„Líf mitt er á krossgötum í augnablikinu“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. maí 2015 12:00 María segist finna fyrir mikilli ábyrgðartilfinningu. vísir/eurovisiontv Hin 22 ára María Ólafsdóttir er fulltrúi okkar Íslendinga í Eurovision í ár. Hún lýsir sjálfri sér sem rólegri, feiminni og hlédrægri stúlku sem njóti sín best á sviði. Söngur er hennar líf og yndi og hún segist vart geta beðið eftir að fá að syngja fyrir alþjóð. Hana hefur dreymt um að fá tækifæri til að taka þátt í keppninni frá því hún var sex ára gömul. Tilfinningin sem fylgdi því að stíga á sviðið í fyrsta sinn hafi því verið mjög sérstök. María bjó fyrstu ár ævi sinnar á Blönduósi en sjö ára gömul flutti hún í Mosfellsbæ. Hún gekk í Verzlunarskólann og þaðan lá leið hennar í Kennaraháskóla Íslands. Hún tók sér frí frá kennaranáminu vegna keppninnar og hefur enn ekki ákveðið hvort náminu verði fram haldið. „Líf mitt er á krossgötum í augnablikinu og ég ætla að taka mér góðan tíma eftir þetta ævintýri til að ákveða mig með framhaldið. Þetta hefur allt verið svo óvænt og ég get í augnablikinu ekki hugsað lengra en Eurovision,“ segir María. Hún bætir við að keppnin hafi þegar opnað henni fjölmargar dyr og vonast til að fá fleiri tækifæri til að syngja og leika en hún hefur látið töluvert að sér kveða í leikhúsum undanfarin ár.Íslenski Eurovision-hópurinn áður en hann hélt til Vínarborgar.vísir/gvaLítið einkalíf María segir lífið hafa breyst á örskotsstundu eftir sigurinn í Söngvakeppni sjónvarpsins. „Mitt persónulega líf hefur breyst þar sem allt í einu þekkja mig allir og ég ræð mér ekki alveg sjálf lengur. Ég fór úr því að lifa mjög miklu einkalífi yfir í að allt í einu vita allir allt um mann. Svo ég þarf að hafa fyrir því að halda persónulegum hlutum fyrir mig. Mjög margir hafa skoðanir á því sem ég er að gera,“ segir hún. María segir það þó ekki einungis bundið við Ísland því úti í Vín virðast flestir kannast við hana. „Hér úti eru allir að mynda mann og með útprentaðar myndir af mér hvar sem ég kem. Þetta er skrítið en vonandi venst ég því.“ Hún segist jafnframt finna fyrir mikilli ábyrgðartilfinningu og finnst mikilvægt að vera góð fyrirmynd. „Börn herma mjög mikið eftir þekktu fólki, eins og ég sjálf hermdi mikið eftir Birgittu Haukdal á sínum tíma. Þess vegna skiptir miklu máli hvernig fólk eins og ég hagar sér og kemur fram við annað fólk.“ María og Gunnar Leó kynntust nýlega. Þau eru bæði í tónlist og spila mikið saman að sögn Maríu. Gunnar Leó verður með Maríu í Vínarborg.Blaðamennirnir ágengir Dagskrá Maríu í Vínarborg er þaulskipulögð frá morgni til kvölds. Dagurinn er tekinn snemma og honum lýkur seint. Hún hefur því lítinn tíma fyrir sjálfa sig. Sem dæmi má nefna að hún gleymdi að borða fyrir fyrstu æfinguna á stóra sviðinu og endaði í blóðsykursfalli. Öllum blaðamannaviðtölum þurfti því að aflýsa þann dag. „Þegar ég kom út og sá hvað allt er stórt og hvað blaðamennirnir eru aggressívir þá fékk ég smá sjokk,“ segir hún. Nýfundin ást María segist hafa orðið vör við gagnrýni en lætur það lítið á sig fá. Hún sé með fagfólk allt í kringum sig sem gefi henni góð ráð. Það hafi gagnast henni mikið. Fjölskylda hennar standi einnig þétt við bakið á henni. Þá verður kærasti hennar henni einnig til halds og trausts. Honum kynntist hún nýverið en það er Gunnar Leó Pálsson trommari. „Við spilum stundum saman og stefnum að því að gera meira,“ segir hún. Tilhlökkunin er mikil að sögn Maríu því gamall draumur er að rætast. „Mig hefur dreymt um að standa á þessu stóra sviði síðan ég sá Selmu árið 1999, þegar ég var sex ára. Það var því mjög sérstök tilfinning að standa á sviðinu á æfingu.“ Hún vonast til að fá að kynnast öðrum listamönnum í keppninni og segist ætla að nýta þetta stóra tækifæri sem best. „Einnig ætla ég að njóta mín á sviðinu því þetta er tækifæri sem ég mun geyma sem minningu um alla ævi,“ segir hún, glöð í bragði. Eurovision Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Sjá meira
Hin 22 ára María Ólafsdóttir er fulltrúi okkar Íslendinga í Eurovision í ár. Hún lýsir sjálfri sér sem rólegri, feiminni og hlédrægri stúlku sem njóti sín best á sviði. Söngur er hennar líf og yndi og hún segist vart geta beðið eftir að fá að syngja fyrir alþjóð. Hana hefur dreymt um að fá tækifæri til að taka þátt í keppninni frá því hún var sex ára gömul. Tilfinningin sem fylgdi því að stíga á sviðið í fyrsta sinn hafi því verið mjög sérstök. María bjó fyrstu ár ævi sinnar á Blönduósi en sjö ára gömul flutti hún í Mosfellsbæ. Hún gekk í Verzlunarskólann og þaðan lá leið hennar í Kennaraháskóla Íslands. Hún tók sér frí frá kennaranáminu vegna keppninnar og hefur enn ekki ákveðið hvort náminu verði fram haldið. „Líf mitt er á krossgötum í augnablikinu og ég ætla að taka mér góðan tíma eftir þetta ævintýri til að ákveða mig með framhaldið. Þetta hefur allt verið svo óvænt og ég get í augnablikinu ekki hugsað lengra en Eurovision,“ segir María. Hún bætir við að keppnin hafi þegar opnað henni fjölmargar dyr og vonast til að fá fleiri tækifæri til að syngja og leika en hún hefur látið töluvert að sér kveða í leikhúsum undanfarin ár.Íslenski Eurovision-hópurinn áður en hann hélt til Vínarborgar.vísir/gvaLítið einkalíf María segir lífið hafa breyst á örskotsstundu eftir sigurinn í Söngvakeppni sjónvarpsins. „Mitt persónulega líf hefur breyst þar sem allt í einu þekkja mig allir og ég ræð mér ekki alveg sjálf lengur. Ég fór úr því að lifa mjög miklu einkalífi yfir í að allt í einu vita allir allt um mann. Svo ég þarf að hafa fyrir því að halda persónulegum hlutum fyrir mig. Mjög margir hafa skoðanir á því sem ég er að gera,“ segir hún. María segir það þó ekki einungis bundið við Ísland því úti í Vín virðast flestir kannast við hana. „Hér úti eru allir að mynda mann og með útprentaðar myndir af mér hvar sem ég kem. Þetta er skrítið en vonandi venst ég því.“ Hún segist jafnframt finna fyrir mikilli ábyrgðartilfinningu og finnst mikilvægt að vera góð fyrirmynd. „Börn herma mjög mikið eftir þekktu fólki, eins og ég sjálf hermdi mikið eftir Birgittu Haukdal á sínum tíma. Þess vegna skiptir miklu máli hvernig fólk eins og ég hagar sér og kemur fram við annað fólk.“ María og Gunnar Leó kynntust nýlega. Þau eru bæði í tónlist og spila mikið saman að sögn Maríu. Gunnar Leó verður með Maríu í Vínarborg.Blaðamennirnir ágengir Dagskrá Maríu í Vínarborg er þaulskipulögð frá morgni til kvölds. Dagurinn er tekinn snemma og honum lýkur seint. Hún hefur því lítinn tíma fyrir sjálfa sig. Sem dæmi má nefna að hún gleymdi að borða fyrir fyrstu æfinguna á stóra sviðinu og endaði í blóðsykursfalli. Öllum blaðamannaviðtölum þurfti því að aflýsa þann dag. „Þegar ég kom út og sá hvað allt er stórt og hvað blaðamennirnir eru aggressívir þá fékk ég smá sjokk,“ segir hún. Nýfundin ást María segist hafa orðið vör við gagnrýni en lætur það lítið á sig fá. Hún sé með fagfólk allt í kringum sig sem gefi henni góð ráð. Það hafi gagnast henni mikið. Fjölskylda hennar standi einnig þétt við bakið á henni. Þá verður kærasti hennar henni einnig til halds og trausts. Honum kynntist hún nýverið en það er Gunnar Leó Pálsson trommari. „Við spilum stundum saman og stefnum að því að gera meira,“ segir hún. Tilhlökkunin er mikil að sögn Maríu því gamall draumur er að rætast. „Mig hefur dreymt um að standa á þessu stóra sviði síðan ég sá Selmu árið 1999, þegar ég var sex ára. Það var því mjög sérstök tilfinning að standa á sviðinu á æfingu.“ Hún vonast til að fá að kynnast öðrum listamönnum í keppninni og segist ætla að nýta þetta stóra tækifæri sem best. „Einnig ætla ég að njóta mín á sviðinu því þetta er tækifæri sem ég mun geyma sem minningu um alla ævi,“ segir hún, glöð í bragði.
Eurovision Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Sjá meira