Hver er prinsinn sem vill verða FIFA-kóngur? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. maí 2015 07:00 Ali bin Hussein prins þarf að tryggja sér atkvæði á lokasprettinum ætli hann að komast í forsetastólinn hjá FIFA. vísir/EPA Það hriktir í stoðum FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins, eftir atburði síðustu daga. Sem kunnugt er voru háttsettir stjórnarmenn FIFA handteknir aðfaranótt miðvikudags á hóteli í Zürich í Sviss þar sem ársþing sambandsins fer fram í dag. Mennirnir sem voru handteknir eru sakaðir um víðtæka spillingu; peningaþvætti og mútustarfsemi. Í fyrradag var einnig gerð húsleit í höfuðstöðvum FIFA.Sjá einnig:Blatter: Ég get ekki fylgst með öllum allan daginnPlatini bað Blatter að hætta Þessir atburðir hafa gjörbreytt landslaginu í forsetakjöri FIFA sem fram fer í dag. Fyrir nokkrum dögum var talið nær öruggt að Sepp Blatter yrði endurkjörinn og myndi sitja sitt fimmta kjörtímabil á forsetastóli en hann tók við forsetaembættinu 1998 af læriföður sínum, Brasilíumanninum João Havelange. Í dag gætu því orðið, að flestra mati löngu tímabærar, breytingar á forystusveit FIFA sem hefur legið undir ámæli fyrir spillingu síðustu árin og áratugina. Á blaðamannafundi í gær lýsti Michel Platini, forseti UEFA, því yfir að aðildarþjóðir sambandsins hefðu komist að þeirri niðurstöðu að styðja Ali bin Hussein Jórdaníuprins gegn Blatter í forsetakjörinu í dag. Aðildarþjóðir UEFA eru 53 en Platini gerir ráð fyrir að 45-46 þeirra kjósi prinsinn. KSÍ er hluti af UEFA. Upphaflega buðu fimm manns sig fram gegn Blatter; Ali prins, Luís Figo, David Ginola, Jérôme Champagne og Michael van Praag. Nú stendur Hussein einn eftir gegn hinum 79 ára gamla Blatter og á allt í einu raunhæfa möguleika á að velta hinum þaulsætna Svisslendingi af stalli sínum.Michel Platini var gráti næst í gær.vísir/afpMeð tárin í augunum „Ég segi þetta með tárin í augunum en skandalarnir hjá FIFA, móður fótboltans, eru of margir,“ sagði Platini á blaðamannafundinum í gær. Þar lýsti hann því einnig yfir að hann hefði farið á fund Blatters og beðið hann að segja af sér. „Ég bað hann um að segja af sér því þetta gengur ekki svona lengur,“ sagði Platini og bætti við: „Fólk er búið að fá nóg af Sepp Blatter. Það vill hann ekki lengur og við viljum hann ekki lengur,“ sagði Platini.Sjá einnig:Platini útilokar ekki að UEFA-löndin sniðgangi HM verði Blatter endurkjörinn „Blatter sagði mér að það væri of seint fyrir hann að hætta þar sem þingið hefst á morgun (í dag). Við hjá UEFA styðjum Ali prins og við biðjum aðra innan FIFA að gera það líka,“ sagði Platini enn fremur. En hver er þessi Ali prins sem Evrópa ætlar að veðja á gegn Blatter og gæti orðið valdamesti maður fótboltaheimsins í dag? Konungborinn frambjóðandiPrinsinn er orðinn vonarstjarna Evrópu og fleiri innan fótboltans.vísir/gettyNýtur stuðnings Platini Ali bin Hussein fæddist í Amman, höfuðborg Jórdaníu, á Þorláksmessu 1975 og verður því fertugur síðar á árinu. Hann er sonur Husseins, Jórdaníukonungs á árunum 1952-1999, og Aliu, þriðju konu hans sem lést í þyrluslysi tveimur árum eftir að Ali fæddist. Hálfbróðir Alis, Abdullah II, tók við konungstigninni í Jórdaníu að föður þeirra látnum 1999. Ali nam bæði við skóla í Bretlandi og Bandaríkjunum og var um tíma í jórdönsku sérsveitinni. Á árunum 1999-2008 starfaði hann í öryggisþjónustu bróður síns.Sjá einnig:Geir kallar eftir breytingum innan FIFA: Þetta er óþolandi staða Ali hefur verið forseti jórdanska knattspyrnusambandsins síðan 1999 og er einnig stofnandi og forseti knattspyrnusambands ríkja í Vestur-Asíu. Hann er sömuleiðis einn af átta varaforsetum FIFA og hefur setið í því embætti frá 2011. Í byrjun árs 2015 tilkynnti hann svo um framboð sitt til forseta FIFA. Allt frá upphafi hefur Ali prins notið stuðnings Michels Platini sem lýsti strax yfir ánægju sinni með framboð Jórdaníuprinsins. „Ég er ekki með atkvæðisrétt en ég styð hann í kjörinu. Ég er þess fullviss að Ali, sem ég hef þekkt lengi, gæti orðið frábær forseti FIFA. Hann býr yfir öllum nauðsynlegum eiginleikum til að gegna embættinu,“ sagði Platini fyrr í vikunni.Það verður ekkert grín að koma Blatter frá.vísir/gettyFellir hann klækjarefinn? Hingað til hefur Ali spilað á réttu strengina. Hann hefur talað um að það sé kominn tími á breytingar hjá FIFA og að það þurfi að hreinsa spillinguna út. Hann lofar auknu gagnsæi og hefur kallað eftir því að skýrsla bandaríska lögmannsins Michaels Garcia um spillingu innan FIFA verði gerð opinber. Prins Ali hefur einnig lofað því að fjölga þátttökuliðum á heimsmeistaramótinu úr 32 í 36 verði hann kosinn. Þetta er reyndar þekkt kosningabragð sem Havelange og Blatter beittu sjálfir á sínum tíma til að styrkja stöðu sína í Asíu og Afríku. Hvað hefur Ali mörg atkvæði? Það er svo spurning hvort þessi málflutningur dugi til að velta Blatter úr sessi. Ali prins nýtur stuðnings Evrópu og telur sig hafa um 60 atkvæði frá löndum utan Evrópu, þar á meðal í Asíu og Vestur-Afríku. Þá á hann atkvæði þeirra þjóða sem voru búnar að lýsa yfir stuðningi við Figo og Van Praag vís. Aðildarþjóðir FIFA eru 209 talsins. Blatter er klækjarefur mikill og kann öll trixin í bókinni. En andstaðan hefur aldrei verið jafn mikil og nú og stundin sem margir hafa beðið eftir gæti runnið upp í dag. Dagar Blatters á forsetastóli FIFA eru mögulega taldir. FIFA Tengdar fréttir UEFA pressar á að forsetakosningum FIFA verði frestað Forsetakosningar FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins, eru enn á dagskrá þrátt fyrir atburði gærdagsins og það stefnir því allt í að valdatíð Sepp Blatter lengist um fjögur ár. 28. maí 2015 09:00 Meint mútuþægni hjá toppum FIFA nær aftur til 1990 Bandarísk yfirvöld ákæra níu yfirmenn FIFA. Þeirra á meðal er varaforseti FIFA, Jeffrey Webb. Sepp Blatter, forseti FIFA, er ekki á meðal hinna ákærðu. Fjölmiðlafulltrúi FIFA segir sambandið fórnarlamb málsins. 28. maí 2015 07:00 Styrktaraðilar FIFA áhyggjufullir Coca-cola hefur sagt heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu vera í rúst eftir langvarandi deilur. 28. maí 2015 07:32 Geir og félagar snúa baki við Sepp Blatter Knattspyrnusamband Evrópu var eina álfusambandið sem vildi fresta forsetkosningum FIFA vegna handtakanna í Zurich í gær en aðildarlönd UEFA ætla samt sem áður að taka þátt í kosningunni. 28. maí 2015 12:52 Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Sjá meira
Það hriktir í stoðum FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins, eftir atburði síðustu daga. Sem kunnugt er voru háttsettir stjórnarmenn FIFA handteknir aðfaranótt miðvikudags á hóteli í Zürich í Sviss þar sem ársþing sambandsins fer fram í dag. Mennirnir sem voru handteknir eru sakaðir um víðtæka spillingu; peningaþvætti og mútustarfsemi. Í fyrradag var einnig gerð húsleit í höfuðstöðvum FIFA.Sjá einnig:Blatter: Ég get ekki fylgst með öllum allan daginnPlatini bað Blatter að hætta Þessir atburðir hafa gjörbreytt landslaginu í forsetakjöri FIFA sem fram fer í dag. Fyrir nokkrum dögum var talið nær öruggt að Sepp Blatter yrði endurkjörinn og myndi sitja sitt fimmta kjörtímabil á forsetastóli en hann tók við forsetaembættinu 1998 af læriföður sínum, Brasilíumanninum João Havelange. Í dag gætu því orðið, að flestra mati löngu tímabærar, breytingar á forystusveit FIFA sem hefur legið undir ámæli fyrir spillingu síðustu árin og áratugina. Á blaðamannafundi í gær lýsti Michel Platini, forseti UEFA, því yfir að aðildarþjóðir sambandsins hefðu komist að þeirri niðurstöðu að styðja Ali bin Hussein Jórdaníuprins gegn Blatter í forsetakjörinu í dag. Aðildarþjóðir UEFA eru 53 en Platini gerir ráð fyrir að 45-46 þeirra kjósi prinsinn. KSÍ er hluti af UEFA. Upphaflega buðu fimm manns sig fram gegn Blatter; Ali prins, Luís Figo, David Ginola, Jérôme Champagne og Michael van Praag. Nú stendur Hussein einn eftir gegn hinum 79 ára gamla Blatter og á allt í einu raunhæfa möguleika á að velta hinum þaulsætna Svisslendingi af stalli sínum.Michel Platini var gráti næst í gær.vísir/afpMeð tárin í augunum „Ég segi þetta með tárin í augunum en skandalarnir hjá FIFA, móður fótboltans, eru of margir,“ sagði Platini á blaðamannafundinum í gær. Þar lýsti hann því einnig yfir að hann hefði farið á fund Blatters og beðið hann að segja af sér. „Ég bað hann um að segja af sér því þetta gengur ekki svona lengur,“ sagði Platini og bætti við: „Fólk er búið að fá nóg af Sepp Blatter. Það vill hann ekki lengur og við viljum hann ekki lengur,“ sagði Platini.Sjá einnig:Platini útilokar ekki að UEFA-löndin sniðgangi HM verði Blatter endurkjörinn „Blatter sagði mér að það væri of seint fyrir hann að hætta þar sem þingið hefst á morgun (í dag). Við hjá UEFA styðjum Ali prins og við biðjum aðra innan FIFA að gera það líka,“ sagði Platini enn fremur. En hver er þessi Ali prins sem Evrópa ætlar að veðja á gegn Blatter og gæti orðið valdamesti maður fótboltaheimsins í dag? Konungborinn frambjóðandiPrinsinn er orðinn vonarstjarna Evrópu og fleiri innan fótboltans.vísir/gettyNýtur stuðnings Platini Ali bin Hussein fæddist í Amman, höfuðborg Jórdaníu, á Þorláksmessu 1975 og verður því fertugur síðar á árinu. Hann er sonur Husseins, Jórdaníukonungs á árunum 1952-1999, og Aliu, þriðju konu hans sem lést í þyrluslysi tveimur árum eftir að Ali fæddist. Hálfbróðir Alis, Abdullah II, tók við konungstigninni í Jórdaníu að föður þeirra látnum 1999. Ali nam bæði við skóla í Bretlandi og Bandaríkjunum og var um tíma í jórdönsku sérsveitinni. Á árunum 1999-2008 starfaði hann í öryggisþjónustu bróður síns.Sjá einnig:Geir kallar eftir breytingum innan FIFA: Þetta er óþolandi staða Ali hefur verið forseti jórdanska knattspyrnusambandsins síðan 1999 og er einnig stofnandi og forseti knattspyrnusambands ríkja í Vestur-Asíu. Hann er sömuleiðis einn af átta varaforsetum FIFA og hefur setið í því embætti frá 2011. Í byrjun árs 2015 tilkynnti hann svo um framboð sitt til forseta FIFA. Allt frá upphafi hefur Ali prins notið stuðnings Michels Platini sem lýsti strax yfir ánægju sinni með framboð Jórdaníuprinsins. „Ég er ekki með atkvæðisrétt en ég styð hann í kjörinu. Ég er þess fullviss að Ali, sem ég hef þekkt lengi, gæti orðið frábær forseti FIFA. Hann býr yfir öllum nauðsynlegum eiginleikum til að gegna embættinu,“ sagði Platini fyrr í vikunni.