Gagnrýna skúravæðingu Landmannalauga Sveinn Arnarsson skrifar 22. maí 2015 07:00 Um 80 þúsund gestir heimsækja Landmannalaugar árlega og þær eru ein af fjölsóttustu perlum hálendisins. Rangárþing ytra hefur veitt stöðuleyfi fyrir gáma, þjónustuhús og tvær skólarútur í Landmannalaugum sem munu verða notaðar til að þjónusta ferðamenn á svæðinu í sumar. Í janúar kynnti Rangárþing ytra í samvinnu við Umhverfisstofnun og Félag íslenskra landslagsarkitekta vinningstillögu í samkeppni um skipulag og hönnun svæðisins í Landmannalaugum. Markmið með tillögunni var að endurheimta landgæði svæðisins. Ferðafélag Íslands gagnrýnir stöðuleyfisveitingarnar og er almennt á móti gáma- og skúravæðingu hálendisins.Páll Guðmundsson Framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands.Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands, segir félagið reka um fjörutíu skála víða á hálendinu og hafa lagt mikið upp úr því að þeir skálar falli að umhverfinu sem best. Gámar og skúrar í Landmannalaugum séu ekki til þess fallnir að falla að umhverfinu og bæta ásýnd svæðisins. „Það er einföld sýn okkar á það að við erum á móti skúravæðingu á hálendi Íslands,“ segir Páll. Sveitarfélög hafa skipulagsvald yfir sínu svæði minnir Páll á. „Rétt er að benda á að sveitarfélagið hefur metnað og vilja til að breyta ásýnd Landmannalauga og er það í ferli innan sveitarfélagsins hvernig best sé að haga þeim breytingum. Því skjóta þessar leyfisveitingar skökku við í þeirri umræðu,“ segir Páll. Vilji Ferðafélagsins er að sögn Páls skýr. „Við hefðum viljað fjarlægja alla gáma úr Landmannalaugum sem myndi breyta ásýnd svæðisins. Það eru viðræður á milli félagsins og sveitarfélagsins um ásýnd svæðisins í gangi og við vonum að þær beri árangur.“ Á fundi sveitarstjórnar 29. apríl síðastliðinn var samþykkt tillaga um að stofna vinnuhóp um skipulagsmál í Landmannalaugum. Samhliða því yrði útbúinn samráðsvettvangur um skipulagsmál milli sveitarfélagsins og Ferðafélags íslands sem rekur starfsemi á nokkrum stöðum í sveitarfélaginu. Þorgils Torfi Jónsson, oddviti sveitarstjórnar Rangárþings ytra, segir þessar stöðuveitingar ekki falla að þeim markmiðum að bæta ásýnd Landmannalauga. „Nei, það gerir það því miður ekki og ásýnd Landmannalauga mun ekki lagast fyrr en við komumst með málið á rekspöl og tillögurnar eru í vinnslu. Tilgangurinn með vinnu sveitarfélagsins er að bæta ásýnd Landmannalauga og þess vegna var lagt af stað í þá vegferð,“ segir oddvitinn. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Fleiri fréttir Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Sjá meira
Rangárþing ytra hefur veitt stöðuleyfi fyrir gáma, þjónustuhús og tvær skólarútur í Landmannalaugum sem munu verða notaðar til að þjónusta ferðamenn á svæðinu í sumar. Í janúar kynnti Rangárþing ytra í samvinnu við Umhverfisstofnun og Félag íslenskra landslagsarkitekta vinningstillögu í samkeppni um skipulag og hönnun svæðisins í Landmannalaugum. Markmið með tillögunni var að endurheimta landgæði svæðisins. Ferðafélag Íslands gagnrýnir stöðuleyfisveitingarnar og er almennt á móti gáma- og skúravæðingu hálendisins.Páll Guðmundsson Framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands.Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands, segir félagið reka um fjörutíu skála víða á hálendinu og hafa lagt mikið upp úr því að þeir skálar falli að umhverfinu sem best. Gámar og skúrar í Landmannalaugum séu ekki til þess fallnir að falla að umhverfinu og bæta ásýnd svæðisins. „Það er einföld sýn okkar á það að við erum á móti skúravæðingu á hálendi Íslands,“ segir Páll. Sveitarfélög hafa skipulagsvald yfir sínu svæði minnir Páll á. „Rétt er að benda á að sveitarfélagið hefur metnað og vilja til að breyta ásýnd Landmannalauga og er það í ferli innan sveitarfélagsins hvernig best sé að haga þeim breytingum. Því skjóta þessar leyfisveitingar skökku við í þeirri umræðu,“ segir Páll. Vilji Ferðafélagsins er að sögn Páls skýr. „Við hefðum viljað fjarlægja alla gáma úr Landmannalaugum sem myndi breyta ásýnd svæðisins. Það eru viðræður á milli félagsins og sveitarfélagsins um ásýnd svæðisins í gangi og við vonum að þær beri árangur.“ Á fundi sveitarstjórnar 29. apríl síðastliðinn var samþykkt tillaga um að stofna vinnuhóp um skipulagsmál í Landmannalaugum. Samhliða því yrði útbúinn samráðsvettvangur um skipulagsmál milli sveitarfélagsins og Ferðafélags íslands sem rekur starfsemi á nokkrum stöðum í sveitarfélaginu. Þorgils Torfi Jónsson, oddviti sveitarstjórnar Rangárþings ytra, segir þessar stöðuveitingar ekki falla að þeim markmiðum að bæta ásýnd Landmannalauga. „Nei, það gerir það því miður ekki og ásýnd Landmannalauga mun ekki lagast fyrr en við komumst með málið á rekspöl og tillögurnar eru í vinnslu. Tilgangurinn með vinnu sveitarfélagsins er að bæta ásýnd Landmannalauga og þess vegna var lagt af stað í þá vegferð,“ segir oddvitinn.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Fleiri fréttir Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent