Lífið

Með einlægnina að leiðarljósi

Sunna Karen sigurþórsdóttir skrifar
„Þetta er tækifæri og áskorun fyrir hana að takast á við. Mér líst ljómandi vel á þetta og bara orðin spennt,“ segir Anna, mamma Maríu.
„Þetta er tækifæri og áskorun fyrir hana að takast á við. Mér líst ljómandi vel á þetta og bara orðin spennt,“ segir Anna, mamma Maríu. vísir/vilhelm
„Við höfum alltaf lagt upp með það á þessu heimili að leggja okkur fram og gera okkar besta og sættum okkur svo við hverju það skilar. María hefur alltaf haft gaman af leiklist, söng og dansi og maður áttaði sig fljótt á því hversu fær og hæfileikarík hún væri. Þetta er hennar áhugamál og bara lífið hennar,“ segir Anna Hjálmarsdóttir, móðir Maríu.

Anna segist ekki ætla að gera sér neinar væntingar og ætlar þess í stað að fylgjast stolt með á hliðarlínunni og njóta. „Þetta er tækifæri og áskorun fyrir hana að takast á við. Mér líst ljómandi vel á þetta og bara orðin spennt,“ segir hún og bætir við að hún hafi fulla trú á dóttur sinni. María verði sem áður með einlægnina að leiðarljósi.

„Hún er svo góð manneskja og er jafnfalleg að utan og innan en það eru ekki allir sem hafa það. Hún kemur til dyranna eins og hún er klædd og það er þessi einlægni og heiðarleiki sem María hefur til að bera sem ég held að muni skila henni miklu,“ segir Anna, en hún og nánasta fjölskylda eru nú stödd í Vín með Maríu.



Hvaða Eurovision-lög eru best þetta árið? Taktu þátt í könnun Vísis hér.


Tengdar fréttir

„Líf mitt er á krossgötum í augnablikinu“

„Ég fór úr því að lifa mjög miklu einkalífi yfir í að allt í einu vita allir allt um mann. Svo ég þarf að hafa fyrir því að halda persónulegum hlutum fyrir mig,“ segir María Ólafsdóttir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×