Ósátt við að verða ekki menntamálaráðherra Ólöf Skaftadóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 12. júní 2015 07:00 Ég er eiginlega búin á því, hvað varðar umræðuhefð,“ segir Ragnheiður Ríkharðsdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, en hún stakk upp á þingi sem eingöngu væri skipað konum á dögunum. Ragnheiður er gestur Ólafar Skaftadóttur og Viktoríu Hermannsdóttur í Föstudagsviðtalinu þessa vikuna en hægt er að hlusta á viðtalið í heild hér fyrir ofan. „Því hefur verið haldið fram, bæði í stjórnunarfræðum og öðru, að konur nálgist verkefni á annan hátt en karlar. Mér fannst þetta svona hugmynd sem ég varpaði fram til að fá fólk til að velta fyrir sér hvernig í veröldinni við ætlum að breyta þeirri átakapólitík sem ríkir, ekki bara á Alþingi heldur almennt. Umræðuhefðinni, orðræðunni, vinnulagi og öðrum verkferlum. Ef þetta verður hugmynd eins og hún fæddist hjá mér kallar hún á það að ekki bara stjórnmálamenn heldur fólkið í samfélaginu velti því fyrir sér hvert við stefnum. Ég stakk upp á þessu til að fá okkur til að hugsa um þessa átakapólitík, þessa orðræðu sem er orðin svo ljót, jafnt inni á þingi sem og í öllum kommentakerfum og mörgum greinum. Ég varð fyrir miklum vonbrigðum vegna þess að mér fannst þetta vera hugmynd sem ég vildi að fólk ræddi. Sumir hafa gert það en umræðan hefur kannski frekar snúist um það hvaða fífl ég sé eiginlega,“ útskýrir Ragnheiður og heldur áfram. Fara í manninn en ekki í boltann„Er þetta fáviti, á hún heima í Sjálfstæðisflokknum? Af hverju fer hún ekki bara í VG eða í Samfylkinguna? Konur í Sjálfstæðisflokknum eiga ekki að koma með hugmyndir um kvennaþing.“ Ragnheiður segir leiðinlegt að farið sé í manninn en ekki í boltann. „Ég varð fyrir pínu vonbrigðum með að umræðan skyldi snúast um mig persónulega, en ekki um þessa hugmynd og af hverju ég lagði hana fram.“ Ragnheiður segir gagnrýnina einnig hafa komið innan úr Sjálfstæðisflokknum. „Já, þeir segja nú sumir að það sé eitthvað að mér. En það er líka allt í lagi,“ segir Ragnheiður og hlær. „En ræðum hugmyndina, finnst okkur hún ömurleg og ómöguleg? Þá er það allt í lagi en af hverju er hún ömurleg? Er það rangt að konur nálgist verkefni með öðrum hætti? Kannski, ég veit það ekki. Ég er þeirrar skoðunar að við konur leggjum á margan hátt annars konar mat á flest mál og skoðum þau út frá okkar kynjagleraugum. Við erum nú einu sinni konur. Og karlmenn skoða þau út frá sínum kynjagleraugum. Við leggjum okkar gildismat og verðmat á málefni ef við getum orðað það svo. Karlmenn gera það líka en það er ekki endilega þar með sagt að það sé það sama jafnvel þó að við deilum sömu pólitísku skoðunum.“ Úr skjóli opinbera geiransRagnheiður starfaði sem kennari, skólastjóri og bæjarstjóri Mosfellsbæjar áður en hún fór inn á þing árið 2007. „Það er nú kannski líka þannig að þegar ég ákveð að skipta um starfsvettvang og fer í pólitík þá er ég fullorðin, ég á minn starfsferil annars staðar. Ég hef þann kjark að skipta um starfsvettvang hafandi verið í öruggu starfi og kannski skjóli ef við getum orðað það svo, sem opinber starfsmaður. Ég hef alltaf staðið með sjálfri mér. Ég var alin þannig upp að ég ætti alltaf að standa með sjálfri mér. Ég var alin þannig upp að ég ætti að mennta mig svo að ég gæti staðið á eigin fótum. Ég hef alltaf verið trú þessu uppeldi mínu og hef þar af leiðandi verið órög við að segja mínar skoðanir og standa á þeim.“ Ein í EvrópupælingumRagnheiður studdi ein í Sjálfstæðisflokknum tillögu um að sækjast eftir aðild að ESB árið 2009. „Ég var þeirrar skoðunar, eftir hrunið, og við erum í ákveðnum uppbyggingarfasa að þetta væri leið sem við ættum að skoða. Ég vildi eins og aðrir þingmenn Sjálfstæðisflokks þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort við ættum að hefja vegferðina. Henni var hafnað. Ég er ein af þessum sem oft hefur verið gert grín að, því ég vil „kíkja í pakkann“. Þjóðin fengi síðan að taka bindandi ákvörðun um það hvort við ættum að segja nei við heimkomnum samningi eða já. Mér finnst það skondið að margir segja ekki mögulegt að kíkja í pakkann. Samt er forsætisráðherra Breta að ræða við ESB um breytingar á samningi um þessar mundir. Ætla þeir sem eru hér heima og sögðu að það væri ekki hægt – eru þeir að segja að David Cameron sem er að hefja þetta ferli sé bara að bulla, að það sé ekki hægt og hann sé að plata þjóðina? Ég held ekki.“ Sóttist eftir ráðherrastöðumSumir hafa sagt skoðanir Ragnheiðar ekki ríma við skoðanir flokkssystkina hennar. En heldur hún að það hafi haft áhrif á framgang hennar innan flokksins? „Eftir kosningarnar 2013 skipar formaður flokksins, Bjarni Benediktsson, mig sem þingflokksformann. Það hefðu nú ekki margir trúað því að ég fengi þá stöðu. En fólkið í Sjálfstæðisflokknum í Suðvesturkjördæmi hefur veitt mér brautargengi í öllum prófkjörum og nú síðast í prófkjörinu 2013. Ég hef í það minnsta traust kjósenda þó að allir viti mína skoðun í Evrópumálum,“ útskýrir Ragnheiður. „Ég sóttist eftir embætti innanríkisráðherra þegar Hanna Birna Kristjánsdóttir fór frá. Ég sóttist líka eftir ráðherraembætti í upphafi vegna þess að ég er menntuð í menntageiranum og með nám í stjórnun í menntageiranum, mér fannst ég geta orðið menntamálaráðherra. Ég fékk það ekki heldur. En í pólitík veit enginn hvað morgundagurinn ber í skauti sér. Minn formaður ákvað að fara út fyrir þingflokkinn og velja mjög frambærilega og flotta konu, Ólöfu Nordal. Hún hefur sýnt það í sínu starfi frá því hún tók við að hún er frábær innanríkisráðherra. Órög við að taka ákvarðanir. Þannig ég var fyrst manna til að óska henni til hamingju og ég er bara þannig gerð að ég dvel ekki lengi við hlutina.“ Hún neitar því þó ekki að hafa orðið fyrir vonbrigðum. „Ef þú sækist eftir einhverju og telur þig hæfa til þess að gegna embættum og annar verður fyrir valinu þá finnst mér fáránlegt að segja að ég hafi verið að gera að gamni mínu. Ég sóttist eftir þessu af fullri alvöru og auðvitað varð ég fyrir vonbrigðum en það skilar manni litlu fyrir morgundaginn.“ Tengdadóttirin í lekamálinuTalið berst að lekamálinu svokallaða, en þar lék fyrrverandi tengdadóttir Ragnheiðar hlutverk sem annar tveggja aðstoðarmanna Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, þáverandi innanríkisráðherra. Þóreyju var stillt upp á forsíðu DV sem aðstoðarmanninum sem lak minnisblaðinu um Tony Omos, en síðar var það dregið til baka og Gísli Freyr Valdórsson, hinn aðstoðarmaður Hönnu Birnu, fundinn sekur fyrir dómi um að hafa lekið minnisblaðinu. Hanna Birna sagði af sérembætti í kjölfarið og Þórey hætti þar af leiðandi sem aðstoðarmaður ráðherra. Hefðu þau getað gert eitthvað öðruvísi? „Það er algjörlega ljóst þegar horft er til baka að margt hefði mátt gera öðruvísi. Ekki bara þær heldur þau öll. Menn hefðu átt að taka á ýmsu með öðrum hætti heldur en gert var. Umboðsmaður Alþingis finnst mér hafa lokað þessu máli. Hanna Birna sagði fyrst af sér sem dómsmálaráðherra og segir síðan af sér sem innanríkisráðherra og axlar þannig pólitíska ábyrgð og gerði það með reisn. En hún hefur lært af þessu, Sjálfstæðisflokkurinn hefur lært af þessu og ég held bara að pólitíkin