Tökum stolt úr jöfnunni Bergur Ebbi skrifar 18. maí 2015 00:00 Það getur verið erfitt að ráða við sært stolt. Það er til dæmis landlægt vandamál hvað eigi að gera við fyrrverandi stjórnmálamenn. Þeir sem deildu og drottnuðu geta ekki bara hangið í heitum pottum allan daginn. Það þarf að koma þeim fyrir, setja þá í sendiherrastöður eða að minnsta kosti einhverja puntstjórnunarstöðu. Það á ekki að vera launungarmál að sært stolt hindrar baráttu fyrir kvenréttindum. Viðurkennum bara staðreyndirnar. Karlmenn réðu öllu – í stjórnmálum, viðskiptum, hernaði, listum – og þeim tíma er sem betur fer að ljúka og það er engin ástæða fyrir því að jafnrétti skuli ekki náð hratt og örugglega. Það eina sem stendur í vegi er þetta fjárans stolt sem allir þurfa að labba á eggjaskurn í kringum. Þurfum við 300 ára buffer-tímabil þar sem karlkynið (eða sá helmingur sem víkur fyrir konunum) er uppdubbað í sendiherrastöður til að halda stoltinu? Stolt er ein af dauðasyndunum sjö í kristinni trú – og það er engin tilviljun eða mannvonska sem liggur að baki þeirra þúsunda ára gömlu speki. Raunar er stoltið yfirleitt talið rót allra annarra synda og ónota – undirstaða græðgi, drambs og öfundar og að lokum ástæða styrjalda, óöryggis og sundurlyndis. Um þetta hafa verið skrifuð nokkur bókasöfn af djúpum teólógískum texta og óþarfi að ræða það neitt frekar á hversdagslegan hátt. Ég segi. Tökum stolt alveg úr jöfnunni. Hættum að taka tillit til særðs stolts karla. Það þýðir líka að kvenréttindabarátta á ekki heldur að snúast um að karlmenn eigi að vera stoltir af konum. Síðast þegar ég skrifaði um jafnréttismál eyddi ég miklu púðri í að tala um hvað ég væri stoltur af konum. En nú sé ég að mitt stolt er bara til trafala. Það þarf enginn að halda stolti eða færa stoltið yfir á eitthvað annað. Stolt er bara fyrir í þessu samhengi. Ef við höldum þessu stolt-rugli áfram þá verður jafnrétti náð eftir 300 ár. Við höfum margt þarfara við tímann að gera. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergur Ebbi Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Það getur verið erfitt að ráða við sært stolt. Það er til dæmis landlægt vandamál hvað eigi að gera við fyrrverandi stjórnmálamenn. Þeir sem deildu og drottnuðu geta ekki bara hangið í heitum pottum allan daginn. Það þarf að koma þeim fyrir, setja þá í sendiherrastöður eða að minnsta kosti einhverja puntstjórnunarstöðu. Það á ekki að vera launungarmál að sært stolt hindrar baráttu fyrir kvenréttindum. Viðurkennum bara staðreyndirnar. Karlmenn réðu öllu – í stjórnmálum, viðskiptum, hernaði, listum – og þeim tíma er sem betur fer að ljúka og það er engin ástæða fyrir því að jafnrétti skuli ekki náð hratt og örugglega. Það eina sem stendur í vegi er þetta fjárans stolt sem allir þurfa að labba á eggjaskurn í kringum. Þurfum við 300 ára buffer-tímabil þar sem karlkynið (eða sá helmingur sem víkur fyrir konunum) er uppdubbað í sendiherrastöður til að halda stoltinu? Stolt er ein af dauðasyndunum sjö í kristinni trú – og það er engin tilviljun eða mannvonska sem liggur að baki þeirra þúsunda ára gömlu speki. Raunar er stoltið yfirleitt talið rót allra annarra synda og ónota – undirstaða græðgi, drambs og öfundar og að lokum ástæða styrjalda, óöryggis og sundurlyndis. Um þetta hafa verið skrifuð nokkur bókasöfn af djúpum teólógískum texta og óþarfi að ræða það neitt frekar á hversdagslegan hátt. Ég segi. Tökum stolt alveg úr jöfnunni. Hættum að taka tillit til særðs stolts karla. Það þýðir líka að kvenréttindabarátta á ekki heldur að snúast um að karlmenn eigi að vera stoltir af konum. Síðast þegar ég skrifaði um jafnréttismál eyddi ég miklu púðri í að tala um hvað ég væri stoltur af konum. En nú sé ég að mitt stolt er bara til trafala. Það þarf enginn að halda stolti eða færa stoltið yfir á eitthvað annað. Stolt er bara fyrir í þessu samhengi. Ef við höldum þessu stolt-rugli áfram þá verður jafnrétti náð eftir 300 ár. Við höfum margt þarfara við tímann að gera.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar