldur einnig bætt það á mánudagskvöldið. Haukaliðið í ár hefur unnið fjóra af þessum sex leikjum á útivelli en leikurinn í kvöld er hins vegar í Schenker-höllinni á Ásvöllum og hefst klukkan 19.30. Haukar komust líka í 1-0 í lokaúrslitunum fyrir tíu árum með því að vinna eins marks sigur í fyrsta leik og þá var Jónas hetja liðsins en ekki Janus, eins og í fyrrakvöld. Janus Daði Smárason skoraði sigurmarkið á Varmá á miðvikudagskvöldið en í leik eitt fyrir áratug var það varamarkvörðurinn Jónas Stefánsson sem varði lokaskot leiksins og kom í veg fyrir að stórskyttan Tite Kalandadze kæmi leiknum í framlengingu. Það er margt líkt með sigurgöngu Hauka í ár og fyrir tíu árum því bæði lið sópuðu út nágrannaliðinu FH og frændliðinu Val á leið sinni í úrslitaeinvígið þar sem liðið mætti síðan liði sem hafði bætt stöðu sína mikið á milli ára. Tvö af þremur liðum sem hafa unnið sex fyrstu leiki sína í úrslitakeppni hafa farið alla leið og unnið Íslandsmeistaratitilinn, eða öll nema Valsmenn, sem misstu af titlinum vorið 2002 þrátt fyrir slíka draumabyrjun. Valsmenn unnu þá fyrstu tvö einvígi sín 2-0 og komust síðan í 2-0 á móti KA í lokaúrslitunum. Valsmenn áttu þá eftir tvo heimaleiki á móti KA en norðanmönnum tókst að vinna þrjá síðustu leikina og tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn á eftirminnilegan hátt í troðfullu gamla Valsheimilinu á Hlíðarenda.Flestir sigrar í röð inn í úrslitakeppni: 7 - Haukar 2005 (Íslandsmeistari) 6 - Haukar 2015 (1-0 yfir í lokaúrslitum) 6 - Valur 2002 (2. sæti) 6 - HK 2012 (Íslandsmeistari) 5 - Valur 1993 (Íslandsmeistari) 4 - KA 2002 (Íslandsmeistari) 4 - ÍR 2003 (2. sæti)Leikir Hauka í úrslitakeppninni 2015:8 liða úrslit 3 marka útisigur á FH (32-29) 4 marka heimasigur á FH (28-24)Undanúrslit 8 marka útisigur á Val (32-24) 2 marka heimasigur á Val (21-19) 7 marka útisigur á Val (29-22)Lokaúrslit 1 marks útisigur á Aftureldingu (23-22)Leikir Hauka í úrslitakeppninni 2005:8 liða úrslit 7 marka heimasigur á FH (29-22) 4 marka útisigur á FH (34-30, framlengt)Undanúrslit 4 marka heimasigur á Val (29-25) 2 marka útisigur á Val (29-27)Lokaúrslit 1 marks heimasigur á ÍBV (31-30) 4 marka útisigur á ÍBV (39-35) 4 marka heimasigur á ÍBV (28-24)
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira