Stáltaugar og bein í nefinu eru nauðsyn 23. maí 2015 12:00 Helga Möller Vísir Vísir heyrði í nokkrum Eurovision-förum og spurði út í frammistöðu okkar og úrslit fimmtudagskvöldsins þar sem Ísland lenti komst ekki áfram. Helga Möller: Þekkir stressið af eigin raun „Hún var greinilega stressuð, og ég þekki það af eigin raun að það er erfitt að eiga við ef það nær tökum á manni. Þegar ég lenti í 16. sæti fannst mér ég hafa brugðist þjóðinni, en þá voru ekki neinir samfélagsmiðlar og í dag geta þeir sem þar skrifa verið ansi harðorðir. En hún er glæsileg, þessi stúlka, kemur vel fyrir og skilaði vel af sér. Ég er viss um að hún hefur bein í nefinu og það er heilmikið varið í hana,“ segir Helga Möller. Aðspurð um úrslitakvöldið segir hún þetta: „Ég er eiginlega með fimm lönd sem koma til greina: Ítalía, Rússland, Ástralía, Noregur og Svíþjóð. Rússland kom mér á óvart og Lettland líka, en ég á erfitt að segja til um hver vinnur.“Eyþór Ingi: Getum verið óvægin „Það þarf stáltaugar í þetta og mér fannst hún standa sig ótrúlega vel. Vandamálið við Eurovision er ekki að syngja fyrir allan þennan fjölda í salnum. Panikkið kemur þegar er kveikt á myndavélunum og þetta fer í beina útsendingu. Að syngja í Eurovision er ekkert mál, en að syngja fyrir Íslendinga í Eurovision er erfiðara. Við getum verið svolítið óvægin,“ segir Eyþór Ingi Gunnlaugsson. Hann var á leið norður þar sem hann ætlar að njóta helgarinnar með fjölskyldunni. „Annars hef ég lítið fylgst með keppninni, líkt og áður. Ég er bara spenntur að horfa á þetta með krökkunum með snakk í skál og hafa gaman.“Sverrir StormskerSverrir Stormsker: Hefði mátt hækka um heiltón „Þetta var glæsilegt hjá henni, hún stóð sig helvíti vel. Það kom falskur tónn hjá henni, en það er allt í lagi, það gerist hjá öllum. Lagið var líka stórfínt, en það vantar alla melódíu í það. Ég hugsa að ef lagið hefði verið hækkað um heiltón, þá hefði það komið betur út. Byrjunin varð svolítið ógreinileg og það var eins og hún væri að muldra,“ segir Sverrir Stormsker um frammistöðu íslenska hópsins. „Annars hef ég ekki hugmynd um hvernig þetta fer. Það eina sem ég hef hlustað á er íslenski flutningurinn og hef ekki hugmynd um hvernig hitt stöffið er. Mér finnst líka alltaf betra að horfa á þetta ferskt á laugardeginum.“ Birgitta HaukdalBirgitta Haukdal: Áttum að lauma okkur í úrslit „Hún skein eins og stjarna á sviðinu. Alveg ótrúlega falleg og sjarmerandi. Hún stóð sig ágætlega og við getum verið stolt af frammistöðunni. Á meðan við erum að senda út fólk sem er ekki með meiri reynslu en þetta þá er það eðlilegt að verða stressaður. Þetta var ekki okkar besta rennsli og riðillinn var erfiður, en við hefðum alveg átt að lauma okkur í úrslitin,“ segir Birgitta Haukdal, aðspurð um framlag Íslands í undankeppninni. En hver fer með sigur af hólmi? „Ég er í íslensku dómnefndinni, þannig að ég get ekki verið að segja mikið. En það er fullt af flottum og sterkum lögum, þannig að það verður erfitt að sjá hver vinnur. Það getur allt gerst á þessum þremur mínútum.“ Eurovision Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
Vísir heyrði í nokkrum Eurovision-förum og spurði út í frammistöðu okkar og úrslit fimmtudagskvöldsins þar sem Ísland lenti komst ekki áfram. Helga Möller: Þekkir stressið af eigin raun „Hún var greinilega stressuð, og ég þekki það af eigin raun að það er erfitt að eiga við ef það nær tökum á manni. Þegar ég lenti í 16. sæti fannst mér ég hafa brugðist þjóðinni, en þá voru ekki neinir samfélagsmiðlar og í dag geta þeir sem þar skrifa verið ansi harðorðir. En hún er glæsileg, þessi stúlka, kemur vel fyrir og skilaði vel af sér. Ég er viss um að hún hefur bein í nefinu og það er heilmikið varið í hana,“ segir Helga Möller. Aðspurð um úrslitakvöldið segir hún þetta: „Ég er eiginlega með fimm lönd sem koma til greina: Ítalía, Rússland, Ástralía, Noregur og Svíþjóð. Rússland kom mér á óvart og Lettland líka, en ég á erfitt að segja til um hver vinnur.“Eyþór Ingi: Getum verið óvægin „Það þarf stáltaugar í þetta og mér fannst hún standa sig ótrúlega vel. Vandamálið við Eurovision er ekki að syngja fyrir allan þennan fjölda í salnum. Panikkið kemur þegar er kveikt á myndavélunum og þetta fer í beina útsendingu. Að syngja í Eurovision er ekkert mál, en að syngja fyrir Íslendinga í Eurovision er erfiðara. Við getum verið svolítið óvægin,“ segir Eyþór Ingi Gunnlaugsson. Hann var á leið norður þar sem hann ætlar að njóta helgarinnar með fjölskyldunni. „Annars hef ég lítið fylgst með keppninni, líkt og áður. Ég er bara spenntur að horfa á þetta með krökkunum með snakk í skál og hafa gaman.“Sverrir StormskerSverrir Stormsker: Hefði mátt hækka um heiltón „Þetta var glæsilegt hjá henni, hún stóð sig helvíti vel. Það kom falskur tónn hjá henni, en það er allt í lagi, það gerist hjá öllum. Lagið var líka stórfínt, en það vantar alla melódíu í það. Ég hugsa að ef lagið hefði verið hækkað um heiltón, þá hefði það komið betur út. Byrjunin varð svolítið ógreinileg og það var eins og hún væri að muldra,“ segir Sverrir Stormsker um frammistöðu íslenska hópsins. „Annars hef ég ekki hugmynd um hvernig þetta fer. Það eina sem ég hef hlustað á er íslenski flutningurinn og hef ekki hugmynd um hvernig hitt stöffið er. Mér finnst líka alltaf betra að horfa á þetta ferskt á laugardeginum.“ Birgitta HaukdalBirgitta Haukdal: Áttum að lauma okkur í úrslit „Hún skein eins og stjarna á sviðinu. Alveg ótrúlega falleg og sjarmerandi. Hún stóð sig ágætlega og við getum verið stolt af frammistöðunni. Á meðan við erum að senda út fólk sem er ekki með meiri reynslu en þetta þá er það eðlilegt að verða stressaður. Þetta var ekki okkar besta rennsli og riðillinn var erfiður, en við hefðum alveg átt að lauma okkur í úrslitin,“ segir Birgitta Haukdal, aðspurð um framlag Íslands í undankeppninni. En hver fer með sigur af hólmi? „Ég er í íslensku dómnefndinni, þannig að ég get ekki verið að segja mikið. En það er fullt af flottum og sterkum lögum, þannig að það verður erfitt að sjá hver vinnur. Það getur allt gerst á þessum þremur mínútum.“
Eurovision Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira