Fagnar afmælinu með Sólinni Gunnar Leó Pálsson skrifar 13. júní 2015 10:00 Halldór Gylfason ætlar að halda tónleika í júní með sínum eigin lögum. Vísir/valli Halldór Gylfason leikari og tónlistarmaður stendur á miklum tímamótum í dag en hann fagnar 45 ára afmæli sínu. „Ég finn í raun engan mun, maður eru bara orðinn miðaldra. Helsti munurinn á því að vera miðaldra og ungur, er sá að ég nýti góða veðrið til þess að þvo bílinn minn, er kominn með vatnsglas á náttborðið og hækka í fréttunum,“ segir Halldór spurður út ellimerkin. Þó að dagurinn í dag sé mikill tímamótadagur í lífi Halldórs er hann að mestu lagður undir í vinnu. „Í dag er Sólin frá Sandgerði að spila í 40 ára afmælisveislu Bílabúðar Benna, það verður hellings stuð þar. Svo er ég að leika í Billy Elliot á morgun þannig að það er nóg gera,“ segir Halldór. Halldór er eins og alþjóð veit söngvari Sólarinnar frá Sandgerði en heitir þó Kiddi Casio þegar hann stígur á svið með sveitinni. „Ástæðan fyrir því að Sólin kemur þarna fram er sú að Kiddi Casio var að fá bílprófið aftur,“ segir hann og hlær. Halldór ætlar þó að reyna fá sér bröns með fjölskyldu sinni til þess að fagna með henni í dag. Halldór er ungur í anda og segist í raun hugsa ennþá eins og hann sé átján ára. „Mér finnst ég vera að hugsa það sama og ég var að hugsa þegar ég var átján ára, nema það er erfiðara að framkvæma þær hugsanir í dag,“ segir Halldór og hlær. Hann á farsælan feril að baki sem leikari og hefur leikið í um sextíu leikritum en hvað skyldi standa upp úr á löngum ferli? „Ég hef verið heppinn og hef gert margt skemmtilegt. Það sem hefur líklega gefið mér mest og það sem mér þykir vænst um er Sigtið. Við áttum það alveg sjálfir, skrifuðum og lékum, það var svo geggjað. Mér þykir líka vænt um ævintýrin í barnatímunum á sínum tíma,“ útskýrir Halldór. Hans helstu fyrirmyndir í gegnum tíðina hafa verið Charlie Chaplin og Woddy Allen. „Tónlistarmaðurinn Frank Zappa var líka fyrirmynd. Hann var snillingur, svo klikkaður og óútreiknanlegur. Hann gat verið stórkostlegur og frábær og líka hundleiðinlegur.“ Talandi um tónlist, þá ætlar Halldór að halda tónleika þann 18. júní næstkomandi og leika sitt eigið efni ásamt hljómsveit. „Tónleikarnir verða á Kexi hosteli, þar mun ég koma fram og spila lög eftir sjálfan mig. Lögin spanna um það bil 25 ára tímabil.“ Tónlist Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira
Halldór Gylfason leikari og tónlistarmaður stendur á miklum tímamótum í dag en hann fagnar 45 ára afmæli sínu. „Ég finn í raun engan mun, maður eru bara orðinn miðaldra. Helsti munurinn á því að vera miðaldra og ungur, er sá að ég nýti góða veðrið til þess að þvo bílinn minn, er kominn með vatnsglas á náttborðið og hækka í fréttunum,“ segir Halldór spurður út ellimerkin. Þó að dagurinn í dag sé mikill tímamótadagur í lífi Halldórs er hann að mestu lagður undir í vinnu. „Í dag er Sólin frá Sandgerði að spila í 40 ára afmælisveislu Bílabúðar Benna, það verður hellings stuð þar. Svo er ég að leika í Billy Elliot á morgun þannig að það er nóg gera,“ segir Halldór. Halldór er eins og alþjóð veit söngvari Sólarinnar frá Sandgerði en heitir þó Kiddi Casio þegar hann stígur á svið með sveitinni. „Ástæðan fyrir því að Sólin kemur þarna fram er sú að Kiddi Casio var að fá bílprófið aftur,“ segir hann og hlær. Halldór ætlar þó að reyna fá sér bröns með fjölskyldu sinni til þess að fagna með henni í dag. Halldór er ungur í anda og segist í raun hugsa ennþá eins og hann sé átján ára. „Mér finnst ég vera að hugsa það sama og ég var að hugsa þegar ég var átján ára, nema það er erfiðara að framkvæma þær hugsanir í dag,“ segir Halldór og hlær. Hann á farsælan feril að baki sem leikari og hefur leikið í um sextíu leikritum en hvað skyldi standa upp úr á löngum ferli? „Ég hef verið heppinn og hef gert margt skemmtilegt. Það sem hefur líklega gefið mér mest og það sem mér þykir vænst um er Sigtið. Við áttum það alveg sjálfir, skrifuðum og lékum, það var svo geggjað. Mér þykir líka vænt um ævintýrin í barnatímunum á sínum tíma,“ útskýrir Halldór. Hans helstu fyrirmyndir í gegnum tíðina hafa verið Charlie Chaplin og Woddy Allen. „Tónlistarmaðurinn Frank Zappa var líka fyrirmynd. Hann var snillingur, svo klikkaður og óútreiknanlegur. Hann gat verið stórkostlegur og frábær og líka hundleiðinlegur.“ Talandi um tónlist, þá ætlar Halldór að halda tónleika þann 18. júní næstkomandi og leika sitt eigið efni ásamt hljómsveit. „Tónleikarnir verða á Kexi hosteli, þar mun ég koma fram og spila lög eftir sjálfan mig. Lögin spanna um það bil 25 ára tímabil.“
Tónlist Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira