Land tukthúsanna Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 16. maí 2015 07:00 Hvergi sitja fleiri dæmdir sakamenn í fangelsi hlutfallslega en í Bandaríkjunum. Bandaríkjamenn eru nálægt fimm af hundraði mannkyns, þó lætur nærri að 25 prósent refsifanga í tukthúsum heimsins séu Bandaríkjamenn, sem þýðir að fimm sinnum fleiri Bandaríkjamenn þurfa að þola tukthúsvist en aðrir. Þeldökkir Bandaríkjamenn eru sjö sinnum líklegri til að lenda í fangelsi en hvítir landar þeirra. Þeir eru fjórtán prósent þjóðarinnar en um 40 af hundraði refsifanga. Mannréttindasamtök halda því fram, að þetta hlutfall endurspegli innbyggt misrétti, sem eigi sér langa sögu. Lögregla sæki harðar gagnvart þeldökkum og þeir fái þyngri dóma en hvítir. Þetta er ein undirrót þeirrar blóðugu úlfúðar, sem brotist hefur út í borgum Bandaríkjanna undanfarið, nú síðast í Baltimore. Þarna glittir í ljótustu hlið allsnægtasamfélagsins í vestri. Það er merkilegra sökum þess, að glæpum fækkar þar eins og í vestrænum ríkjum. Fólk er að vakna til vitundar um að eitthvað meira en lítið er bogið við sjálft kerfið. Tapað stríð gegn eiturlyfjum veldur miklu. Stór hluti refsifanga afplánar dóma fyrir minni háttar fíkniefnabrot. Vísbendingar eru um, að einkavæddur fangelsisiðnaður geri illt verra. Hann þjóni eigendum sínum frekar en almenningi. Tekjur fangelsanna aukast eftir því sem fleiri sitja bak við lás og slá. Fangelsisiðnaðurinn leggur grunsamlega mikið upp úr því, að ekki verði gefið eftir í stríðinu gegn fíkniefnum. Ætla mætti að glæpagengjum yxi ásmegin. Ofbeldisglæpir fá gríðarlega athygli, einkum í sjónvarpi. Fyrir vikið telja tæplega 70 prósent Bandaríkjamanna að glæpaöldur rísi hærra og hærra. Það er rangt. Glæpum fækkar ár frá ári. Í febrúar urðu þau tíðindi í New York fylki, að færri féllu fyrir morðingjahendi en nokkru sinni síðan skráning hófst. Álykta mætti, að þungar refsingar ættu drjúgan þátt í þessum umskiptum. Svo er ekki. Afbrotamenn forherðast í fangelsi og verða líklegri til að feta glæpabrautina að afplánun lokinni. Fælingarmáttur tukthúsvistar mun því vera lítill. Jákvæð þróun er frekar rakin til minni áfengisdrykkju ungs fólks, hækkandi meðalaldurs þjóðarinnar og færri freistinga á götum úti. Reiðufé, sem glæpamenn sóttu í áður, er nánast horfið af sjónarsviðinu. Inn í þetta fléttast vopnaburður lögreglu. Efasemdir um að lögreglumaður með byssu komi í veg fyrir glæpi, fá meiri hljómgrunn. Byssan kalli bara á aðra byssu og kyndi undir óhuggulegu vopnakapphlaupi á götunum. Í öðrum löndum, þar sem lögregla er óvopnuð, er þróunin á sömu lund. Glæpum fækkar, óháð vopnaburði lögreglu. Margt er vel gert í Bandaríkjunum. En þegar kemur að löggæslu, refsidómum og tukthúsum er fáar fyrirmyndir þangað að sækja. Það er beinlínis hrollvekjandi, að því skuli haldið fram með góðum rökum, að í siðuðu landi séu tukthús gróðalind, sem þjóni þröngum hagsmunum eigenda sinna – gegn hagsmunum heildarinnar. Talsmönnum lögreglu á Íslandi er vinsamlegast bent á að horfa annað en til Bandaríkjanna þegar fyrirmynda á sviði löggæslu er leitað. Hér búum við við það að fangar eru tiltölulega fáir og glæpir fátíðari en víðast hvar. Það er í sjálfu sér ekki margt sem kallar á róttækar breytingar. Ísland er þrátt fyrir allt friðsælt land. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Hvergi sitja fleiri dæmdir sakamenn í fangelsi hlutfallslega en í Bandaríkjunum. Bandaríkjamenn eru nálægt fimm af hundraði mannkyns, þó lætur nærri að 25 prósent refsifanga í tukthúsum heimsins séu Bandaríkjamenn, sem þýðir að fimm sinnum fleiri Bandaríkjamenn þurfa að þola tukthúsvist en aðrir. Þeldökkir Bandaríkjamenn eru sjö sinnum líklegri til að lenda í fangelsi en hvítir landar þeirra. Þeir eru fjórtán prósent þjóðarinnar en um 40 af hundraði refsifanga. Mannréttindasamtök halda því fram, að þetta hlutfall endurspegli innbyggt misrétti, sem eigi sér langa sögu. Lögregla sæki harðar gagnvart þeldökkum og þeir fái þyngri dóma en hvítir. Þetta er ein undirrót þeirrar blóðugu úlfúðar, sem brotist hefur út í borgum Bandaríkjanna undanfarið, nú síðast í Baltimore. Þarna glittir í ljótustu hlið allsnægtasamfélagsins í vestri. Það er merkilegra sökum þess, að glæpum fækkar þar eins og í vestrænum ríkjum. Fólk er að vakna til vitundar um að eitthvað meira en lítið er bogið við sjálft kerfið. Tapað stríð gegn eiturlyfjum veldur miklu. Stór hluti refsifanga afplánar dóma fyrir minni háttar fíkniefnabrot. Vísbendingar eru um, að einkavæddur fangelsisiðnaður geri illt verra. Hann þjóni eigendum sínum frekar en almenningi. Tekjur fangelsanna aukast eftir því sem fleiri sitja bak við lás og slá. Fangelsisiðnaðurinn leggur grunsamlega mikið upp úr því, að ekki verði gefið eftir í stríðinu gegn fíkniefnum. Ætla mætti að glæpagengjum yxi ásmegin. Ofbeldisglæpir fá gríðarlega athygli, einkum í sjónvarpi. Fyrir vikið telja tæplega 70 prósent Bandaríkjamanna að glæpaöldur rísi hærra og hærra. Það er rangt. Glæpum fækkar ár frá ári. Í febrúar urðu þau tíðindi í New York fylki, að færri féllu fyrir morðingjahendi en nokkru sinni síðan skráning hófst. Álykta mætti, að þungar refsingar ættu drjúgan þátt í þessum umskiptum. Svo er ekki. Afbrotamenn forherðast í fangelsi og verða líklegri til að feta glæpabrautina að afplánun lokinni. Fælingarmáttur tukthúsvistar mun því vera lítill. Jákvæð þróun er frekar rakin til minni áfengisdrykkju ungs fólks, hækkandi meðalaldurs þjóðarinnar og færri freistinga á götum úti. Reiðufé, sem glæpamenn sóttu í áður, er nánast horfið af sjónarsviðinu. Inn í þetta fléttast vopnaburður lögreglu. Efasemdir um að lögreglumaður með byssu komi í veg fyrir glæpi, fá meiri hljómgrunn. Byssan kalli bara á aðra byssu og kyndi undir óhuggulegu vopnakapphlaupi á götunum. Í öðrum löndum, þar sem lögregla er óvopnuð, er þróunin á sömu lund. Glæpum fækkar, óháð vopnaburði lögreglu. Margt er vel gert í Bandaríkjunum. En þegar kemur að löggæslu, refsidómum og tukthúsum er fáar fyrirmyndir þangað að sækja. Það er beinlínis hrollvekjandi, að því skuli haldið fram með góðum rökum, að í siðuðu landi séu tukthús gróðalind, sem þjóni þröngum hagsmunum eigenda sinna – gegn hagsmunum heildarinnar. Talsmönnum lögreglu á Íslandi er vinsamlegast bent á að horfa annað en til Bandaríkjanna þegar fyrirmynda á sviði löggæslu er leitað. Hér búum við við það að fangar eru tiltölulega fáir og glæpir fátíðari en víðast hvar. Það er í sjálfu sér ekki margt sem kallar á róttækar breytingar. Ísland er þrátt fyrir allt friðsælt land.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun