Getur ekki unnið að verkefnum á spítalanum Óli Kristján Ármannsson skrifar 8. maí 2015 07:15 Auður Anna Aradóttir segir nemendur skilja kröfur háskólamenntaðra. Fréttablaðið/Andri „Ég held að við nemendurnir höfum góðan skilning á þeim kröfum sem háskólamenntaðir hafa uppi í kjarasamningum sínum,“ segir Auður Anna Aradóttir sem leggur stund á lífeindafræði í Háskóla Íslands. Hún fer þó ekki varhluta af verkfallsaðgerðum lífeindafræðinga sem valda nokkurri truflun á námi hennar. „Þetta er náttúrlega alveg glatað. Það er ekkert gaman að vera nemi og vera í verkfalli.“ Helstu truflunina segir hún vera af því að geta ekki verið í vinnunni og í þeirri aðstöðu sem þarf hjá Landspítalanum til þess að hún geti unnið að sínum verkefnum. „Ég get til dæmis ekki verið með alls konar frumuvinnu sem ég ætti annars venjulega að geta verið með. En ég get setið heima og skrifað ritgerð,“ bætir hún við. Tíminn fari því ekki með öllu til spillis og hún stefni á útskrift í haust. „Maður reynir að gera það besta úr stöðunni og skilur að þarna er um að ræða skref sem þurfti að taka því það er ekkert mjög spennandi að vinna hjá ríkinu eftir langt nám, því launin eru rosalega lág. Ég skil því mjög vel að gripið sé til verkfallsvopnsins, þó það komi kannski ekki vel út fyrir mig akkúrat núna.“ Þá bendir Auður á að lág laun í faginu hafi svo sem ekki verið að hvetja fólk í nám. „Fólk er til dæmis nánast alveg hætt að skrá sig í nám í lífeindafræði og yfirvofandi skortur á lífeindafræðingum á spítölunum. Eins er það með hjúkrunarfræðingana. Þú ert kannski að leggja á þig fjögurra til fimm ára nám og færð í rauninni ekkert mikið meira fyrir það en ef þú myndir sleppa þessu alveg.“ Verkfall 2016 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Sjá meira
„Ég held að við nemendurnir höfum góðan skilning á þeim kröfum sem háskólamenntaðir hafa uppi í kjarasamningum sínum,“ segir Auður Anna Aradóttir sem leggur stund á lífeindafræði í Háskóla Íslands. Hún fer þó ekki varhluta af verkfallsaðgerðum lífeindafræðinga sem valda nokkurri truflun á námi hennar. „Þetta er náttúrlega alveg glatað. Það er ekkert gaman að vera nemi og vera í verkfalli.“ Helstu truflunina segir hún vera af því að geta ekki verið í vinnunni og í þeirri aðstöðu sem þarf hjá Landspítalanum til þess að hún geti unnið að sínum verkefnum. „Ég get til dæmis ekki verið með alls konar frumuvinnu sem ég ætti annars venjulega að geta verið með. En ég get setið heima og skrifað ritgerð,“ bætir hún við. Tíminn fari því ekki með öllu til spillis og hún stefni á útskrift í haust. „Maður reynir að gera það besta úr stöðunni og skilur að þarna er um að ræða skref sem þurfti að taka því það er ekkert mjög spennandi að vinna hjá ríkinu eftir langt nám, því launin eru rosalega lág. Ég skil því mjög vel að gripið sé til verkfallsvopnsins, þó það komi kannski ekki vel út fyrir mig akkúrat núna.“ Þá bendir Auður á að lág laun í faginu hafi svo sem ekki verið að hvetja fólk í nám. „Fólk er til dæmis nánast alveg hætt að skrá sig í nám í lífeindafræði og yfirvofandi skortur á lífeindafræðingum á spítölunum. Eins er það með hjúkrunarfræðingana. Þú ert kannski að leggja á þig fjögurra til fimm ára nám og færð í rauninni ekkert mikið meira fyrir það en ef þú myndir sleppa þessu alveg.“
Verkfall 2016 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Sjá meira