Jesús er áskorun Magnús Guðmundsson skrifar 15. maí 2015 11:30 Oddur Arnþór Jónsson fer með hlutverk Jesú Krists. Visir/Ernir Kór Langholtskirkju flytur Jóhannesarpassíuna eftir J. S. Bach í Langholtskirkju á sunnudaginn kl. 17. Kammersveit Langholtskirkju leikur með, konsertmeistari er Ari Þór Vilhjálmsson og stjórnandi Jón Stefánsson. Jóhannesarpassía Bach var frumflutt í Nikulásarkirkjunni í Leipzig árið 1724 og er ótvírætt á meðal höfuðverka tónlistarsögunnar. Einstakt þrekvirki sem nýtur stöðugrar aðdáunar tónlistarunnenda og er einstök áskorun í flutningi fyrir klassíska einsöngvara. Jóhannesarpassían byggir á Jóhannesarguðspjalli þar sem sagt er frá píslargöngu Jesú Krists. Með hlutverk Jesú og bassaaríurnar fer Oddur Arnþór Jónsson, en hann á að baki talsverða sögu sem söngvari innan Langholtskirkjukórsins. „Meðan ég var í Söngskólanum hér heima á sínum tíma þá fór ég í kórinn og söng með honum öll námsárin. Ætli það hafi ekki verið frá því um 2005 til 2009 eða allt þar til ég lauk burtfararprófi og hélt út í nám.“ Oddur Arnþór hélt til náms í hinni víðkunnu tónlistarborg Salzburg þar sem hann býr og starfar í dag ásamt eiginkonu sinni, Júlíu Pujol píanóleikara, og sonum þeirra tveimur, þeim Jón Oliver tveggja ára og Finyan Má fjögra mánaða. „Þessir strákar okkar eiga nú vart séns á öðru en að vera eitthvað í tónlist. Það er tónlist á heimilinu alla daga,“ segir Oddur Arnþór og brosir. „Tónlist er gríðarlega stór þáttur af daglegu lífi fólks í Salzburg, hvort sem er í skólakerfinu eða annars staðar og það er gaman að lifa og hrærast í þessum heimi tónlistarinnar. En svo er líka gaman að koma heim af og til og takast á við skemmtileg verkefni. Þessa dagana er ég bæði að æfa fyrir tónleikana á sunnudaginn og svo líka fyrir Peter Grimes á Listahátíð í næstu viku. Það er líka alveg magnað verk og gaman að vera þátttakandi í því. Þetta eru ólík verkefni en mér gengur ágætlega að samræma þetta enda var ég í bæði óperu og ljóðaóratoríu í náminu á sínum tíma. Svo er ég ekki frá því að maður sé einmitt í besta forminu þegar það er mikið að gera.“ Oddur Arnþór er baritón en hann bendir á að það voru ekki skrifuð hlutverk fyrir baritóna á þeim tíma þegar Bach skrifaði Jóhannesarpassíuna. „Jesús er bassahlutverk og það felur í sér ákveðna áskorun fyrir mig. Ég hef reyndar sungið þetta hlutverk áður, en það var í Mílanó á síðasta ári og það gekk nú bara vel. Þannig að þó svo að það séu átök að takast á við Jesú þá er ég bara fullur tilhlökkunar fyrir tónleikunum á sunnudaginn og vona að sem flestir komi.“ Einsöngvarar auk Odds Arnþórs verða Benedikt Kristjánsson guðspjallamaður og tenór. Úr röðum kórfélaga syngur Davíð Ólafsson hlutverk Pílatusar og bassaaríu, sópranarnir Sigríður Ásta Olgeirsdóttir og Solveig Óskarsdóttir og Silja Elsabet Brynjarsdóttir alt auk nokkurra kórfélaga sem fara með smærri hlutverk. Listahátíð í Reykjavík Menning Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Fleiri fréttir Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Sjá meira
Kór Langholtskirkju flytur Jóhannesarpassíuna eftir J. S. Bach í Langholtskirkju á sunnudaginn kl. 17. Kammersveit Langholtskirkju leikur með, konsertmeistari er Ari Þór Vilhjálmsson og stjórnandi Jón Stefánsson. Jóhannesarpassía Bach var frumflutt í Nikulásarkirkjunni í Leipzig árið 1724 og er ótvírætt á meðal höfuðverka tónlistarsögunnar. Einstakt þrekvirki sem nýtur stöðugrar aðdáunar tónlistarunnenda og er einstök áskorun í flutningi fyrir klassíska einsöngvara. Jóhannesarpassían byggir á Jóhannesarguðspjalli þar sem sagt er frá píslargöngu Jesú Krists. Með hlutverk Jesú og bassaaríurnar fer Oddur Arnþór Jónsson, en hann á að baki talsverða sögu sem söngvari innan Langholtskirkjukórsins. „Meðan ég var í Söngskólanum hér heima á sínum tíma þá fór ég í kórinn og söng með honum öll námsárin. Ætli það hafi ekki verið frá því um 2005 til 2009 eða allt þar til ég lauk burtfararprófi og hélt út í nám.“ Oddur Arnþór hélt til náms í hinni víðkunnu tónlistarborg Salzburg þar sem hann býr og starfar í dag ásamt eiginkonu sinni, Júlíu Pujol píanóleikara, og sonum þeirra tveimur, þeim Jón Oliver tveggja ára og Finyan Má fjögra mánaða. „Þessir strákar okkar eiga nú vart séns á öðru en að vera eitthvað í tónlist. Það er tónlist á heimilinu alla daga,“ segir Oddur Arnþór og brosir. „Tónlist er gríðarlega stór þáttur af daglegu lífi fólks í Salzburg, hvort sem er í skólakerfinu eða annars staðar og það er gaman að lifa og hrærast í þessum heimi tónlistarinnar. En svo er líka gaman að koma heim af og til og takast á við skemmtileg verkefni. Þessa dagana er ég bæði að æfa fyrir tónleikana á sunnudaginn og svo líka fyrir Peter Grimes á Listahátíð í næstu viku. Það er líka alveg magnað verk og gaman að vera þátttakandi í því. Þetta eru ólík verkefni en mér gengur ágætlega að samræma þetta enda var ég í bæði óperu og ljóðaóratoríu í náminu á sínum tíma. Svo er ég ekki frá því að maður sé einmitt í besta forminu þegar það er mikið að gera.“ Oddur Arnþór er baritón en hann bendir á að það voru ekki skrifuð hlutverk fyrir baritóna á þeim tíma þegar Bach skrifaði Jóhannesarpassíuna. „Jesús er bassahlutverk og það felur í sér ákveðna áskorun fyrir mig. Ég hef reyndar sungið þetta hlutverk áður, en það var í Mílanó á síðasta ári og það gekk nú bara vel. Þannig að þó svo að það séu átök að takast á við Jesú þá er ég bara fullur tilhlökkunar fyrir tónleikunum á sunnudaginn og vona að sem flestir komi.“ Einsöngvarar auk Odds Arnþórs verða Benedikt Kristjánsson guðspjallamaður og tenór. Úr röðum kórfélaga syngur Davíð Ólafsson hlutverk Pílatusar og bassaaríu, sópranarnir Sigríður Ásta Olgeirsdóttir og Solveig Óskarsdóttir og Silja Elsabet Brynjarsdóttir alt auk nokkurra kórfélaga sem fara með smærri hlutverk.
Listahátíð í Reykjavík Menning Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Fleiri fréttir Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Sjá meira