Það verður ekkert grín að koma Blatter frá.vísir/gettyFellir hann klækjarefinn? Hingað til hefur Ali spilað á réttu strengina. Hann hefur talað um að það sé kominn tími á breytingar hjá FIFA og að það þurfi að hreinsa spillinguna út. Hann lofar auknu gagnsæi og hefur kallað eftir því að skýrsla bandaríska lögmannsins Michaels Garcia um spillingu innan FIFA verði gerð opinber. Prins Ali hefur einnig lofað því að fjölga þátttökuliðum á heimsmeistaramótinu úr 32 í 36 verði hann kosinn. Þetta er reyndar þekkt kosningabragð sem Havelange og Blatter beittu sjálfir á sínum tíma til að styrkja stöðu sína í Asíu og Afríku. Hvað hefur Ali mörg atkvæði? Það er svo spurning hvort þessi málflutningur dugi til að velta Blatter úr sessi. Ali prins nýtur stuðnings Evrópu og telur sig hafa um 60 atkvæði frá löndum utan Evrópu, þar á meðal í Asíu og Vestur-Afríku. Þá á hann atkvæði þeirra þjóða sem voru búnar að lýsa yfir stuðningi við Figo og Van Praag vís. Aðildarþjóðir FIFA eru 209 talsins. Blatter er klækjarefur mikill og kann öll trixin í bókinni. En andstaðan hefur aldrei verið jafn mikil og nú og stundin sem margir hafa beðið eftir gæti runnið upp í dag. Dagar Blatters á forsetastóli FIFA eru mögulega taldir.
FIFA Tengdar fréttir UEFA pressar á að forsetakosningum FIFA verði frestað Forsetakosningar FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins, eru enn á dagskrá þrátt fyrir atburði gærdagsins og það stefnir því allt í að valdatíð Sepp Blatter lengist um fjögur ár. 28. maí 2015 09:00 Meint mútuþægni hjá toppum FIFA nær aftur til 1990 Bandarísk yfirvöld ákæra níu yfirmenn FIFA. Þeirra á meðal er varaforseti FIFA, Jeffrey Webb. Sepp Blatter, forseti FIFA, er ekki á meðal hinna ákærðu. Fjölmiðlafulltrúi FIFA segir sambandið fórnarlamb málsins. 28. maí 2015 07:00 Styrktaraðilar FIFA áhyggjufullir Coca-cola hefur sagt heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu vera í rúst eftir langvarandi deilur. 28. maí 2015 07:32 Geir og félagar snúa baki við Sepp Blatter Knattspyrnusamband Evrópu var eina álfusambandið sem vildi fresta forsetkosningum FIFA vegna handtakanna í Zurich í gær en aðildarlönd UEFA ætla samt sem áður að taka þátt í kosningunni. 28. maí 2015 12:52 Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Sjá meira
UEFA pressar á að forsetakosningum FIFA verði frestað Forsetakosningar FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins, eru enn á dagskrá þrátt fyrir atburði gærdagsins og það stefnir því allt í að valdatíð Sepp Blatter lengist um fjögur ár. 28. maí 2015 09:00
Meint mútuþægni hjá toppum FIFA nær aftur til 1990 Bandarísk yfirvöld ákæra níu yfirmenn FIFA. Þeirra á meðal er varaforseti FIFA, Jeffrey Webb. Sepp Blatter, forseti FIFA, er ekki á meðal hinna ákærðu. Fjölmiðlafulltrúi FIFA segir sambandið fórnarlamb málsins. 28. maí 2015 07:00
Styrktaraðilar FIFA áhyggjufullir Coca-cola hefur sagt heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu vera í rúst eftir langvarandi deilur. 28. maí 2015 07:32
Geir og félagar snúa baki við Sepp Blatter Knattspyrnusamband Evrópu var eina álfusambandið sem vildi fresta forsetkosningum FIFA vegna handtakanna í Zurich í gær en aðildarlönd UEFA ætla samt sem áður að taka þátt í kosningunni. 28. maí 2015 12:52