Hendur mínar bundnar – aftur! Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar 27. maí 2015 07:00 Ég lít í kringum mig og sé ungt fólk með bros á vör og hvíta húfu á kolli og eftirvæntingin skín úr andlitum þeirra eins og hjá mér. Fyrir framan er þéttsetinn salur af foreldrum, ættingjum og vinum. Fram undan eru ný tækifæri og útskriftarveislan sem ég var búin að hlakka heillengi til. Núna hins vegar er ég að reyna að njóta stundarinnar, veislan verður víst ekki eins og ætti að vera. Félagslegi sjóðurinn er tómur, ég fæ víst ekki að tjá mig við ættingja mína sem eru ekki fullfærir á íslensku táknmáli (ÍTM) né að njóta þess að eiga samskipti við þá, hendur mínar eru bundnar. Ég opna umslag frá lögfræðingnum. Loksins… hann boðar mig á fund, þar verður víst hægt að koma málinu sem hefur vofað yfir mér um langa hríð í einhvern farveg. Ánægjan varir stutt, því ég þarf að fresta fundinum enn eina ferðina, félagslegi sjóðurinn er tómur, hendur mínar eru bundnar og ég þarf að glíma áfram við óvissuna. Ég horfi á stúlkuna mína, hún stendur uppi á sviði og flytur ræðu. Mikið er ég stolt af henni, stúlkan mín sem var kvíðin stendur núna og geislar af öryggi og hamingju. Ég hins vegar vildi að ég gæti fylgst með því sem hún segir, var búin að panta túlk en fékk tölvupóst um að því miður væri ekki hægt að afgreiða beiðnina mína því félagslegi sjóðurinn væri tómur eina ferðina enn og hendur mínar eru bundnar. Ég mæti stundvíslega í prófið, hef verið í ökuskólanum að undirbúa mig fyrir meiraprófið. Loksins kom að því að taka prófið en ég og kennarinn lítum hvort á annað, hann getur ekki tjáð sig á ÍTM og ég reyni að útskýra að við séum að bíða eftir táknmálstúlki. Ég bíð, finn símann minn titra og lít á skjáinn – því miður, félagslegi sjóðurinn er tómur og því getur túlkur ekki komið og túlkað prófið. Hendur mínar eru bundnar, ég þarf að fresta þessu enn eina ferðina og get ekki sinnt atvinnu minni eins og til stóð. Þetta eru dæmi sem eru að gerast hjá íslenskum þjóðfélagsþegnum sem nota ÍTM í daglegu lífi. Stjórnvöld binda á okkur hendurnar og við getum ekki sinnt skyldum okkar sem húseigendur, foreldrar, skattgreiðendur, ættingjar og fleira. Í ár ákvað mennta- og menningarmálaráðuneytið að skipta fjármagninu í fjóra fjórðunga. Ekki veit ég hvernig stærðfræðikunnáttan er hjá þeim, þetta er ósköp einfalt, fjármagnið endist ekkert lengur frekar en hin árin. Hlutverk og skyldur okkar minnka ekkert þó því sé skipt í fjóra fjórðunga. Ég skora á stjórnvöld að fylgja lögum nr. 61/2011, hlúa að íslensku táknmáli og leyfa okkur að njóta jafnræðis á við aðra í íslensku þjóðlífi og sinna okkar skyldum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðdís Dögg Eiríksdóttir Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Ég lít í kringum mig og sé ungt fólk með bros á vör og hvíta húfu á kolli og eftirvæntingin skín úr andlitum þeirra eins og hjá mér. Fyrir framan er þéttsetinn salur af foreldrum, ættingjum og vinum. Fram undan eru ný tækifæri og útskriftarveislan sem ég var búin að hlakka heillengi til. Núna hins vegar er ég að reyna að njóta stundarinnar, veislan verður víst ekki eins og ætti að vera. Félagslegi sjóðurinn er tómur, ég fæ víst ekki að tjá mig við ættingja mína sem eru ekki fullfærir á íslensku táknmáli (ÍTM) né að njóta þess að eiga samskipti við þá, hendur mínar eru bundnar. Ég opna umslag frá lögfræðingnum. Loksins… hann boðar mig á fund, þar verður víst hægt að koma málinu sem hefur vofað yfir mér um langa hríð í einhvern farveg. Ánægjan varir stutt, því ég þarf að fresta fundinum enn eina ferðina, félagslegi sjóðurinn er tómur, hendur mínar eru bundnar og ég þarf að glíma áfram við óvissuna. Ég horfi á stúlkuna mína, hún stendur uppi á sviði og flytur ræðu. Mikið er ég stolt af henni, stúlkan mín sem var kvíðin stendur núna og geislar af öryggi og hamingju. Ég hins vegar vildi að ég gæti fylgst með því sem hún segir, var búin að panta túlk en fékk tölvupóst um að því miður væri ekki hægt að afgreiða beiðnina mína því félagslegi sjóðurinn væri tómur eina ferðina enn og hendur mínar eru bundnar. Ég mæti stundvíslega í prófið, hef verið í ökuskólanum að undirbúa mig fyrir meiraprófið. Loksins kom að því að taka prófið en ég og kennarinn lítum hvort á annað, hann getur ekki tjáð sig á ÍTM og ég reyni að útskýra að við séum að bíða eftir táknmálstúlki. Ég bíð, finn símann minn titra og lít á skjáinn – því miður, félagslegi sjóðurinn er tómur og því getur túlkur ekki komið og túlkað prófið. Hendur mínar eru bundnar, ég þarf að fresta þessu enn eina ferðina og get ekki sinnt atvinnu minni eins og til stóð. Þetta eru dæmi sem eru að gerast hjá íslenskum þjóðfélagsþegnum sem nota ÍTM í daglegu lífi. Stjórnvöld binda á okkur hendurnar og við getum ekki sinnt skyldum okkar sem húseigendur, foreldrar, skattgreiðendur, ættingjar og fleira. Í ár ákvað mennta- og menningarmálaráðuneytið að skipta fjármagninu í fjóra fjórðunga. Ekki veit ég hvernig stærðfræðikunnáttan er hjá þeim, þetta er ósköp einfalt, fjármagnið endist ekkert lengur frekar en hin árin. Hlutverk og skyldur okkar minnka ekkert þó því sé skipt í fjóra fjórðunga. Ég skora á stjórnvöld að fylgja lögum nr. 61/2011, hlúa að íslensku táknmáli og leyfa okkur að njóta jafnræðis á við aðra í íslensku þjóðlífi og sinna okkar skyldum.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun