Meint mútuþægni hjá toppum FIFA nær aftur til 1990 Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 28. maí 2015 07:00 Þessir voru ákærðir í gærmorgun Bandarísk yfirvöld tilkynntu um ákæru á hendur níu háttsettum embættismönnum FIFA, alþjóða knattspyrnusambandsins, og fimm stjórnarmönnum stórfyrirtækja sem tengjast FIFA í gær. Mennirnir eru ákærðir meðal annars fyrir spillingu, peningaþvætti og mútuþægni í málum sem teygja sig allt aftur til ársins 1990. Meðal hinna ákærðu eru Jeffrey Webb, varaforseti FIFA og forseti CONCACAF, knattspyrnusambands Norður- og Mið-Ameríku og Karíbahafsins, og Eugenio Figueredo, varaforseti FIFA og fyrrverandi forseti CONMEBOL, knattspyrnusambands Suður-Ameríku. Báðir sitja mennirnir í framkvæmdastjórn FIFA. Einn mannanna, Costas Takkas, er minni spámaður en hinir, hann er ráðgjafi Webbs. Sepp Blatter, forseti FIFA, er ekki á meðal hinna ákærðu.Atburðarás spillingarmálaSex mannanna voru handteknir í Sviss í gærmorgun, þar á meðal Figueredo og Webb. Búist er við því að þeir verði framseldir til Bandaríkjanna. Ríkissaksóknari Bandaríkjanna, Loretta Lynch, tilkynnti í morgun um ákærurnar og sagði spillinguna innan FIFA kerfisbundna og að hún hefði skotið rótum sínum djúpt. Rannsókn á málinu hefur verið í höndum FBI í samstarfi við ríkissaksóknara Sviss. Walter De Gregorio, fjölmiðlafulltrúi FIFA, sat fyrir svörum á blaðamannafundi í gærmorgun. Hann sagði FIFA hafa hafið ferlið með beiðni um rannsókn til ríkissaksóknara Sviss 18. nóvember og segir sambandið hafa sýnt mikinn samstarfsvilja og afhent ríkissaksóknaranum Garcia-skýrsluna svokölluðu. Garcia-skýrslan er 350 blaðsíður, skrifuð á árunum 2012 til 2014, sem Michael Garcia, bandarískur saksóknari, tók saman fyrir FIFA vegna ásakana um spillingu innan FIFA, þá sérstaklega í aðdraganda kosninga um hvar skyldi halda HM 2018 og 2022. Þá skýrslu hefur FIFA ekki viljað birta almenningi.FIFA fórnarlambið í málinu De Gregorio er á því því að FIFA sé fórnarlambið í þessu máli. „Við hlökkum til að fá niðurstöðu í málið. Því lengur sem það er opið er hægt að rangtúlka það,“ sagði De Gregorio um málið. De Gregorio sagði Blatter ekki þurfa að axla ábyrgð á málinu þar sem hann væri ekki í hópi hinna ákærðu. Ársþing FIFA á að fara fram næstu helgi og forsetakosningar sömuleiðis. Jórdanski prinsinn Ali Bin Al Hussein býður sig fram gegn Blatter. Prinsinn nýtur trausts Knattspyrnusambands Evrópu. Geir Þorsteinsson, forseti KSÍ, segir að málið hljóti að hafa áhrif á stuðning við Blatter „Maður veltir því fyrir sér hvort kosningin geti yfirhöfuð farið fram vegna þessara atburða,“ sagði Geir. Aðspurður sagði De Gregorio að málið myndi engu fresta. FIFA Fótbolti Tengdar fréttir Geir um handtökurnar: Mikið áfall fyrir knattspyrnuhreyfinguna „Á þessari stundu veit ég ekkert meira en það sem hefur komið fram í fjölmiðlum,“ sagði Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, í samtali við Guðjón Guðmundsson, aðspurður um handtökur á sjö hátt settum stjórnarmönnum FIFA í nótt. Mennirnir sem um ræðir voru ákærðir í Bandaríkjunum en þeir eru sakaðir um spillingu; peningaþvætti og mútustarfsemi. 27. maí 2015 14:24 Sjö háttsettir starfsmenn FIFA handteknir Mennirnir eru ákærðir í Bandaríkjunum og sakaðir um peningaþvætti og mútustarfsemi. 27. maí 2015 07:32 Fyrrverandi og núverandi varaforsetar FIFA meðal hinna handteknu Bandaríska dómsmálaráðuneytið gefið út nöfn þeirra stjórnarmanna FIFA sem voru handteknir á hóteli sínu í Zürich í Sviss þar sem ársþing sambandsins fer fram á föstudaginn. 27. maí 2015 11:15 Forsetakjör FIFA fer fram Walter De Gregorio, fjölmiðlafulltrúi FIFA, segir líklegt að kosningarnar til forseta sambandsins fari fram á föstudaginn þrátt fyrir aðgerðir svissnesku lögreglunnar í nótt, þar sem sex háttsettir stjórnarmenn FIFA voru handteknir í Zürich. 27. maí 2015 10:14 Lineker: Verður óglatt að horfa upp á þessa skömm við fótboltann sem FIFA er Sjónvarpsmaðurinn og framherjinn fyrrverandi Gary Lineker býst við að kosningin fari fram og Blatter verði áfram forseti. 27. maí 2015 22:45 Þáðu meira en tuttugu milljarða króna í mútur Níu starfsmenn FIFA og fimm aðrir hafa verið ákærðir í Bandaríkjunum og búið er að handtaka sjö þeirra. 27. maí 2015 18:30 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brást of harkalega við dyraati Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Bandarísk yfirvöld tilkynntu um ákæru á hendur níu háttsettum embættismönnum FIFA, alþjóða knattspyrnusambandsins, og fimm stjórnarmönnum stórfyrirtækja sem tengjast FIFA í gær. Mennirnir eru ákærðir meðal annars fyrir spillingu, peningaþvætti og mútuþægni í málum sem teygja sig allt aftur til ársins 1990. Meðal hinna ákærðu eru Jeffrey Webb, varaforseti FIFA og forseti CONCACAF, knattspyrnusambands Norður- og Mið-Ameríku og Karíbahafsins, og Eugenio Figueredo, varaforseti FIFA og fyrrverandi forseti CONMEBOL, knattspyrnusambands Suður-Ameríku. Báðir sitja mennirnir í framkvæmdastjórn FIFA. Einn mannanna, Costas Takkas, er minni spámaður en hinir, hann er ráðgjafi Webbs. Sepp Blatter, forseti FIFA, er ekki á meðal hinna ákærðu.Atburðarás spillingarmálaSex mannanna voru handteknir í Sviss í gærmorgun, þar á meðal Figueredo og Webb. Búist er við því að þeir verði framseldir til Bandaríkjanna. Ríkissaksóknari Bandaríkjanna, Loretta Lynch, tilkynnti í morgun um ákærurnar og sagði spillinguna innan FIFA kerfisbundna og að hún hefði skotið rótum sínum djúpt. Rannsókn á málinu hefur verið í höndum FBI í samstarfi við ríkissaksóknara Sviss. Walter De Gregorio, fjölmiðlafulltrúi FIFA, sat fyrir svörum á blaðamannafundi í gærmorgun. Hann sagði FIFA hafa hafið ferlið með beiðni um rannsókn til ríkissaksóknara Sviss 18. nóvember og segir sambandið hafa sýnt mikinn samstarfsvilja og afhent ríkissaksóknaranum Garcia-skýrsluna svokölluðu. Garcia-skýrslan er 350 blaðsíður, skrifuð á árunum 2012 til 2014, sem Michael Garcia, bandarískur saksóknari, tók saman fyrir FIFA vegna ásakana um spillingu innan FIFA, þá sérstaklega í aðdraganda kosninga um hvar skyldi halda HM 2018 og 2022. Þá skýrslu hefur FIFA ekki viljað birta almenningi.FIFA fórnarlambið í málinu De Gregorio er á því því að FIFA sé fórnarlambið í þessu máli. „Við hlökkum til að fá niðurstöðu í málið. Því lengur sem það er opið er hægt að rangtúlka það,“ sagði De Gregorio um málið. De Gregorio sagði Blatter ekki þurfa að axla ábyrgð á málinu þar sem hann væri ekki í hópi hinna ákærðu. Ársþing FIFA á að fara fram næstu helgi og forsetakosningar sömuleiðis. Jórdanski prinsinn Ali Bin Al Hussein býður sig fram gegn Blatter. Prinsinn nýtur trausts Knattspyrnusambands Evrópu. Geir Þorsteinsson, forseti KSÍ, segir að málið hljóti að hafa áhrif á stuðning við Blatter „Maður veltir því fyrir sér hvort kosningin geti yfirhöfuð farið fram vegna þessara atburða,“ sagði Geir. Aðspurður sagði De Gregorio að málið myndi engu fresta.
