Lífið

Ástarpungar með lambaskönkum fyrir Nepal

Adda Soffia Ingvarsdóttir skrifar
 Eyþór hvetur sem flesta til að koma, gæða sér á góðum mat og styrkja gott málefni í leiðinni.
Eyþór hvetur sem flesta til að koma, gæða sér á góðum mat og styrkja gott málefni í leiðinni. Vísir/Vilhelm
„Hugmyndin var að gera eitthvað góðverk í stað þess að halda opnunarpartí,“ segir Eyþór Mar Halldórsson, yfirmatreiðslumaður og annar eigandi Public House. Á laugardag ætla þeir að bjóða upp á mat og drykk í samstarfi við UNICEF.

„Það verður frítt að borða og frír bjór, en við hvetjum hins vegar alla til þess að leggja fram andvirði matarins til styrktar neyðaraðgerða UNICEF í Nepal,“ segir Eyþór.

Framlögin sem safnast á laugardag munu meðal annars fara í að útvega hreint vatn og hreinlætisvörur, neyðarskýli, nauðsynleg lyf og sálrænan stuðning fyrir börn á jarðskjálftasvæðinu í Nepal.

Eyþór segir matseðilinn vera sérstaklega skemmtilegan og fjölbreyttan. „Það kennir ýmissa grasa. Við ætlum að bjóða upp á sushi, svarta hamborgararann okkar, léttreykt andalæri, japanska pitsu og einn eftirrétt. Svo verður líka ástarpungur fylltur með lambaskanka og kleinuhringur með grísakjöti.“

Staðurinn verður opnaður klukkan 12 og stendur söfnunin yfir til klukkan 18. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.