í heild sinni þurfi að endurskoða allt saman. Líka það sem kom fram í rannsóknarskýrslu Alþingis 2010. Stjórnsýslan þarf að hafa skilvirkari ferla um hvernig á að taka á málefnum borgaranna þegar þau berast ráðuneytum. Við erum í þjónustuhlutverki, hvort heldur sem þú ert þingmaður eða starfsmaður í ráðuneyti. Það þarf að byggja umhverfi þannig að borgarinn geti verið öruggur um hvernig hann eigi að ferðast innan þessa kerfis. Ég held að stjórnsýslan öll þurfi að hafa skilvísari verkferla, betri skráningu yfir það hvernig mál berast, í hvaða farveg þau fara og hvernig þeim lýkur. Að það sé aðgengilegt svo framarlega sem það er ekki mjög persónugerandi.“ Fjölmiðlaumfjöllun fylgirHún segir margt hægt að læra af lekamálinu. „Það er lærdómurinn fyrst og síðast sem ég held að við þurfum að draga af þessu máli. Jafnframt er mikilvægt að ráðherra sem slíkur umgangist með gát undirmenn í stofnunum þar sem hann ræður för. Hann þarf að mínu mati að víkja frá þegar svona verður.“ En fannst henni fjölmiðlaumfjöllun óvægin í málinu? „Öll umræða í svona máli er óvægin. Var hún óvægin gagnvart þeim? Þær eru þátttakendur í þessu ferli. Það var óhjákvæmilegt að þær með einhverjum hætti yrðu til umræðu og þau þrjú persónulega. Ráðherra kemur inn með tvo aðstoðarmenn sem eru á ábyrgð ráðherra, þeir eru aldrei á ábyrgð ráðuneytisins. Þannig að það gefur augaleið að þegar þú ert í slíkri stöðu, hvort heldur sem þú ert ráðherra eða aðstoðarmaður, og eitthvað kemur upp sem talið er stangast á við lög eða er ekki rétt, þá eru það þeir sem lenda í umfjölluninni. Og hver svo sem hún kann að vera, hvort sem það er lekamál eða eitthvað annað sem snertir borgarana eða einhver gjörð sem mælist illa fyrir, þá eru það ráðherrann og pólitískir aðstoðarmenn sem verða að svara gagnvart fjölmiðlum. Við sem erum í þessu verðum að gera okkur grein fyrir því að við verðum oft fyrir óvæginni umfjöllun fjölmiðla en það fylgir því að velja það að vera opinber persóna. Þú verður að gera ráð fyrir því. En þess heldur þarftu að gæta þín.“ Tengslin spiluðu ekki rulluEn voru tengslin við Þórey ástæða þess að Ragnheiður fékk ekki embætti innanríkisráðherra? „Nei. Þegar að því kemur voru sonur minn og Þórey skilin að skiptum. Þau stóðu í skilnaði. Hún er ekki lengur tengdadóttir mín. Ég hef enga trú á því að tengslin hafi ráðið för. Ég hef satt best að segja meiri trú á mínum formanni heldur en að nokkuð slíkt hafi verið ástæða þess.“ Allir í vörn vegna PírataÞegar talið berst að miklu fylgi Pírata í skoðanakönnunum segir Ragnheiður dæmigert að þegar nýtt afl komi inn í pólitíkina fari gömlu öflin í vörn. „Allir hefðbundnu stjórnmálaflokkarnir fara í vörn. Það fyrsta sem kemur fram er að þau séu væntanlega ekki hæf til að vinna verkið.“ Ragnheiður rifjar upp gagnrýni sem Kvennalistinn fékk á sig á sínum tíma. „Það var alveg eins með kvennalistann – áttu konur að vita eitthvað um vitamál? Hafnarmál, samgöngur og annað í þeim dúr? Auðvitað áttu konur ekki að vita neitt um það en þær fóru vegina, þær þekktu vitana og fóru um hafnirnar. Höfðu karlmennirnir sem komu inn á þing einhverja sérstaka þekkingu á þessum málum þegar þeir komu inn á þing? Nei. En þeir töldu sig vita alla hluti betur en aðrir. Fólk verður að átta sig á því að flokkarnir þurfa að breytast í takt við tímann. Samfélagið breytist, menntun breytist og upplýsingaflæði. Ég veit ekki hvað það er sem orsakar þessa fylgisaukningu Pírata. Ef ég vissi það þá myndi ég gera það sama,“ segir Ragnheiður og hlær. Hægt er að hlusta á Föstudagsviðtalið í heild sinni hér. Föstudagsviðtalið Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Sjá meira
Ég er eiginlega búin á því, hvað varðar umræðuhefð,“ segir Ragnheiður Ríkharðsdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, en hún stakk upp á þingi sem eingöngu væri skipað konum á dögunum. Ragnheiður er gestur Ólafar Skaftadóttur og Viktoríu Hermannsdóttur í Föstudagsviðtalinu þessa vikuna en hægt er að hlusta á viðtalið í heild hér fyrir ofan. „Því hefur verið haldið fram, bæði í stjórnunarfræðum og öðru, að konur nálgist verkefni á annan hátt en karlar. Mér fannst þetta svona hugmynd sem ég varpaði fram til að fá fólk til að velta fyrir sér hvernig í veröldinni við ætlum að breyta þeirri átakapólitík sem ríkir, ekki bara á Alþingi heldur almennt. Umræðuhefðinni, orðræðunni, vinnulagi og öðrum verkferlum. Ef þetta verður hugmynd eins og hún fæddist hjá mér kallar hún á það að ekki bara stjórnmálamenn heldur fólkið í samfélaginu velti því fyrir sér hvert við stefnum. Ég stakk upp á þessu til að fá okkur til að hugsa um þessa átakapólitík, þessa orðræðu sem er orðin svo ljót, jafnt inni á þingi sem og í öllum kommentakerfum og mörgum greinum. Ég varð fyrir miklum vonbrigðum vegna þess að mér fannst þetta vera hugmynd sem ég vildi að fólk ræddi. Sumir hafa gert það en umræðan hefur kannski frekar snúist um það hvaða fífl ég sé eiginlega,“ útskýrir Ragnheiður og heldur áfram. Fara í manninn en ekki í boltann„Er þetta fáviti, á hún heima í Sjálfstæðisflokknum? Af hverju fer hún ekki bara í VG eða í Samfylkinguna? Konur í Sjálfstæðisflokknum eiga ekki að koma með hugmyndir um kvennaþing.“ Ragnheiður segir leiðinlegt að farið sé í manninn en ekki í boltann. „Ég varð fyrir pínu vonbrigðum með að umræðan skyldi snúast um mig persónulega, en ekki um þessa hugmynd og af hverju ég lagði hana fram.“ Ragnheiður segir gagnrýnina einnig hafa komið innan úr Sjálfstæðisflokknum. „Já, þeir segja nú sumir að það sé eitthvað að mér. En það er líka allt í lagi,“ segir Ragnheiður og hlær. „En ræðum hugmyndina, finnst okkur hún ömurleg og ómöguleg? Þá er það allt í lagi en af hverju er hún ömurleg? Er það rangt að konur nálgist verkefni með öðrum hætti? Kannski, ég veit það ekki. Ég er þeirrar skoðunar að við konur leggjum á margan hátt annars konar mat á flest mál og skoðum þau út frá okkar kynjagleraugum. Við erum nú einu sinni konur. Og karlmenn skoða þau út frá sínum kynjagleraugum. Við leggjum okkar gildismat og verðmat á málefni ef við getum orðað það svo. Karlmenn gera það líka en það er ekki endilega þar með sagt að það sé það sama jafnvel þó að við deilum sömu pólitísku skoðunum.“ Úr skjóli opinbera geiransRagnheiður starfaði sem kennari, skólastjóri og bæjarstjóri Mosfellsbæjar áður en hún fór inn á þing árið 2007. „Það er nú kannski líka þannig að þegar ég ákveð að skipta um starfsvettvang og fer í pólitík þá er ég fullorðin, ég á minn starfsferil annars staðar. Ég hef þann kjark að skipta um starfsvettvang hafandi verið í öruggu starfi og kannski skjóli ef við getum orðað það svo, sem opinber starfsmaður. Ég hef alltaf staðið með sjálfri mér. Ég var alin þannig upp að ég ætti alltaf að standa með sjálfri mér. Ég var alin þannig upp að ég ætti að mennta mig svo að ég gæti staðið á eigin fótum. Ég hef alltaf verið trú þessu uppeldi mínu og hef þar af leiðandi verið órög við að segja mínar skoðanir og standa á þeim.“ Ein í EvrópupælingumRagnheiður studdi ein í Sjálfstæðisflokknum tillögu um að sækjast eftir aðild að ESB árið 2009. „Ég var þeirrar skoðunar, eftir hrunið, og við erum í ákveðnum uppbyggingarfasa að þetta væri leið sem við ættum að skoða. Ég vildi eins og aðrir þingmenn Sjálfstæðisflokks þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort við ættum að hefja vegferðina. Henni var hafnað. Ég er ein af þessum sem oft hefur verið gert grín að, því ég vil „kíkja í pakkann“. Þjóðin fengi síðan að taka bindandi ákvörðun um það hvort við ættum að segja nei við heimkomnum samningi eða já. Mér finnst það skondið að margir segja ekki mögulegt að kíkja í pakkann. Samt er forsætisráðherra Breta að ræða við ESB um breytingar á samningi um þessar mundir. Ætla þeir sem eru hér heima og sögðu að það væri ekki hægt – eru þeir að segja að David Cameron sem er að hefja þetta ferli sé bara að bulla, að það sé ekki hægt og hann sé að plata þjóðina? Ég held ekki.“ Sóttist eftir ráðherrastöðumSumir hafa sagt skoðanir Ragnheiðar ekki ríma við skoðanir flokkssystkina hennar. En heldur hún að það hafi haft áhrif á framgang hennar innan flokksins? „Eftir kosningarnar 2013 skipar formaður flokksins, Bjarni Benediktsson, mig sem þingflokksformann. Það hefðu nú ekki margir trúað því að ég fengi þá stöðu. En fólkið í Sjálfstæðisflokknum í Suðvesturkjördæmi hefur veitt mér brautargengi í öllum prófkjörum og nú síðast í prófkjörinu 2013. Ég hef í það minnsta traust kjósenda þó að allir viti mína skoðun í Evrópumálum,“ útskýrir Ragnheiður. „Ég sóttist eftir embætti innanríkisráðherra þegar Hanna Birna Kristjánsdóttir fór frá. Ég sóttist líka eftir ráðherraembætti í upphafi vegna þess að ég er menntuð í menntageiranum og með nám í stjórnun í menntageiranum, mér fannst ég geta orðið menntamálaráðherra. Ég fékk það ekki heldur. En í pólitík veit enginn hvað morgundagurinn ber í skauti sér. Minn formaður ákvað að fara út fyrir þingflokkinn og velja mjög frambærilega og flotta konu, Ólöfu Nordal. Hún hefur sýnt það í sínu starfi frá því hún tók við að hún er frábær innanríkisráðherra. Órög við að taka ákvarðanir. Þannig ég var fyrst manna til að óska henni til hamingju og ég er bara þannig gerð að ég dvel ekki lengi við hlutina.“ Hún neitar því þó ekki að hafa orðið fyrir vonbrigðum. „Ef þú sækist eftir einhverju og telur þig hæfa til þess að gegna embættum og annar verður fyrir valinu þá finnst mér fáránlegt að segja að ég hafi verið að gera að gamni mínu. Ég sóttist eftir þessu af fullri alvöru og auðvitað varð ég fyrir vonbrigðum en það skilar manni litlu fyrir morgundaginn.“ Tengdadóttirin í lekamálinuTalið berst að lekamálinu svokallaða, en þar lék fyrrverandi tengdadóttir Ragnheiðar hlutverk sem annar tveggja aðstoðarmanna Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, þáverandi innanríkisráðherra. Þóreyju var stillt upp á forsíðu DV sem aðstoðarmanninum sem lak minnisblaðinu um Tony Omos, en síðar var það dregið til baka og Gísli Freyr Valdórsson, hinn aðstoðarmaður Hönnu Birnu, fundinn sekur fyrir dómi um að hafa lekið minnisblaðinu. Hanna Birna sagði af sérembætti í kjölfarið og Þórey hætti þar af leiðandi sem aðstoðarmaður ráðherra. Hefðu þau getað gert eitthvað öðruvísi? „Það er algjörlega ljóst þegar horft er til baka að margt hefði mátt gera öðruvísi. Ekki bara þær heldur þau öll. Menn hefðu átt að taka á ýmsu með öðrum hætti heldur en gert var. Umboðsmaður Alþingis finnst mér hafa lokað þessu máli. Hanna Birna sagði fyrst af sér sem dómsmálaráðherra og segir síðan af sér sem innanríkisráðherra og axlar þannig pólitíska ábyrgð og gerði það með reisn. En hún hefur lært af þessu, Sjálfstæðisflokkurinn hefur lært af þessu og ég held bara að pólitíkin í heild sinni þurfi að endurskoða allt saman. Líka það sem kom fram í rannsóknarskýrslu Alþingis 2010. Stjórnsýslan þarf að hafa skilvirkari ferla um hvernig á að taka á málefnum borgaranna þegar þau berast ráðuneytum. Við erum í þjónustuhlutverki, hvort heldur sem þú ert þingmaður eða starfsmaður í ráðuneyti. Það þarf að byggja umhverfi þannig að borgarinn geti verið öruggur um hvernig hann eigi að ferðast innan þessa kerfis. Ég held að stjórnsýslan öll þurfi að hafa skilvísari verkferla, betri skráningu yfir það hvernig mál berast, í hvaða farveg þau fara og hvernig þeim lýkur. Að það sé aðgengilegt svo framarlega sem það er ekki mjög persónugerandi.“ Fjölmiðlaumfjöllun fylgirHún segir margt hægt að læra af lekamálinu. „Það er lærdómurinn fyrst og síðast sem ég held að við þurfum að draga af þessu máli. Jafnframt er mikilvægt að ráðherra sem slíkur umgangist með gát undirmenn í stofnunum þar sem hann ræður för. Hann þarf að mínu mati að víkja frá þegar svona verður.“ En fannst henni fjölmiðlaumfjöllun óvægin í málinu? „Öll umræða í svona máli er óvægin. Var hún óvægin gagnvart þeim? Þær eru þátttakendur í þessu ferli. Það var óhjákvæmilegt að þær með einhverjum hætti yrðu til umræðu og þau þrjú persónulega. Ráðherra kemur inn með tvo aðstoðarmenn sem eru á ábyrgð ráðherra, þeir eru aldrei á ábyrgð ráðuneytisins. Þannig að það gefur augaleið að þegar þú ert í slíkri stöðu, hvort heldur sem þú ert ráðherra eða aðstoðarmaður, og eitthvað kemur upp sem talið er stangast á við lög eða er ekki rétt, þá eru það þeir sem lenda í umfjölluninni. Og hver svo sem hún kann að vera, hvort sem það er lekamál eða eitthvað annað sem snertir borgarana eða einhver gjörð sem mælist illa fyrir, þá eru það ráðherrann og pólitískir aðstoðarmenn sem verða að svara gagnvart fjölmiðlum. Við sem erum í þessu verðum að gera okkur grein fyrir því að við verðum oft fyrir óvæginni umfjöllun fjölmiðla en það fylgir því að velja það að vera opinber persóna. Þú verður að gera ráð fyrir því. En þess heldur þarftu að gæta þín.“ Tengslin spiluðu ekki rulluEn voru tengslin við Þórey ástæða þess að Ragnheiður fékk ekki embætti innanríkisráðherra? „Nei. Þegar að því kemur voru sonur minn og Þórey skilin að skiptum. Þau stóðu í skilnaði. Hún er ekki lengur tengdadóttir mín. Ég hef enga trú á því að tengslin hafi ráðið för. Ég hef satt best að segja meiri trú á mínum formanni heldur en að nokkuð slíkt hafi verið ástæða þess.“ Allir í vörn vegna PírataÞegar talið berst að miklu fylgi Pírata í skoðanakönnunum segir Ragnheiður dæmigert að þegar nýtt afl komi inn í pólitíkina fari gömlu öflin í vörn. „Allir hefðbundnu stjórnmálaflokkarnir fara í vörn. Það fyrsta sem kemur fram er að þau séu væntanlega ekki hæf til að vinna verkið.“ Ragnheiður rifjar upp gagnrýni sem Kvennalistinn fékk á sig á sínum tíma. „Það var alveg eins með kvennalistann – áttu konur að vita eitthvað um vitamál? Hafnarmál, samgöngur og annað í þeim dúr? Auðvitað áttu konur ekki að vita neitt um það en þær fóru vegina, þær þekktu vitana og fóru um hafnirnar. Höfðu karlmennirnir sem komu inn á þing einhverja sérstaka þekkingu á þessum málum þegar þeir komu inn á þing? Nei. En þeir töldu sig vita alla hluti betur en aðrir. Fólk verður að átta sig á því að flokkarnir þurfa að breytast í takt við tímann. Samfélagið breytist, menntun breytist og upplýsingaflæði. Ég veit ekki hvað það er sem orsakar þessa fylgisaukningu Pírata. Ef ég vissi það þá myndi ég gera það sama,“ segir Ragnheiður og hlær. Hægt er að hlusta á Föstudagsviðtalið í heild sinni hér.
Föstudagsviðtalið Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Sjá meira