Forn speki Hávamála á erindi við okkur í dag Magnús Guðmundsson skrifar 26. maí 2015 12:00 Möguleikhúsið frumsýnir leikverkið Hávamál eftir Þórarinn Eldjárn annað kvöld. Visir/GVA „Þetta er svona dálítið í óbeinu framhaldi af Völuspá sem við vorum með árið 2000 og Þórarinn vann líka með okkur,“ segir Pétur Eggerz, leikari og forsvarsmaður Möguleikhússins, sem er tuttugu og fimm ára um þessar mundir. Í tilefni af þessum tímamótum frumsýnir Möguleikhúsið leikverkið Hávamál eftir Þórarin Eldjárn næstkomandi miðvikudag. Einungis þrjár sýningar verða í boði nú í vor og eru þær hluti af dagskrá Listahátíðarinnar í Reykjavík. „Það er ekki aðeins að Þórarinn sé nú aftur með okkur heldur erum við líka með danskan leikstjóra rétt eins og í Völuspá. Reyndar ekki sama danska leikstjórann,“ bætir Pétur við og hlær. „En við höfum líka unnið með þessum áður.“ Leikstjóri sýningarinnar er Torkild Lindebjerg en hann leikstýrði Tveir menn og kassi sem var tilnefnd til Grímuverðlauna árið 2004. Líkast til er þetta í fyrsta sinn sem Hávamál eru færð í leikbúning enda viðamikið verk án hefðbundinnar dramatískrar uppbyggingar enda eru þau fyrst og fremst heilræði. Pétur segir að þessi hugmynd hafi eiginlega dottið inn í spjalli við Þórarin og þróast áfram í samvinnu. „Aðalverkefnið var að búa til ramma og ná að setja þetta í form sem fellur að leikhúsinu. Þórarinn valdi erindin sem unnið er með, en þau eru einkum úr Gestaþættinum. Hann setur þetta yfir á nútímaíslensku og síðan finnum við saman leið til þess að ná utan um það sem er verið að segja. Við nýttum hugmyndafundi og spuna, þreifuðum okkur áfram þar til þetta var komið en þetta var heilmikið ferli.“Rammi verksins er með þeim hætti að unglingsstúlka og móðir hennar hafa villst á fjöllum. Þær koma að sérkennilegu tré þar sem þeim birtist dularfullur maður er kemur undarlega fyrir, en áður en yfir lýkur þurfa mæðgurnar að horfast í augu við sjálfar sig og samskiptin sín á milli. „Málið er að í Hávamálum er forn speki sem kallast á við okkar daglega líf. Vísdómsorð sem falla ekki úr gildi því það er verið að kenna okkur að lifa lífinu eins og almennilegar manneskjur.“ Pétur nefnir einnig að sýningin er unnin í samvinnu við Teater Martin Mutter í Svíþjóð og þaðan komi búningahönnuður verksins, Catherine Giacomini. „Það er svo fyrirhugað að við förum og leikum Hávamál í Svíþjóð á næsta ári en með haustinu komum við til með að sýna í samstarfi við skóla og hugsanlega verða líka fleiri almennar sýningar.“ Auk Péturs leika þær Alda Arnardóttir og Anna Brynja Baldursdóttir í sýningunni. Leikmynd er í höndum Rósu Sigrúnar Jónsdóttur. „Svo erum við með frábæra tónlist sem Guðni Franzson hefur samið fyrir okkur og Stefán Franz Guðnason syngur auk þess sem sjálfur Megas ljær okkur rödd sína. Það er nú afskaplega viðeigandi enda Megas með sönnu tákngervingur tímaleysis.“ Listahátíð í Reykjavík Menning Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fleiri fréttir Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
„Þetta er svona dálítið í óbeinu framhaldi af Völuspá sem við vorum með árið 2000 og Þórarinn vann líka með okkur,“ segir Pétur Eggerz, leikari og forsvarsmaður Möguleikhússins, sem er tuttugu og fimm ára um þessar mundir. Í tilefni af þessum tímamótum frumsýnir Möguleikhúsið leikverkið Hávamál eftir Þórarin Eldjárn næstkomandi miðvikudag. Einungis þrjár sýningar verða í boði nú í vor og eru þær hluti af dagskrá Listahátíðarinnar í Reykjavík. „Það er ekki aðeins að Þórarinn sé nú aftur með okkur heldur erum við líka með danskan leikstjóra rétt eins og í Völuspá. Reyndar ekki sama danska leikstjórann,“ bætir Pétur við og hlær. „En við höfum líka unnið með þessum áður.“ Leikstjóri sýningarinnar er Torkild Lindebjerg en hann leikstýrði Tveir menn og kassi sem var tilnefnd til Grímuverðlauna árið 2004. Líkast til er þetta í fyrsta sinn sem Hávamál eru færð í leikbúning enda viðamikið verk án hefðbundinnar dramatískrar uppbyggingar enda eru þau fyrst og fremst heilræði. Pétur segir að þessi hugmynd hafi eiginlega dottið inn í spjalli við Þórarin og þróast áfram í samvinnu. „Aðalverkefnið var að búa til ramma og ná að setja þetta í form sem fellur að leikhúsinu. Þórarinn valdi erindin sem unnið er með, en þau eru einkum úr Gestaþættinum. Hann setur þetta yfir á nútímaíslensku og síðan finnum við saman leið til þess að ná utan um það sem er verið að segja. Við nýttum hugmyndafundi og spuna, þreifuðum okkur áfram þar til þetta var komið en þetta var heilmikið ferli.“Rammi verksins er með þeim hætti að unglingsstúlka og móðir hennar hafa villst á fjöllum. Þær koma að sérkennilegu tré þar sem þeim birtist dularfullur maður er kemur undarlega fyrir, en áður en yfir lýkur þurfa mæðgurnar að horfast í augu við sjálfar sig og samskiptin sín á milli. „Málið er að í Hávamálum er forn speki sem kallast á við okkar daglega líf. Vísdómsorð sem falla ekki úr gildi því það er verið að kenna okkur að lifa lífinu eins og almennilegar manneskjur.“ Pétur nefnir einnig að sýningin er unnin í samvinnu við Teater Martin Mutter í Svíþjóð og þaðan komi búningahönnuður verksins, Catherine Giacomini. „Það er svo fyrirhugað að við förum og leikum Hávamál í Svíþjóð á næsta ári en með haustinu komum við til með að sýna í samstarfi við skóla og hugsanlega verða líka fleiri almennar sýningar.“ Auk Péturs leika þær Alda Arnardóttir og Anna Brynja Baldursdóttir í sýningunni. Leikmynd er í höndum Rósu Sigrúnar Jónsdóttur. „Svo erum við með frábæra tónlist sem Guðni Franzson hefur samið fyrir okkur og Stefán Franz Guðnason syngur auk þess sem sjálfur Megas ljær okkur rödd sína. Það er nú afskaplega viðeigandi enda Megas með sönnu tákngervingur tímaleysis.“
Listahátíð í Reykjavík Menning Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fleiri fréttir Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“