Vellíðunarinnspýting fyrir sumarið Kjartan Már Ómarsson skrifar 9. maí 2015 19:00 Bakk Kvikmyndir. Bakk. Leikstjórn: Davíð Óskar Ólafsson og Gunnar Hansson. Handrit: Gunnar Hansson. Aðalleikarar: Gunnar Hansson, Víkingur Kristjánsson og Saga Garðarsdóttir. Klipping:Valdís Óskarsdóttir. Myndataka: Árni Filippusson. Tónlist: Snorri Helgason. Búningar: Júlíanna Lára Steingrímsdóttir. Framleiðendur: Árni Filippusson og Davíð Óskar Ólafsson. Bakk segir söguna af smábæjarleikaranum og andhetjunni Gísla (Gunnar Hansson) sem flutti til Reykjavíkur til þess að gera garðinn frægan en hafði ekki erindi sem erfiði. Stöðu Gísla er miðlað til áhorfenda á einkar klókan máta strax í upphafi þar sem hann gengur skrautbúinn og sminkaður á svið Þjóðleikhússins. Það er epískt búningadrama á fjölunum en Gísli þarf að láta sér lynda að vera stunginn til bana nær samstundis og liggja sem lík það sem eftir lifir sýningar. Það er freistandi að hugsa sér þetta opnunaratriði sem myndlíkingu fyrir Gísla sem persónu og myndina í heild. Hann er í raun búinn að vera áður en hann byrjar og þarf svo að halda í sér grátinum meðan farsælli menn traðka á honum þar til tjöldin falla. Myndlíkingar verða vart kænlegri en þessi. Myndin hrekkur af stað án nokkurra málalenginga. Gísli er með allt niður um sig, búinn að missa vinnuna og konan kastar honum á dyr. Hann snýr aftur á heimaslóðir með skottið á milli lappanna en brosandi, því enginn vill játa fyrir þeim sem hann flúði að betur hefði verið heima setið. Í vanhugsaðri örvæntingu og að hluta til þess að sleppa undan langþreyttum föðurlegum ráðleggingum ákveður Gísli að bakka hringinn í kringum landið og upp frá því hefst hin mikla vegferð. Vegamyndir snúast iðulega um tvenns konar ferðalög. Annars vegar hið ytra þar sem land er lagt undir fót, en hins vegar þá innri ferð til þroska sem persónur ganga í gegnum. Eins er fólgin viss uppreisn í eðli vegamynda, því sá sem ekur burt segir skilið við gildi þess samfélags sem hann hverfur frá og gerist sjálfskipaður útlagi. Þrjár aðalpersónur myndarinnar deila allar þessum einkennum þar sem heita má að ferð hvers og eins sé leiðin til sjálfsuppgötvunar og sjálfsköpunar. Slík naflaskoðun gæti virkað hálfþurr á blaði en sú staðreynd að hún á sér stað í bakkgír sýnir fram á að hláturinn getur stytt stundir þótt hann lengi lífið. Gunnar Hansson sýnir mikla leikræna breidd, er allt í senn óþolandi, kvikindislegur, elskulegur, fyndinn og vekur samúð. Ég hef séð Gunnar spreyta sig víða, í sjónvarpi og á sviði en það kemst ekkert af því nálægt frammistöðu hans í Bakk. Víkingur Kristjánsson (Viðar), sem mér hefur nær undantekningarlaust þótt með betri kvikmyndaleikurum landsins, skilar hlutverki sínu á áreynslulausan en áhrifaríkan máta. Saga Garðarsdóttir (Blær), sem leikur hér í sinni fyrstu stóru kvikmynd, er sömuleiðis prýðileg þótt hún falli örlítið í skuggann af frammistöðu Gunnars og Víkings. Hlutverk þeirra þriggja vinna einstaklega vel saman sem er vafalaust vel skrifuðu handriti að þakka, þar sem virkni hverrar persónu og tilgangur er úthugsaður. Útkoman er óvænt, uppátækjasöm og fyndin á vitsmunalegan máta sem er að mínum dómi sjaldgæfur í íslenskri kvikmyndagerð. Vissri hrynjandi og dýnamík er viðhaldið alla myndina sem má hvort tveggja þakka kómísku tímaskyni leikstjóranna og listilegri klippingu sem var í höndum Valdísar Óskarsdóttur. Raunar voru allir tæknilegir þættir, myndataka, tónlist, hljóðvinnsla og búningar eins og best verður á kosið. Ég má einnig til með að segja að það var kærkomin tilbreyting að sjá íslenska kvikmynd sem er tekin upp á landsbyggðinni án þess að farið væri yfir strikið með þessu staðlaða