FIFA Fótbolti Tengdar fréttir Geir um handtökurnar: Mikið áfall fyrir knattspyrnuhreyfinguna „Á þessari stundu veit ég ekkert meira en það sem hefur komið fram í fjölmiðlum,“ sagði Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, í samtali við Guðjón Guðmundsson, aðspurður um handtökur á sjö hátt settum stjórnarmönnum FIFA í nótt. Mennirnir sem um ræðir voru ákærðir í Bandaríkjunum en þeir eru sakaðir um spillingu; peningaþvætti og mútustarfsemi. 27. maí 2015 14:24 Sjö háttsettir starfsmenn FIFA handteknir Mennirnir eru ákærðir í Bandaríkjunum og sakaðir um peningaþvætti og mútustarfsemi. 27. maí 2015 07:32 Fyrrverandi og núverandi varaforsetar FIFA meðal hinna handteknu Bandaríska dómsmálaráðuneytið gefið út nöfn þeirra stjórnarmanna FIFA sem voru handteknir á hóteli sínu í Zürich í Sviss þar sem ársþing sambandsins fer fram á föstudaginn. 27. maí 2015 11:15 Forsetakjör FIFA fer fram Walter De Gregorio, fjölmiðlafulltrúi FIFA, segir líklegt að kosningarnar til forseta sambandsins fari fram á föstudaginn þrátt fyrir aðgerðir svissnesku lögreglunnar í nótt, þar sem sex háttsettir stjórnarmenn FIFA voru handteknir í Zürich. 27. maí 2015 10:14 Lineker: Verður óglatt að horfa upp á þessa skömm við fótboltann sem FIFA er Sjónvarpsmaðurinn og framherjinn fyrrverandi Gary Lineker býst við að kosningin fari fram og Blatter verði áfram forseti. 27. maí 2015 22:45 Þáðu meira en tuttugu milljarða króna í mútur Níu starfsmenn FIFA og fimm aðrir hafa verið ákærðir í Bandaríkjunum og búið er að handtaka sjö þeirra. 27. maí 2015 18:30 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brást of harkalega við dyraati Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Geir um handtökurnar: Mikið áfall fyrir knattspyrnuhreyfinguna „Á þessari stundu veit ég ekkert meira en það sem hefur komið fram í fjölmiðlum,“ sagði Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, í samtali við Guðjón Guðmundsson, aðspurður um handtökur á sjö hátt settum stjórnarmönnum FIFA í nótt. Mennirnir sem um ræðir voru ákærðir í Bandaríkjunum en þeir eru sakaðir um spillingu; peningaþvætti og mútustarfsemi. 27. maí 2015 14:24
Sjö háttsettir starfsmenn FIFA handteknir Mennirnir eru ákærðir í Bandaríkjunum og sakaðir um peningaþvætti og mútustarfsemi. 27. maí 2015 07:32
Fyrrverandi og núverandi varaforsetar FIFA meðal hinna handteknu Bandaríska dómsmálaráðuneytið gefið út nöfn þeirra stjórnarmanna FIFA sem voru handteknir á hóteli sínu í Zürich í Sviss þar sem ársþing sambandsins fer fram á föstudaginn. 27. maí 2015 11:15
Forsetakjör FIFA fer fram Walter De Gregorio, fjölmiðlafulltrúi FIFA, segir líklegt að kosningarnar til forseta sambandsins fari fram á föstudaginn þrátt fyrir aðgerðir svissnesku lögreglunnar í nótt, þar sem sex háttsettir stjórnarmenn FIFA voru handteknir í Zürich. 27. maí 2015 10:14
Lineker: Verður óglatt að horfa upp á þessa skömm við fótboltann sem FIFA er Sjónvarpsmaðurinn og framherjinn fyrrverandi Gary Lineker býst við að kosningin fari fram og Blatter verði áfram forseti. 27. maí 2015 22:45
Þáðu meira en tuttugu milljarða króna í mútur Níu starfsmenn FIFA og fimm aðrir hafa verið ákærðir í Bandaríkjunum og búið er að handtaka sjö þeirra. 27. maí 2015 18:30