StopWaitGo-systir hannar kjólana og skartið 14. maí 2015 12:00 Sunna Dögg Ásgeirsdóttir, fatahönnuður „Við komum öll að þessu einhvern veginn,“ segir Sunna Dögg, sem gegnir hlutverki stílista í Eurovision-teymi Íslands í ár. Sunna hannaði sjálf alla skartgripina sem María mun skarta á sviðinu í Vín. „Ég valdi að hafa fiðrildi í aðalhlutverki, en ég tek mið af Maríu sjálfri og laginu,“ útskýrir Sunna og bætir við: „Bróðir minn teiknaði fiðrildið sem var á kjólnum hennar í undankeppninni og fannst mér kjörið að fara með það aðeins lengra, þar sem fiðrildið endurspeglar innihald textans nokkuð vel, það byrjar í púpu en springur svo út og verður svo fallegt og frjálst.“ Munu bakraddirnar einnig bera skartið og gerði Sunna sérstaka útgáfu fyrir þá Friðrik Dór og Ásgeir Örn, en það er svokallað póló. „Jón & Óskar smíðuðu skartið. Í framhaldinu þótti okkur borðleggjandi að láta gott af okkur leiða, svo almenningur getur keypt sér sitt eigið og rennur allur ágóði til Hugarafls, sem berst fyrir hagsmunum og mannréttindum fólks með geðröskun.“ Kjólarnir sem María kemur til með að klæðast á meðan á dvöl hennar stendur eru einnig hönnun Sunnu. „Ég hannaði alls fimm kjóla, og hjálpaði mamma mér mikið. Hún saumaði til dæmis hverja einustu pallíettu á kjólinn sem María klæðist þegar hún stígur á sviðið.“ Þau systkinin héldu utan í gær og mun svo þrjátíu manna hópur fjölskyldumeðlima mæta í næstu viku. Eurovision Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Fleiri fréttir Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Sjá meira
„Við komum öll að þessu einhvern veginn,“ segir Sunna Dögg, sem gegnir hlutverki stílista í Eurovision-teymi Íslands í ár. Sunna hannaði sjálf alla skartgripina sem María mun skarta á sviðinu í Vín. „Ég valdi að hafa fiðrildi í aðalhlutverki, en ég tek mið af Maríu sjálfri og laginu,“ útskýrir Sunna og bætir við: „Bróðir minn teiknaði fiðrildið sem var á kjólnum hennar í undankeppninni og fannst mér kjörið að fara með það aðeins lengra, þar sem fiðrildið endurspeglar innihald textans nokkuð vel, það byrjar í púpu en springur svo út og verður svo fallegt og frjálst.“ Munu bakraddirnar einnig bera skartið og gerði Sunna sérstaka útgáfu fyrir þá Friðrik Dór og Ásgeir Örn, en það er svokallað póló. „Jón & Óskar smíðuðu skartið. Í framhaldinu þótti okkur borðleggjandi að láta gott af okkur leiða, svo almenningur getur keypt sér sitt eigið og rennur allur ágóði til Hugarafls, sem berst fyrir hagsmunum og mannréttindum fólks með geðröskun.“ Kjólarnir sem María kemur til með að klæðast á meðan á dvöl hennar stendur eru einnig hönnun Sunnu. „Ég hannaði alls fimm kjóla, og hjálpaði mamma mér mikið. Hún saumaði til dæmis hverja einustu pallíettu á kjólinn sem María klæðist þegar hún stígur á sviðið.“ Þau systkinin héldu utan í gær og mun svo þrjátíu manna hópur fjölskyldumeðlima mæta í næstu viku.
Eurovision Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Fleiri fréttir Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Sjá meira