náttúruklámi sem á best heima í ferðamannabæklingum. Að því sögðu er rétt að taka fram að Bakk er ekki hnökralaus. Hins vegar þarf einbeittan vilja áhorfanda til þess að laða þau atriði fram og þykir mér þau svo smávægileg að það kemur ekki að sök fyrir verkið í heild. Ég man ekki eftir að hafa skemmt mér jafn vel í bíó lengi og mæli hiklaust með henni fyrir þá sem vilja fá skammt af þrælfyndinni vellíðunarinnspýtingu fyrir sumarið.Niðurstaða: Bakk er þroskasaga sem sýnir að oft þurfi maður að fara fyrir ofan garð og neðan til að komast að því að það er blómið við bæjarvegginn sem maður þráir. Yfirborðslegir hlutir á borð við vinsældir eða frama geta heillað en þegar allt kemur til alls er það vinátta, fjölskylda og heilindi sem skipta máli. Gagnrýni Menning Tengdar fréttir Frumflutt á Vísi: Lag Snorra Helgasonar úr kvikmyndinni Bakk Snorri Helgason sér um tónlist myndarinnar Bakk sem frumsýnd verður 8. maí. 21. apríl 2015 16:16 Nánast alltaf hress, nautsterk en sveimhuga og skortir rýmisgreind Saga Garðarsdóttir var í nærmynd í Ísland í dag. 7. maí 2015 14:00 Ein frábær frumraun: „Ætlaði upphaflega að skrifa skemmtilegt hlutverk fyrir mig“ Íslenska kvikmyndin Bakk var frumsýnd í vikunni og má með sanni segja að tvíeykið Gunnar Hansson og Davíð Óskar Ólafsson svífi um á bleikum skýjum. 8. maí 2015 10:00 Frumsýnt á Vísi: Stikla úr kvikmyndinni Bakk Bakk, kvikmynd Gunnars Hanssonar, verður frumsýnd 8. maí næstkomandi. 13. apríl 2015 16:14 Mest lesið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Kvikmyndir. Bakk. Leikstjórn: Davíð Óskar Ólafsson og Gunnar Hansson. Handrit: Gunnar Hansson. Aðalleikarar: Gunnar Hansson, Víkingur Kristjánsson og Saga Garðarsdóttir. Klipping:Valdís Óskarsdóttir. Myndataka: Árni Filippusson. Tónlist: Snorri Helgason. Búningar: Júlíanna Lára Steingrímsdóttir. Framleiðendur: Árni Filippusson og Davíð Óskar Ólafsson. Bakk segir söguna af smábæjarleikaranum og andhetjunni Gísla (Gunnar Hansson) sem flutti til Reykjavíkur til þess að gera garðinn frægan en hafði ekki erindi sem erfiði. Stöðu Gísla er miðlað til áhorfenda á einkar klókan máta strax í upphafi þar sem hann gengur skrautbúinn og sminkaður á svið Þjóðleikhússins. Það er epískt búningadrama á fjölunum en Gísli þarf að láta sér lynda að vera stunginn til bana nær samstundis og liggja sem lík það sem eftir lifir sýningar. Það er freistandi að hugsa sér þetta opnunaratriði sem myndlíkingu fyrir Gísla sem persónu og myndina í heild. Hann er í raun búinn að vera áður en hann byrjar og þarf svo að halda í sér grátinum meðan farsælli menn traðka á honum þar til tjöldin falla. Myndlíkingar verða vart kænlegri en þessi. Myndin hrekkur af stað án nokkurra málalenginga. Gísli er með allt niður um sig, búinn að missa vinnuna og konan kastar honum á dyr. Hann snýr aftur á heimaslóðir með skottið á milli lappanna en brosandi, því enginn vill játa fyrir þeim sem hann flúði að betur hefði verið heima setið. Í vanhugsaðri örvæntingu og að hluta til þess að sleppa undan langþreyttum föðurlegum ráðleggingum ákveður Gísli að bakka hringinn í kringum landið og upp frá því hefst hin mikla vegferð. Vegamyndir snúast iðulega um tvenns konar ferðalög. Annars vegar hið ytra þar sem land er lagt undir fót, en hins vegar þá innri ferð til þroska sem persónur ganga í gegnum. Eins er fólgin viss uppreisn í eðli vegamynda, því sá sem ekur burt segir skilið við gildi þess samfélags sem hann hverfur frá og gerist sjálfskipaður útlagi. Þrjár aðalpersónur myndarinnar deila allar þessum einkennum þar sem heita má að ferð hvers og eins sé leiðin til sjálfsuppgötvunar og sjálfsköpunar. Slík naflaskoðun gæti virkað hálfþurr á blaði en sú staðreynd að hún á sér stað í bakkgír sýnir fram á að hláturinn getur stytt stundir þótt hann lengi lífið. Gunnar Hansson sýnir mikla leikræna breidd, er allt í senn óþolandi, kvikindislegur, elskulegur, fyndinn og vekur samúð. Ég hef séð Gunnar spreyta sig víða, í sjónvarpi og á sviði en það kemst ekkert af því nálægt frammistöðu hans í Bakk. Víkingur Kristjánsson (Viðar), sem mér hefur nær undantekningarlaust þótt með betri kvikmyndaleikurum landsins, skilar hlutverki sínu á áreynslulausan en áhrifaríkan máta. Saga Garðarsdóttir (Blær), sem leikur hér í sinni fyrstu stóru kvikmynd, er sömuleiðis prýðileg þótt hún falli örlítið í skuggann af frammistöðu Gunnars og Víkings. Hlutverk þeirra þriggja vinna einstaklega vel saman sem er vafalaust vel skrifuðu handriti að þakka, þar sem virkni hverrar persónu og tilgangur er úthugsaður. Útkoman er óvænt, uppátækjasöm og fyndin á vitsmunalegan máta sem er að mínum dómi sjaldgæfur í íslenskri kvikmyndagerð. Vissri hrynjandi og dýnamík er viðhaldið alla myndina sem má hvort tveggja þakka kómísku tímaskyni leikstjóranna og listilegri klippingu sem var í höndum Valdísar Óskarsdóttur. Raunar voru allir tæknilegir þættir, myndataka, tónlist, hljóðvinnsla og búningar eins og best verður á kosið. Ég má einnig til með að segja að það var kærkomin tilbreyting að sjá íslenska kvikmynd sem er tekin upp á landsbyggðinni án þess að farið væri yfir strikið með þessu staðlaða náttúruklámi sem á best heima í ferðamannabæklingum. Að því sögðu er rétt að taka fram að Bakk er ekki hnökralaus. Hins vegar þarf einbeittan vilja áhorfanda til þess að laða þau atriði fram og þykir mér þau svo smávægileg að það kemur ekki að sök fyrir verkið í heild. Ég man ekki eftir að hafa skemmt mér jafn vel í bíó lengi og mæli hiklaust með henni fyrir þá sem vilja fá skammt af þrælfyndinni vellíðunarinnspýtingu fyrir sumarið.Niðurstaða: Bakk er þroskasaga sem sýnir að oft þurfi maður að fara fyrir ofan garð og neðan til að komast að því að það er blómið við bæjarvegginn sem maður þráir. Yfirborðslegir hlutir á borð við vinsældir eða frama geta heillað en þegar allt kemur til alls er það vinátta, fjölskylda og heilindi sem skipta máli.
Gagnrýni Menning Tengdar fréttir Frumflutt á Vísi: Lag Snorra Helgasonar úr kvikmyndinni Bakk Snorri Helgason sér um tónlist myndarinnar Bakk sem frumsýnd verður 8. maí. 21. apríl 2015 16:16 Nánast alltaf hress, nautsterk en sveimhuga og skortir rýmisgreind Saga Garðarsdóttir var í nærmynd í Ísland í dag. 7. maí 2015 14:00 Ein frábær frumraun: „Ætlaði upphaflega að skrifa skemmtilegt hlutverk fyrir mig“ Íslenska kvikmyndin Bakk var frumsýnd í vikunni og má með sanni segja að tvíeykið Gunnar Hansson og Davíð Óskar Ólafsson svífi um á bleikum skýjum. 8. maí 2015 10:00 Frumsýnt á Vísi: Stikla úr kvikmyndinni Bakk Bakk, kvikmynd Gunnars Hanssonar, verður frumsýnd 8. maí næstkomandi. 13. apríl 2015 16:14 Mest lesið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Frumflutt á Vísi: Lag Snorra Helgasonar úr kvikmyndinni Bakk Snorri Helgason sér um tónlist myndarinnar Bakk sem frumsýnd verður 8. maí. 21. apríl 2015 16:16
Nánast alltaf hress, nautsterk en sveimhuga og skortir rýmisgreind Saga Garðarsdóttir var í nærmynd í Ísland í dag. 7. maí 2015 14:00
Ein frábær frumraun: „Ætlaði upphaflega að skrifa skemmtilegt hlutverk fyrir mig“ Íslenska kvikmyndin Bakk var frumsýnd í vikunni og má með sanni segja að tvíeykið Gunnar Hansson og Davíð Óskar Ólafsson svífi um á bleikum skýjum. 8. maí 2015 10:00
Frumsýnt á Vísi: Stikla úr kvikmyndinni Bakk Bakk, kvikmynd Gunnars Hanssonar, verður frumsýnd 8. maí næstkomandi. 13. apríl 2015 16:14