Tökum stolt úr jöfnunni Bergur Ebbi skrifar 18. maí 2015 00:00 Það getur verið erfitt að ráða við sært stolt. Það er til dæmis landlægt vandamál hvað eigi að gera við fyrrverandi stjórnmálamenn. Þeir sem deildu og drottnuðu geta ekki bara hangið í heitum pottum allan daginn. Það þarf að koma þeim fyrir, setja þá í sendiherrastöður eða að minnsta kosti einhverja puntstjórnunarstöðu. Það á ekki að vera launungarmál að sært stolt hindrar baráttu fyrir kvenréttindum. Viðurkennum bara staðreyndirnar. Karlmenn réðu öllu – í stjórnmálum, viðskiptum, hernaði, listum – og þeim tíma er sem betur fer að ljúka og það er engin ástæða fyrir því að jafnrétti skuli ekki náð hratt og örugglega. Það eina sem stendur í vegi er þetta fjárans stolt sem allir þurfa að labba á eggjaskurn í kringum. Þurfum við 300 ára buffer-tímabil þar sem karlkynið (eða sá helmingur sem víkur fyrir konunum) er uppdubbað í sendiherrastöður til að halda stoltinu? Stolt er ein af dauðasyndunum sjö í kristinni trú – og það er engin tilviljun eða mannvonska sem liggur að baki þeirra þúsunda ára gömlu speki. Raunar er stoltið yfirleitt talið rót allra annarra synda og ónota – undirstaða græðgi, drambs og öfundar og að lokum ástæða styrjalda, óöryggis og sundurlyndis. Um þetta hafa verið skrifuð nokkur bókasöfn af djúpum teólógískum texta og óþarfi að ræða það neitt frekar á hversdagslegan hátt. Ég segi. Tökum stolt alveg úr jöfnunni. Hættum að taka tillit til særðs stolts karla. Það þýðir líka að kvenréttindabarátta á ekki heldur að snúast um að karlmenn eigi að vera stoltir af konum. Síðast þegar ég skrifaði um jafnréttismál eyddi ég miklu púðri í að tala um hvað ég væri stoltur af konum. En nú sé ég að mitt stolt er bara til trafala. Það þarf enginn að halda stolti eða færa stoltið yfir á eitthvað annað. Stolt er bara fyrir í þessu samhengi. Ef við höldum þessu stolt-rugli áfram þá verður jafnrétti náð eftir 300 ár. Við höfum margt þarfara við tímann að gera. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergur Ebbi Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Það getur verið erfitt að ráða við sært stolt. Það er til dæmis landlægt vandamál hvað eigi að gera við fyrrverandi stjórnmálamenn. Þeir sem deildu og drottnuðu geta ekki bara hangið í heitum pottum allan daginn. Það þarf að koma þeim fyrir, setja þá í sendiherrastöður eða að minnsta kosti einhverja puntstjórnunarstöðu. Það á ekki að vera launungarmál að sært stolt hindrar baráttu fyrir kvenréttindum. Viðurkennum bara staðreyndirnar. Karlmenn réðu öllu – í stjórnmálum, viðskiptum, hernaði, listum – og þeim tíma er sem betur fer að ljúka og það er engin ástæða fyrir því að jafnrétti skuli ekki náð hratt og örugglega. Það eina sem stendur í vegi er þetta fjárans stolt sem allir þurfa að labba á eggjaskurn í kringum. Þurfum við 300 ára buffer-tímabil þar sem karlkynið (eða sá helmingur sem víkur fyrir konunum) er uppdubbað í sendiherrastöður til að halda stoltinu? Stolt er ein af dauðasyndunum sjö í kristinni trú – og það er engin tilviljun eða mannvonska sem liggur að baki þeirra þúsunda ára gömlu speki. Raunar er stoltið yfirleitt talið rót allra annarra synda og ónota – undirstaða græðgi, drambs og öfundar og að lokum ástæða styrjalda, óöryggis og sundurlyndis. Um þetta hafa verið skrifuð nokkur bókasöfn af djúpum teólógískum texta og óþarfi að ræða það neitt frekar á hversdagslegan hátt. Ég segi. Tökum stolt alveg úr jöfnunni. Hættum að taka tillit til særðs stolts karla. Það þýðir líka að kvenréttindabarátta á ekki heldur að snúast um að karlmenn eigi að vera stoltir af konum. Síðast þegar ég skrifaði um jafnréttismál eyddi ég miklu púðri í að tala um hvað ég væri stoltur af konum. En nú sé ég að mitt stolt er bara til trafala. Það þarf enginn að halda stolti eða færa stoltið yfir á eitthvað annað. Stolt er bara fyrir í þessu samhengi. Ef við höldum þessu stolt-rugli áfram þá verður jafnrétti náð eftir 300 ár. Við höfum margt þarfara við tímann að gera.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar