Dagurinn hans Doumbia Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. maí 2015 08:00 Hjörvar býst við miklu af þeim Ólafi Karli Finsen hjá Stjörnunni og Kassim Doumbia hjá FH í leiknum í kvöld. Vísir/Daníel „Leikir þessara tveggja liða í fyrra fara í sögubækurnar. Atvik sem lítið var talað um í fyrri leiknum var mark Stjörnunnar sem var dæmt inni. Ég er ekki enn þá sannfærður um að sá bolti hafi verið inni. Svo er þessi lygilegi fótboltaleikur 4. október þegar úrslitin réðust,“ segir Hjörvar Hafliðason, sérfræðingur Pepsi-markanna, um leikinn í kvöld þegar Stjarnan og FH mætast að nýju. Stjarnan tók Íslandsmeistaratitilinn fyrir framan nefið á FH-ingum á þeirra eigin heimavelli og sá leikur hafði mikil eftirmál. FH-ingar fóru ekki vel út úr því hvað varðar sektir, leikbönn og annað en núna er komið að hefndarstund. „Það eykur líka á dramatíkina og spennuna í kringum þennan leik að Doumbia er að fara að spila sinn fyrsta leik og það á eitthvað eftir að gerast í kringum Doumbia í þessum leik,“ segir Hjörvar en hann spáir því að Doumbia komi inn eftir fjögurra leikja bann. „Ef við skoðum leikjadagskrána þá er þetta fyrsta stóra prófið fyrir Stjörnuliðið,“ segir Hjörvar. Eftir tvo jafnteflisleiki í röð býst Hjörvar við því að Veigar Páll Gunnarsson komi inn í byrjunarliðið á kostnað Arnars Más Björgvinsson og að Halldór Orri Björnsson fari fyrir vikið framar á völlinn. „Halldór Orri þarf að spila ofar á vellinum að mínu mati. Mér finnst Pablo Punyed vera algjör lykilmaður í þessu liði og myndi alltaf vilja hafa hann í liðinu,“ segir Hjörvar. „Ég held að FH-liðið hafi fundið taktinn í síðasta leik og það sem sameinaði þá var einhver smáfrétt um Bjarna Þór Viðarsson. Það var mikill samhugur í FH-liðinu og FH-ingar hefðu alveg eins getað unnið Skagamenn 7-1 eins og 4-1,“ segir Hjörvar. „Það er bara tímaspursmál hvenær kviknar á leikmanni eins og Steven Lennon. Þeir bræður, Davíð Þór og Bjarni Þór Viðarssynir, mynda líka óheyrilega öflugt tvíeyki á miðsvæðinu. Ég held að Heimir hafi fundið liðið sitt í síðasta leik og að hann sé sáttur við það,“ segir Hjörvar. „Stjarnan hefur ekki tapað fótboltaleik á Íslandsmóti síðan 2013 og það er erfitt að spá þeim tapi. Maður heldur alltaf að þeir séu að fara að tapa en alltaf lengist biðin. Ef eitthvað lið er að fara að vinna þá þá eru það Hafnfirðingarnir,“ segir Hjörvar. „Það eru svo margir leikmenn í þessum báðum liðum sem geta gert út um leikinn. Í Stjörnunni eru það Ólafur Karl, Veigar Páll, Jeppe og Halldór Orri en hjá FH ertu með Atla Viðar Björnsson, Atla Guðnason og Steven Lennon,“ segir Hjörvar. „Þrátt fyrir alla snillingana þá er eitthvað sem segir mér að Doumbia verði í aðalhlutverki. Doumbia er búinn að bíða eftir þessum degi síðan 4. október. Hann á eftir að skora sigurmarkið eða fá rautt spjald því þetta verður aldrei einhver meðalleikur hjá honum. Hann verður annaðhvort stórkostlegur eða slakur og mun hafa afgerandi áhrif á útkomuna,“ segir Hjörvar að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport Fleiri fréttir „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Sjá meira
„Leikir þessara tveggja liða í fyrra fara í sögubækurnar. Atvik sem lítið var talað um í fyrri leiknum var mark Stjörnunnar sem var dæmt inni. Ég er ekki enn þá sannfærður um að sá bolti hafi verið inni. Svo er þessi lygilegi fótboltaleikur 4. október þegar úrslitin réðust,“ segir Hjörvar Hafliðason, sérfræðingur Pepsi-markanna, um leikinn í kvöld þegar Stjarnan og FH mætast að nýju. Stjarnan tók Íslandsmeistaratitilinn fyrir framan nefið á FH-ingum á þeirra eigin heimavelli og sá leikur hafði mikil eftirmál. FH-ingar fóru ekki vel út úr því hvað varðar sektir, leikbönn og annað en núna er komið að hefndarstund. „Það eykur líka á dramatíkina og spennuna í kringum þennan leik að Doumbia er að fara að spila sinn fyrsta leik og það á eitthvað eftir að gerast í kringum Doumbia í þessum leik,“ segir Hjörvar en hann spáir því að Doumbia komi inn eftir fjögurra leikja bann. „Ef við skoðum leikjadagskrána þá er þetta fyrsta stóra prófið fyrir Stjörnuliðið,“ segir Hjörvar. Eftir tvo jafnteflisleiki í röð býst Hjörvar við því að Veigar Páll Gunnarsson komi inn í byrjunarliðið á kostnað Arnars Más Björgvinsson og að Halldór Orri Björnsson fari fyrir vikið framar á völlinn. „Halldór Orri þarf að spila ofar á vellinum að mínu mati. Mér finnst Pablo Punyed vera algjör lykilmaður í þessu liði og myndi alltaf vilja hafa hann í liðinu,“ segir Hjörvar. „Ég held að FH-liðið hafi fundið taktinn í síðasta leik og það sem sameinaði þá var einhver smáfrétt um Bjarna Þór Viðarsson. Það var mikill samhugur í FH-liðinu og FH-ingar hefðu alveg eins getað unnið Skagamenn 7-1 eins og 4-1,“ segir Hjörvar. „Það er bara tímaspursmál hvenær kviknar á leikmanni eins og Steven Lennon. Þeir bræður, Davíð Þór og Bjarni Þór Viðarssynir, mynda líka óheyrilega öflugt tvíeyki á miðsvæðinu. Ég held að Heimir hafi fundið liðið sitt í síðasta leik og að hann sé sáttur við það,“ segir Hjörvar. „Stjarnan hefur ekki tapað fótboltaleik á Íslandsmóti síðan 2013 og það er erfitt að spá þeim tapi. Maður heldur alltaf að þeir séu að fara að tapa en alltaf lengist biðin. Ef eitthvað lið er að fara að vinna þá þá eru það Hafnfirðingarnir,“ segir Hjörvar. „Það eru svo margir leikmenn í þessum báðum liðum sem geta gert út um leikinn. Í Stjörnunni eru það Ólafur Karl, Veigar Páll, Jeppe og Halldór Orri en hjá FH ertu með Atla Viðar Björnsson, Atla Guðnason og Steven Lennon,“ segir Hjörvar. „Þrátt fyrir alla snillingana þá er eitthvað sem segir mér að Doumbia verði í aðalhlutverki. Doumbia er búinn að bíða eftir þessum degi síðan 4. október. Hann á eftir að skora sigurmarkið eða fá rautt spjald því þetta verður aldrei einhver meðalleikur hjá honum. Hann verður annaðhvort stórkostlegur eða slakur og mun hafa afgerandi áhrif á útkomuna,“ segir Hjörvar að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport Fleiri fréttir „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Sjá meira