Auglýst eftir innblæstri Jónas Sen skrifar 28. maí 2015 10:25 Tónlist Bára Gísladóttir Tónsmíðar eftir Báru Gísladóttur Listahátíð í Reykjavík Í Mengi laugardaginn 23. maí Tónleikar Báru Gísladóttur í Mengi á laugardagskvöldið byrjuðu skemmtilega. Það var niðamyrkur í salnum, en þó mátti greina óljósar útlínur kontrabassa sem lá á gólfinu. Fyrst gerðist ekki neitt. En svo birtist allt í einu ljóstíra sem sveif yfir strengjum kontrabassans. Hljóð tóku að berast úr bassanum og ljóst var að manneskja lá fyrir aftan hann. Ljósið var fest við höndina á henni. Gerningurinn stigmagnaðist, fótleggur reis upp úr myrkrinu og tónlistinni óx ásmegin. Þetta var fyndið, enda flissuðu áheyrendur. Var maður kominn á einhvers konar gríntónleika að hætti Victors Borge? Svo reyndist ekki vera. Þegar ljósin voru kveikt tók við fremur hefðbundin framúrstefna, eins mótsagnakennt eins og það nú hljómar. Bára er kontrabassaleikari og tónskáld og með henni á tónleikunum léku Hilma Kristín Sveinsdóttir á klarinettu og Helgi R. Heiðarsson á saxófón. Einnig komu rafhljóð nokkuð við sögu. Tónlistin var öll eftir Báru. Hún var vissulega ágætlega leikin, hljóðfæraleikararnir spiluðu fagmannlega, mótuðu tónana af nostursemi og alúð. En það dugði skammt. Áður var talað um hefðbundna framúrstefnu. Tónlistin var afar klisjukennd, á yfirborðinu hljómaði hún eins og margt af því sem var í „tísku“ þegar nútímatónlist var hatað listform. Hún var mjög ómstríð, hrynjandin var óregluleg, það voru sífelldar andstæður hvassra tóna og óljóss muldurs. Það var þreytandi áheyrnar. Nú er hér ekki verið að segja að öll tónlist sem var samin fyrir 30-40 árum hafi verið drasl. Þar innan um voru snilldarverk líka. Það skiptir litlu á hvaða tungumáli tónlistin er, svo framarlega sem tónskáldið er innblásið og hefur eitthvað fram að færa. Þetta verður ekki sagt um þá tónlist sem borin var fram á tónleikunum. Þar var enginn skáldskapur, enginn innblástur, tónlistin komst aldrei á flug. Helst var það síðasta verkið sem vakti athygli. Í því var kontrabassanum breytt í slagverk, og tónlistin var fíngerður vefur af veikróma höggum, stundum eins og óljóst fótatak. Þetta lofaði góðu, kliðurinn var draumkenndur og töfrum líkastur. En svo gerðist ekkert, Bára fór bara að endurtaka sig og þá hurfu töfrarnir. Það var synd, vegna þess að ég held að Bára sé efnilegur tónlistarmaður. Hún er líka ung að árum, er nýlega útskrifuð frá Listaháskóla Íslands og er í framhaldsnámi á Ítalíu. Eins og áður sagði lék hún vel og síðasta verkið á tónleikunum gaf til kynna hæfileika til tónsköpunar. En það er ekki nóg. Bára þarf að finna sína eigin rödd, og ég trúi ekki öðru en að hún muni gera það með auknum þroska og lærdómi.Niðurstaða: Tónlistin var aðallega klisjur frá þeim tíma þegar nútímatónlist var hatað listform. Gagnrýni Listahátíð í Reykjavík Menning Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Tónlist Bára Gísladóttir Tónsmíðar eftir Báru Gísladóttur Listahátíð í Reykjavík Í Mengi laugardaginn 23. maí Tónleikar Báru Gísladóttur í Mengi á laugardagskvöldið byrjuðu skemmtilega. Það var niðamyrkur í salnum, en þó mátti greina óljósar útlínur kontrabassa sem lá á gólfinu. Fyrst gerðist ekki neitt. En svo birtist allt í einu ljóstíra sem sveif yfir strengjum kontrabassans. Hljóð tóku að berast úr bassanum og ljóst var að manneskja lá fyrir aftan hann. Ljósið var fest við höndina á henni. Gerningurinn stigmagnaðist, fótleggur reis upp úr myrkrinu og tónlistinni óx ásmegin. Þetta var fyndið, enda flissuðu áheyrendur. Var maður kominn á einhvers konar gríntónleika að hætti Victors Borge? Svo reyndist ekki vera. Þegar ljósin voru kveikt tók við fremur hefðbundin framúrstefna, eins mótsagnakennt eins og það nú hljómar. Bára er kontrabassaleikari og tónskáld og með henni á tónleikunum léku Hilma Kristín Sveinsdóttir á klarinettu og Helgi R. Heiðarsson á saxófón. Einnig komu rafhljóð nokkuð við sögu. Tónlistin var öll eftir Báru. Hún var vissulega ágætlega leikin, hljóðfæraleikararnir spiluðu fagmannlega, mótuðu tónana af nostursemi og alúð. En það dugði skammt. Áður var talað um hefðbundna framúrstefnu. Tónlistin var afar klisjukennd, á yfirborðinu hljómaði hún eins og margt af því sem var í „tísku“ þegar nútímatónlist var hatað listform. Hún var mjög ómstríð, hrynjandin var óregluleg, það voru sífelldar andstæður hvassra tóna og óljóss muldurs. Það var þreytandi áheyrnar. Nú er hér ekki verið að segja að öll tónlist sem var samin fyrir 30-40 árum hafi verið drasl. Þar innan um voru snilldarverk líka. Það skiptir litlu á hvaða tungumáli tónlistin er, svo framarlega sem tónskáldið er innblásið og hefur eitthvað fram að færa. Þetta verður ekki sagt um þá tónlist sem borin var fram á tónleikunum. Þar var enginn skáldskapur, enginn innblástur, tónlistin komst aldrei á flug. Helst var það síðasta verkið sem vakti athygli. Í því var kontrabassanum breytt í slagverk, og tónlistin var fíngerður vefur af veikróma höggum, stundum eins og óljóst fótatak. Þetta lofaði góðu, kliðurinn var draumkenndur og töfrum líkastur. En svo gerðist ekkert, Bára fór bara að endurtaka sig og þá hurfu töfrarnir. Það var synd, vegna þess að ég held að Bára sé efnilegur tónlistarmaður. Hún er líka ung að árum, er nýlega útskrifuð frá Listaháskóla Íslands og er í framhaldsnámi á Ítalíu. Eins og áður sagði lék hún vel og síðasta verkið á tónleikunum gaf til kynna hæfileika til tónsköpunar. En það er ekki nóg. Bára þarf að finna sína eigin rödd, og ég trúi ekki öðru en að hún muni gera það með auknum þroska og lærdómi.Niðurstaða: Tónlistin var aðallega klisjur frá þeim tíma þegar nútímatónlist var hatað listform.
Gagnrýni Listahátíð í Reykjavík Menning Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira