Ofgnótt af alls kyns dýrindum Sesselja G. Magnúsdóttir skrifar 16. maí 2015 10:30 Opnunarverk Listahátíðar í ár var dansverkið Svartar fjaðrir eftir Sigríði Soffíu Níelsdóttur. Mynd/HörðurSveinsson Svartar fjaðrir Listrænn stjórnandi / danshöfundur: Sigríður Soffía Níelsdóttir Dansarar/Leikendur: Atli Rafn Sigurðarson, Ásgeir Helgi Magnússon, Dóra Jóhannsdóttir, Hannes Egilsson, Lovísa Ósk Gunnarsdóttir, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Ingvar E. Sigurðsson, Oddur Júlíusson, Saga Garðarsdóttir og Sigríður Soffía Níelsdóttir. Tónlist: Jónas Sen og Valdimar Jóhannsson Búningar: Hildur Yeoman Leikmynd: Daníel Björnsson og Helgi Már Kristinsson Texti: Davíð Stefánsson frá Fagraskógi Opnunarverk Listahátíðar í ár var dansverkið Svartar fjaðrir eftir Sigríði Soffíu Níelsdóttur. Smart byrjun á hátíðinni verð ég að segja að hafa dansverk eftir unga íslenska konu. Í verkinu fjallar Sigríður Soffía um Davíð Stefánsson frá Fagraskógi, ljóðin hans og hann sem persónu. Um dansverk er að ræða en að vanda leikur Sigríður Soffía sér að því að þenja út listformið og ögra hugmyndum um mörk listgreina. Að þessu sinni með því að dansa ljóð og flytja ljóð með hreyfingu. Til fulltingis við sig hefur hún fengið eðallistamenn, dansara og leikara sem eins og í mörgum samtímadansverkum nýttu fagþekkingu sína í túlkun og tjáningu, auk þess að takast á við tjáningarleiðir listformsins. Eitthvað sem er vandmeðfarið en gekk oftast upp eins og í fallegum flutningi Atla Rafns leikara og Ásgeirs Helga dansara á ljóðinu Ofstjórn með hreyfingum og orðum. Samtímis því að vera flutningur á ljóðum Davíðs í orðum og hreyfingum er verkið tilraun til að draga upp mynd af skáldinu sjálfu. Til þess nýtir Sigríður Soffía hefðbundið frásagnarform en leikararnir Saga Garðarsdóttir og Oddur Júlíusson túlkuðu á skemmtilegan hátt samferðafólk Davíðs og sögðu sögur af honum. Í þessum innskotum var oft stutt í grínið sem náði vel til salarins en braut að sama skapi upp stemminguna. Svartar fjaðrir hófst með yndislegu atriði þar sem eitthvað sem við fyrstu sýn virtist vera svartur steinn sem lá í þokuslæðingi á sviðinu lifnaði við og hreyfðist um sviðið í ótrúlega fíngerðu og viðkvæmu flæði. Grípandi mynd sem gaf fyrirheit um hrífandi kvöld. Í kjölfarið fylgdi aftur á móti klisja, berleggjaðar konur í háhæluðum skóm sem reyna að tengjast kolsvartri verunni sem sló á væntingarnar. Samspil Lovísu Óskar og Hannesar (verunnar) var mjög fallegt í þessu atriði en ekki fleiri fáklæddar konur í háhæluðum skóm að reyna að þóknast karlmönnum í dansverk, takk. Í framhaldinu komu margir góðir kaflar bæði í ljóðaflutningi og frásögn eins og áðurnefndur flutningur á Ofstjórn, flutningur Ingvars E. Sigurðssonar á Moldin angar og ekki síður framsetning sama ljóðs í dansi og flutningur Odds á ölæðistexta frá Davíð sjálfum. Atriði sem hefði þó mátt vera blæbrigðameira. Fyrir utan upphafssenuna þá var það þó ekki fyrr en í lokin í túlkuninni á Að skýjabaki og Er árin færast yfir sem töfrarnir birtust á ný. Tjáning Lilju Guðrúnar og túlkun á þessum textum var mjög sterk og samspil listformanna, hreyfinganna, notkunar orða og söngs var hrífandi. Hvernig textanum var haldið lifandi í Að skýjabaki var fallegt og dúett Lilju Guðrúnar og Lovísu Óskar var ótrúlega flott gerður og áhrifaríkur. Útlit og umgjörð sýningarinnar gekk mjög vel upp. Notkunin á svarta og hvíta litnum rímaði vel við hugmyndir Davíðs sjálfs um að það væru hans litir en undirrituð saknaði þess að rauði liturinn fengi líka sinn sess í takt við orð skáldsins, „að kvæði mín eru blóð af mínu blóði…“ Búningarnir komu ágætlega út í heildina og tónlistin/hljóðheimurinn var mjög flottur, fjölbreyttur og fullur af stemmingu. Í heild var sýningin tæknilega vel útfærð og allir þátttakendur stóðu sig með prýði en það vantaði upp á listræna útfærslu og leikstjórn. Það var verið að gera of margt í einu þannig að verkið var of langt og brotakennt og skildi því ekki eins mikið eftir sig og efni stóðu til.Niðurstaða: Stórhuga verk stútfullt af góðu efni en þarfnaðist slípunar og fágunar. Gagnrýni Menning Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Svartar fjaðrir Listrænn stjórnandi / danshöfundur: Sigríður Soffía Níelsdóttir Dansarar/Leikendur: Atli Rafn Sigurðarson, Ásgeir Helgi Magnússon, Dóra Jóhannsdóttir, Hannes Egilsson, Lovísa Ósk Gunnarsdóttir, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Ingvar E. Sigurðsson, Oddur Júlíusson, Saga Garðarsdóttir og Sigríður Soffía Níelsdóttir. Tónlist: Jónas Sen og Valdimar Jóhannsson Búningar: Hildur Yeoman Leikmynd: Daníel Björnsson og Helgi Már Kristinsson Texti: Davíð Stefánsson frá Fagraskógi Opnunarverk Listahátíðar í ár var dansverkið Svartar fjaðrir eftir Sigríði Soffíu Níelsdóttur. Smart byrjun á hátíðinni verð ég að segja að hafa dansverk eftir unga íslenska konu. Í verkinu fjallar Sigríður Soffía um Davíð Stefánsson frá Fagraskógi, ljóðin hans og hann sem persónu. Um dansverk er að ræða en að vanda leikur Sigríður Soffía sér að því að þenja út listformið og ögra hugmyndum um mörk listgreina. Að þessu sinni með því að dansa ljóð og flytja ljóð með hreyfingu. Til fulltingis við sig hefur hún fengið eðallistamenn, dansara og leikara sem eins og í mörgum samtímadansverkum nýttu fagþekkingu sína í túlkun og tjáningu, auk þess að takast á við tjáningarleiðir listformsins. Eitthvað sem er vandmeðfarið en gekk oftast upp eins og í fallegum flutningi Atla Rafns leikara og Ásgeirs Helga dansara á ljóðinu Ofstjórn með hreyfingum og orðum. Samtímis því að vera flutningur á ljóðum Davíðs í orðum og hreyfingum er verkið tilraun til að draga upp mynd af skáldinu sjálfu. Til þess nýtir Sigríður Soffía hefðbundið frásagnarform en leikararnir Saga Garðarsdóttir og Oddur Júlíusson túlkuðu á skemmtilegan hátt samferðafólk Davíðs og sögðu sögur af honum. Í þessum innskotum var oft stutt í grínið sem náði vel til salarins en braut að sama skapi upp stemminguna. Svartar fjaðrir hófst með yndislegu atriði þar sem eitthvað sem við fyrstu sýn virtist vera svartur steinn sem lá í þokuslæðingi á sviðinu lifnaði við og hreyfðist um sviðið í ótrúlega fíngerðu og viðkvæmu flæði. Grípandi mynd sem gaf fyrirheit um hrífandi kvöld. Í kjölfarið fylgdi aftur á móti klisja, berleggjaðar konur í háhæluðum skóm sem reyna að tengjast kolsvartri verunni sem sló á væntingarnar. Samspil Lovísu Óskar og Hannesar (verunnar) var mjög fallegt í þessu atriði en ekki fleiri fáklæddar konur í háhæluðum skóm að reyna að þóknast karlmönnum í dansverk, takk. Í framhaldinu komu margir góðir kaflar bæði í ljóðaflutningi og frásögn eins og áðurnefndur flutningur á Ofstjórn, flutningur Ingvars E. Sigurðssonar á Moldin angar og ekki síður framsetning sama ljóðs í dansi og flutningur Odds á ölæðistexta frá Davíð sjálfum. Atriði sem hefði þó mátt vera blæbrigðameira. Fyrir utan upphafssenuna þá var það þó ekki fyrr en í lokin í túlkuninni á Að skýjabaki og Er árin færast yfir sem töfrarnir birtust á ný. Tjáning Lilju Guðrúnar og túlkun á þessum textum var mjög sterk og samspil listformanna, hreyfinganna, notkunar orða og söngs var hrífandi. Hvernig textanum var haldið lifandi í Að skýjabaki var fallegt og dúett Lilju Guðrúnar og Lovísu Óskar var ótrúlega flott gerður og áhrifaríkur. Útlit og umgjörð sýningarinnar gekk mjög vel upp. Notkunin á svarta og hvíta litnum rímaði vel við hugmyndir Davíðs sjálfs um að það væru hans litir en undirrituð saknaði þess að rauði liturinn fengi líka sinn sess í takt við orð skáldsins, „að kvæði mín eru blóð af mínu blóði…“ Búningarnir komu ágætlega út í heildina og tónlistin/hljóðheimurinn var mjög flottur, fjölbreyttur og fullur af stemmingu. Í heild var sýningin tæknilega vel útfærð og allir þátttakendur stóðu sig með prýði en það vantaði upp á listræna útfærslu og leikstjórn. Það var verið að gera of margt í einu þannig að verkið var of langt og brotakennt og skildi því ekki eins mikið eftir sig og efni stóðu til.Niðurstaða: Stórhuga verk stútfullt af góðu efni en þarfnaðist slípunar og fágunar.
Gagnrýni Menning Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira