Sanngjarn ójöfnuður Hildur Sverrisdóttir skrifar 6. júní 2015 07:00 Orðið jöfnuður er fallegt orð. Að vera jafn fyrir lögum er til dæmis fallegur og mikilvægur réttur. Mér þótti því lengi vel að jafnaðarmennska hlyti að vera fegurri pólitísk afstaða en aðrar þar sem hún hljómaði svo sanngjörn. Þrátt fyrir það aðhyllist ég nú pólitík sem er meira frelsismegin því ég tel það æskilegra samfélaginu. Ég varð því hugsi þegar verið var að mótmæla um daginn með þeim rökum að jöfnuður hafi minnkað. Fyrir það fyrsta er það ekki rétt; jöfnuður hefur aukist hér eftir hrun og er samkvæmt lífskjararannsókn Hagstofunnar meiri en síðan árið 2004. Ójöfnuður er svo einna minnstur í heiminum á Íslandi. Of mikill og ósanngjarn ójöfnuður veldur vissulega óeiningu og ólgu í samfélögum, en of mikill jöfnuður er langt í frá algóður. Oft þegar maður viðrar þá skoðun sína er látið að því liggja að maður sé að gamni sínu til í að gera upp á milli fólks af engri ástæðu þar sem allir eiga að vera jafnir burtséð frá mismunandi menntun og reynslu. Það er vond nálgun. Fyrir samfélag sem vill vaxa og dafna í allra þágu verður að vera hvati til að vilja auka við sig þekkingu, taka áhættu og bera ábyrgð. Fyrir það allt verður að vera leyfilegt að umbuna. Samfélag sem vill það verður að þora að viðurkenna að þó að jöfnuður hljómi vel er hvorki sanngjarnt né skynsamlegt að menntunin komi til að mynda fyrst út í plús í heimilisbókhaldinu um sextugt. Það hefur ekkert að gera með að ekki sé borin virðing fyrir öllum sem sinna sínu vel og fái fyrir það mannsæmandi laun. Það á að bera virðingu fyrir öllum þeim sem skila mismunandi framlagi til samfélagsins. En það verður þá líka að mega bera virðingu fyrir þeim sem hafa lagt á sig eitthvað aukalega fyrir sig og samfélagið og gefa sanngjarna umbun fyrir. Jöfnuður hljómar vel – en sanngjarn ójöfnuður verður líka að fá að hljóma vel. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Orðið jöfnuður er fallegt orð. Að vera jafn fyrir lögum er til dæmis fallegur og mikilvægur réttur. Mér þótti því lengi vel að jafnaðarmennska hlyti að vera fegurri pólitísk afstaða en aðrar þar sem hún hljómaði svo sanngjörn. Þrátt fyrir það aðhyllist ég nú pólitík sem er meira frelsismegin því ég tel það æskilegra samfélaginu. Ég varð því hugsi þegar verið var að mótmæla um daginn með þeim rökum að jöfnuður hafi minnkað. Fyrir það fyrsta er það ekki rétt; jöfnuður hefur aukist hér eftir hrun og er samkvæmt lífskjararannsókn Hagstofunnar meiri en síðan árið 2004. Ójöfnuður er svo einna minnstur í heiminum á Íslandi. Of mikill og ósanngjarn ójöfnuður veldur vissulega óeiningu og ólgu í samfélögum, en of mikill jöfnuður er langt í frá algóður. Oft þegar maður viðrar þá skoðun sína er látið að því liggja að maður sé að gamni sínu til í að gera upp á milli fólks af engri ástæðu þar sem allir eiga að vera jafnir burtséð frá mismunandi menntun og reynslu. Það er vond nálgun. Fyrir samfélag sem vill vaxa og dafna í allra þágu verður að vera hvati til að vilja auka við sig þekkingu, taka áhættu og bera ábyrgð. Fyrir það allt verður að vera leyfilegt að umbuna. Samfélag sem vill það verður að þora að viðurkenna að þó að jöfnuður hljómi vel er hvorki sanngjarnt né skynsamlegt að menntunin komi til að mynda fyrst út í plús í heimilisbókhaldinu um sextugt. Það hefur ekkert að gera með að ekki sé borin virðing fyrir öllum sem sinna sínu vel og fái fyrir það mannsæmandi laun. Það á að bera virðingu fyrir öllum þeim sem skila mismunandi framlagi til samfélagsins. En það verður þá líka að mega bera virðingu fyrir þeim sem hafa lagt á sig eitthvað aukalega fyrir sig og samfélagið og gefa sanngjarna umbun fyrir. Jöfnuður hljómar vel – en sanngjarn ójöfnuður verður líka að fá að hljóma vel.
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun