Kynna ungan listamann til sögunnar Kjartan Atli Kjartansson skrifar 18. júní 2015 12:00 Logi Pedro Stefánsson setndur á bak við hinn unga og efnilega Aron Hannes. Mynd/KjartanHreinsson „Aron Hannes er klárlega nafn sem allir ættu að leggja á minnið,“ segir Logi Pedro Stefánsson um ungan listamann sem gefur í dag út sitt fyrsta lag og kemur það út undir merkjum útgáfunnar Les Fères Stefson, sem varð til í kringum hljómsveitina Retro Stefson. „Aron Hannes er fyrsti listamaðurinn sem gefur út undir merkjum Les Fères Stefson án þess að hafa beina tengingu við Retro Stefson. Það sem hefur verið gefið út undir merkjum útgáfunnar hefur verið gert af sveitum sem tengjast Retro Stefson beint,“ útskýrir Logi Pedro. Lagið sem kemur út í dag ber titilinn I Need U. „Ef maður ætti að setja þetta í einhvern flokk myndi ég segja að þetta væri „alternative RnB“. Þetta er mjög fersk tónlist. Aron Hannes er átján ára að aldri og mjög efnilegur. Hann hefur allt til brunns að bera og er líka bara mjög nettur gaur.“Útgáfan á lagi Arons Hannesar er tilraun til að endurheimta ferskleikann frá markaðsöflunum.Mynd/KjartanHreinssonLogi hefur verið iðinn við kolann að undanförnu og mikið verið að gerast í kringum hann. Logi stóð meðal annars á bak við vin sinn Sturlu Atlas, sem gaf út halasnældu (einnig þekkt sem mixteip) fyrr í mánuðinum. Sturla hefur vakið mikla athygli, bæði á sviði og á samfélagsmiðlum. „Það sem við erum að gera snýst svolítið um að endurheimta okkar svæði, ef ég get tekið þannig til orða,“ útskýrir Logi og heldur áfram í sama tón: „Það má eiginlega segja að markaðsöflin og fyrirtækin hafi verið að koma svolítið inn á svæði ungs fólks og markaðssett það sem fólki þykir vera eitthvert „edge“ í. Það er nefnilega svo auðvelt að vera „cool“ eftir að internetið varð til. Fólk fer bara inn á næstu Tumblr-myndasíðu og sér lúkk dagsins. Það þarf ekki að stúdera neitt. En við viljum reyna að ná þessum ferskleika aftur til okkar. Gera þetta á okkar vegum. „Hæpið“ sem var í kringum Sturlu Atlas sýnir að fólk vill heyra eitthvað ferskt, eitthvað nýtt sem var ekki markaðssett af markaðsmönnum. Aron Hannes er á svipuðum nótum.“ Lagið I Need U með Aroni Hannesi kemur út í dag á öllum helstu samskiptamiðlunum. Tónlist Tengdar fréttir Aron Hannes er Jólastjarnan Það var hinn fjórtán ára gamli Aron Hannes Emilsson sem var valinn jólastjarnan í ár en fjögur hundruð ungmenni sendu inn myndbönd á Vísi til þess að taka þátt í leit Björgvins Halldórssonar að jólastjörnunni, sem mun syngja með goðinu á jólatónleikum hans í desember. 11. nóvember 2011 13:27 "Þú logaðir af greddu“ Aron Hannes Emilsson þandi raddböndin í Ísland Got Talent. 15. apríl 2014 11:00 "Þetta var allt í lagi en kannski ekki mikið meira“ Síðan skiptir Bubbi Morthens allt í einu um skoðun. 21. febrúar 2014 15:45 Mest lesið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Lífið Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París Tíska og hönnun Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Tónlist Fleiri fréttir Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Sjá meira
„Aron Hannes er klárlega nafn sem allir ættu að leggja á minnið,“ segir Logi Pedro Stefánsson um ungan listamann sem gefur í dag út sitt fyrsta lag og kemur það út undir merkjum útgáfunnar Les Fères Stefson, sem varð til í kringum hljómsveitina Retro Stefson. „Aron Hannes er fyrsti listamaðurinn sem gefur út undir merkjum Les Fères Stefson án þess að hafa beina tengingu við Retro Stefson. Það sem hefur verið gefið út undir merkjum útgáfunnar hefur verið gert af sveitum sem tengjast Retro Stefson beint,“ útskýrir Logi Pedro. Lagið sem kemur út í dag ber titilinn I Need U. „Ef maður ætti að setja þetta í einhvern flokk myndi ég segja að þetta væri „alternative RnB“. Þetta er mjög fersk tónlist. Aron Hannes er átján ára að aldri og mjög efnilegur. Hann hefur allt til brunns að bera og er líka bara mjög nettur gaur.“Útgáfan á lagi Arons Hannesar er tilraun til að endurheimta ferskleikann frá markaðsöflunum.Mynd/KjartanHreinssonLogi hefur verið iðinn við kolann að undanförnu og mikið verið að gerast í kringum hann. Logi stóð meðal annars á bak við vin sinn Sturlu Atlas, sem gaf út halasnældu (einnig þekkt sem mixteip) fyrr í mánuðinum. Sturla hefur vakið mikla athygli, bæði á sviði og á samfélagsmiðlum. „Það sem við erum að gera snýst svolítið um að endurheimta okkar svæði, ef ég get tekið þannig til orða,“ útskýrir Logi og heldur áfram í sama tón: „Það má eiginlega segja að markaðsöflin og fyrirtækin hafi verið að koma svolítið inn á svæði ungs fólks og markaðssett það sem fólki þykir vera eitthvert „edge“ í. Það er nefnilega svo auðvelt að vera „cool“ eftir að internetið varð til. Fólk fer bara inn á næstu Tumblr-myndasíðu og sér lúkk dagsins. Það þarf ekki að stúdera neitt. En við viljum reyna að ná þessum ferskleika aftur til okkar. Gera þetta á okkar vegum. „Hæpið“ sem var í kringum Sturlu Atlas sýnir að fólk vill heyra eitthvað ferskt, eitthvað nýtt sem var ekki markaðssett af markaðsmönnum. Aron Hannes er á svipuðum nótum.“ Lagið I Need U með Aroni Hannesi kemur út í dag á öllum helstu samskiptamiðlunum.
Tónlist Tengdar fréttir Aron Hannes er Jólastjarnan Það var hinn fjórtán ára gamli Aron Hannes Emilsson sem var valinn jólastjarnan í ár en fjögur hundruð ungmenni sendu inn myndbönd á Vísi til þess að taka þátt í leit Björgvins Halldórssonar að jólastjörnunni, sem mun syngja með goðinu á jólatónleikum hans í desember. 11. nóvember 2011 13:27 "Þú logaðir af greddu“ Aron Hannes Emilsson þandi raddböndin í Ísland Got Talent. 15. apríl 2014 11:00 "Þetta var allt í lagi en kannski ekki mikið meira“ Síðan skiptir Bubbi Morthens allt í einu um skoðun. 21. febrúar 2014 15:45 Mest lesið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Lífið Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París Tíska og hönnun Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Tónlist Fleiri fréttir Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Sjá meira
Aron Hannes er Jólastjarnan Það var hinn fjórtán ára gamli Aron Hannes Emilsson sem var valinn jólastjarnan í ár en fjögur hundruð ungmenni sendu inn myndbönd á Vísi til þess að taka þátt í leit Björgvins Halldórssonar að jólastjörnunni, sem mun syngja með goðinu á jólatónleikum hans í desember. 11. nóvember 2011 13:27
"Þú logaðir af greddu“ Aron Hannes Emilsson þandi raddböndin í Ísland Got Talent. 15. apríl 2014 11:00
"Þetta var allt í lagi en kannski ekki mikið meira“ Síðan skiptir Bubbi Morthens allt í einu um skoðun. 21. febrúar 2014 15:45