Illa fyrirkallaðir almannaþjónar Frosti Logason skrifar 21. maí 2015 07:00 Myndbandið af geðstirðu leðurmótorhjólalöggunni sem birtist á Facebook í vikunni vakti hjá mér margs konar hugrenningatengsl. Margir gagnrýndu framferðið enda þykja umrædd vinnubrögð ekki vera lögreglunni til sóma. Atburðurinn minnti mig á atvik sem ég lenti í skömmu eftir að ég fékk bílpróf og þeystist um götur Reykjavíkur, óslípaður og reynslulaus. Ég var að keyra niður Ártúnsbrekkuna þegar ég sá skrýtinn lögreglubíl aka samhliða mér og ökumaður hans gaf mér merki um að ég ætti að nema staðar. Um var að ræða VW Caddy lögreglubíl með einungis tveimur sætum og svona hundahúsi að aftan. Lögregluhundur í umferðareftirliti. Þegar ég hafði lagt bílnum kom lögregluþjónninn að mér í miklu uppnámi. Ég tók eftir að yfir bláu lögregluskyrtunni klæddist hann flíspeysu og ég sá ekki betur en hún væri merkt raftækjaversluninni Elko. Þegar ég skrúfaði niður rúðuna frussaði maðurinn yfir mig spurningunni hvort ég vissi á hvaða hraða ég æki þarna í brekkunni. Því næst öskraði hann að þetta væri örugglega kolólöglegur hraði þar sem hann hefði sjálfur verið á hámarkshraða en samt ekki náð að halda í við mig. Hann tók niður nafn, kennitölu og símanúmer og sagðist ætla að fara með sinn bíl niður á Reykjavíkurflugvöll þar sem hann yrði mældur í sérstökum flugmæli. Þannig kæmist hann að því hversu hratt ég hefði ekið og mér yrði svo send viðeigandi sekt eftir því. Allt mjög eðlilegt eða þannig. Ég heyrði aldrei neitt frá lögregluembættinu og ég fékk enga sekt vegna málsins. Ég áttaði mig á því að þarna hefði sennilega verið um að ræða samviskusaman löggæslumann á frívakt sem hefði tekið málin í sínar hendur þegar honum misbauð framferði ungs ökumanns á götum borgarinnar. Það var allt í senn traustvekjandi og óhugnanleg tilhugsun. Þakklátastur var ég þó fyrir að hann skyldi hreinlega ekki æla yfir mig eins og virðist vera orðin lenska hjá kjörnum fulltrúum á Alþingi í dag. Sennilega hefði enginn verið bættari eftir það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Frosti Logason Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór
Myndbandið af geðstirðu leðurmótorhjólalöggunni sem birtist á Facebook í vikunni vakti hjá mér margs konar hugrenningatengsl. Margir gagnrýndu framferðið enda þykja umrædd vinnubrögð ekki vera lögreglunni til sóma. Atburðurinn minnti mig á atvik sem ég lenti í skömmu eftir að ég fékk bílpróf og þeystist um götur Reykjavíkur, óslípaður og reynslulaus. Ég var að keyra niður Ártúnsbrekkuna þegar ég sá skrýtinn lögreglubíl aka samhliða mér og ökumaður hans gaf mér merki um að ég ætti að nema staðar. Um var að ræða VW Caddy lögreglubíl með einungis tveimur sætum og svona hundahúsi að aftan. Lögregluhundur í umferðareftirliti. Þegar ég hafði lagt bílnum kom lögregluþjónninn að mér í miklu uppnámi. Ég tók eftir að yfir bláu lögregluskyrtunni klæddist hann flíspeysu og ég sá ekki betur en hún væri merkt raftækjaversluninni Elko. Þegar ég skrúfaði niður rúðuna frussaði maðurinn yfir mig spurningunni hvort ég vissi á hvaða hraða ég æki þarna í brekkunni. Því næst öskraði hann að þetta væri örugglega kolólöglegur hraði þar sem hann hefði sjálfur verið á hámarkshraða en samt ekki náð að halda í við mig. Hann tók niður nafn, kennitölu og símanúmer og sagðist ætla að fara með sinn bíl niður á Reykjavíkurflugvöll þar sem hann yrði mældur í sérstökum flugmæli. Þannig kæmist hann að því hversu hratt ég hefði ekið og mér yrði svo send viðeigandi sekt eftir því. Allt mjög eðlilegt eða þannig. Ég heyrði aldrei neitt frá lögregluembættinu og ég fékk enga sekt vegna málsins. Ég áttaði mig á því að þarna hefði sennilega verið um að ræða samviskusaman löggæslumann á frívakt sem hefði tekið málin í sínar hendur þegar honum misbauð framferði ungs ökumanns á götum borgarinnar. Það var allt í senn traustvekjandi og óhugnanleg tilhugsun. Þakklátastur var ég þó fyrir að hann skyldi hreinlega ekki æla yfir mig eins og virðist vera orðin lenska hjá kjörnum fulltrúum á Alþingi í dag. Sennilega hefði enginn verið bættari eftir það.
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun