Þurfum að hætta að sjúkdómsgera alla skapaða hluti Viktoría Hermannsdóttir og Ólöf Skaftadóttir skrifa 19. júní 2015 09:00 María segir það ekki hjálpa að sjúkdómsgera alla skapaða hluti. Fréttablaðið/Valli María Einisdóttir er hjúkrunarfræðingur og framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans. Hún ræðir um verkfallið, ástandið á spítalanum, nauðsyn virðingar í garð kvennastétta og ofgreiningar á geðsjúkdómum. Hún segir dapurt um að líta á Landspítalanum þessa dagana en vonar að samningsaðilum takist að finna farsæla lausn á yfirstandandi kjaradeilum. „Ég gat aldrei eiginlega hugsað mér nokkurt annað starf,“ segir María, sem er gestur Ólafar Skaftadóttur og Viktoríu Hermannsdóttur í Föstudagsviðtalinu. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að ofan. Segja má að María hafi fengið áhuga á geðsjúkdómum í frumbernsku. Föðurbróðir hennar glímdi við geðhvörf og ung hafði hún mjög mikinn áhuga á veikindum hans. „Ég var mjög virk við að hjálpa til. Mér fannst þetta mjög áhugavert, hann tók í nefið og pabbi sagði mér að það væri eitt af einkennunum, að þegar hann væri ör þá tæki hann oftar í nefið. Ég tók að mér að telja skiptin per klukkutíma. Þetta var heilmikið verkefni,“ rifjar María upp og hlær. Geðsjúkir ekki ofbeldisfyllriMaría fann fyrir fordómum í garð Ragnars frænda síns, sumir voru hræddir við hann en hún var það aldrei. „Það var engin einasta ástæða til að vera hrædd enda var hann þvílíkt ljúfmenni. Það er mikill misskilningur að geðsjúkir séu eitthvað ofbeldisfyllri en annað fólk. Það er ein af fjölmörgum mýtum sem ekki eiga við rök að styðjast.“ María segir þó heilmikið hafa breyst og fólk sé miklu upplýstara, sérstaklega unga fólkið. „Enn eru fordómar, það verður að segjast eins og er, því miður. Það þarf að berjast gegn þeim. Dropinn holar steininn og því er mikilvægt að fræða almenning og halda uppi öflugu forvarnarstarfi. Það á að tala hreint út um hlutina. Fara með fræðslu í skólana efla starf á vettvangi heilsugæslunnar. Þar er verk að vinna en heldur þokast í rétta átt.“ Kleppur í baksýnMaría fór að heiman 16 ára í Menntaskólann í Reykjavík, tók sér eitt ár í frí að lokinni útskrift og segist að sjálfsögðu hafa unnið á geðdeild það ár. „Meira segja á sumrin með menntaskóla vann ég á Kleppi. Í Faunu, útskriftarriti MR-inga, er mynd af mér með Klepp í baksýn, geri aðrir betur!“ Þegar María var 21 árs fór hún í hjúkrun í háskólanum. „Ég dreif mig að klára námið og fór svo strax inn á Klepp aftur en þá mættu mér fordómar frá kollegum mínum nýútskrifuðum: Ætlarðu að fara á Klepp og staðna? Ég var fljót til svars: Nei, ég ætla fara á Klepp og vaxa. Og ég tel mig hafa staðið við það.“ María segir öldrunar- og geðhjúkrun ekki hafa þótt spennandi valkostir til að starfa innan heilbrigðiskerfisins í þá daga. „Þetta var 1988, en í dag hefur afstaðan til þessara starfa gerbreyst.“ Uppsagnir eru veruleikinnTalið berst að verkfalli hjúkrunarfræðinga og ástandinu á Landspítalanum. María tekur ástandið mjög alvarlega. „Í þessum töluðu orðum eru að berast uppsagnir hjúkrunarfræðinga. Það er gríðarlegt áhyggjuefni. Fimm bárust á þriðjudag en ég býst við að þeim muni fjölga á geðsviði eins og á öðrum sviðum spítalans. Ég veit til þess að einhverjir hjúkrunarfræðingar ætli að segja starfi sínu lausu 19. júní sem er táknræn dagsetning og til þess fallin að vekja athygli á launamun kynjanna, sem félag hjúkrunarfræðinga hefur endurtekið vakið athygli á.“Er þetta semsagt bundið við kyn? „Ég þori ekki að segja til um það, en það að þessi kvennastétt skuli vera lægra launuð en flestir aðrir háskólamenntaðir starfsmenn spítalans segir sína sögu. Hver ætti skýringin að vera önnur? Það svona hvarflar dálítið að manni að þetta skipti máli, hvort þú sért karl eða kona. Við á spítalanum vorum til að mynda beðin um að koma með tillögur í læknadeilunni en höfum ekki verið beðin í þessum deilum hjúkrunarfræðinga. Við erum boðin og búin að koma með hugmyndir - við erum auðvitað ekki samningsaðili, en við erum stærsti vinnustaðurinn.“ En hvernig upplifir María ástandið?„Ég hef mestar áhyggjur af uppsögnunum, við höfum farið í gegnum slíkar aðgerðir áður og það er alltaf þannig að það er ákveðin prósenta sem dregur ekki til baka uppsögn þótt semjist, við megum ekki við því að missa okkar góða fólk.“María, Ólöf og ViktoríaVísir/ValliDepurðin tekur viðMaría segist finna á spítalanum að reiðin sé heldur að hjaðna og depurðin tekin við. „Það finnst mér óþægilegt. En auðvitað eru margir enn mjög reiðir. Fólk er að hugsa sinn gang og ég held að ráðamenn þjóðarinnar og almenningur geri sér ekki grein fyrir því hvað staðan er grafalvarleg á spítalanum. Stjórnendur spítalans hafa marghamrað á því. Og það verður erfitt að vinna okkur út úr þessari erfiðu stöðu sem upp er komin.“ María segir aðstæður á Landspítalanum þegar erfiðar. „Það segir sig sjálft að staðan er ekki mjög aðlaðandi. Hugsjónin borgar ekki húsaleiguna. Ég er sorgmædd yfir þessu en vona að náist góðir samningar sem reynast farsælir fyrir samningsaðila og fyrir landsmenn alla, þá er hægt að snúa vörn í sókn.“ María segir einnig mikilvægt að gera ráð fyrir því að nú sé uppi önnur staða fyrir fagfólk í heilbrigðisþjónustu en fyrir fimm eða tíu árum síðan. „Starfsfólk er búið að máta sig við störf í útlöndum, það er búið að prófa, það veit miklu meira að hverju það gengur. Fjöldi fólks hefur þegar fengið góð atvinnutilboð. Það er ekki til það sjúkrahús í heiminum sem er rekið án hjúkrunarfræðinga, og sama má segja um ljósmæður, lífeindafræðinga og geislafræðinga, þetta eru lykilstéttir.“Hreyfing hefur áhrif Talið berst að svokallaðri Laugarásdeild geðsviðsins. „Þar er hópur sjúklinga sem er í sínu fyrsta geðrofi. Á deildinni er unnið markvisst að því að auka hreyfingu, hvetja fólk til að hugsa um matarræðið og vera virkt. Íslenskar rannsóknir, sem meðal annars hafa verið gerðar á geðsviði, sýna svo ekki verður um villst að hreyfing sjúklinga skiptir sköpum. Hún veldur því að verulega dregur úr notkun verkja- og svefnlyfja. Það er gríðarlega mikilvægt þar sem lyfin hafa óæskilegar aukaverkanir, til dæmis er hætta á þyngdaraukningu við notkun sumra þeirra. Einnig virðist regluleg hreyfing bæta bæði kvíða og svefn og hefur auk þess jákvæð áhrif á þróun sjúkdómsins. Þannig að fólk með alvarleg geðræn einkenni eins og ranghugmyndir og ofskynjanir finnur síður fyrir þessum alvarlegu einkennum samfara aukinni hreyfingu.“ Ekki greiningar á alla Talið berst að greiningum á geðsviði almennt. „Við erum oft alltof fljót að sjúkdómsgera alls konar upplifanir og tilfinningar sem eru alls ekki sjúklegar til dæmis félagsfælni, er það ekki bara feimni? Auðvitað getur feimni orðið sjúklegt ástand og ég er alls ekki að gera lítið úr því - en auðvitað eigum við ekki að skella á fólki heljarinnar greiningum þegar það upplifir eðlilegt ástand. Hættan er sú að við normalíserum sjúkdómsgreiningar og það er ekki heppilegt. Tökum dæmi um verkkvíða, ef ég ætlaði að þrífa heima hjá mér í gær, en nennti því ekki sökum leti þá er ég ekki endilega haldin kvíðaröskun. Ég var alls ekki með verkvíða – heldur var ég bara löt. Ég reyndi að selja mér það í lok dagsins að ég væri búin að vinna svo mikið og það endaði þar. Mér fannt ég eiga það skilið að fá að vera löt í friði.“ María segist halda að við þurfum að slaka á í greiningunum. „Við þurfum að leyfa fólki að hafa persónuleikaeinkenni án þess að sjúkdómsgreina það. Eins og orðið feimni, maður heyrir æ sjaldnar um feimið fólk. Þetta er alveg ferlegt, eins og mér finnst sjarmerandi þegar fólk er feimið. Feimni er ekki löstur heldur eiginleiki. Svo er gerjun í leiðanum, við þurfum að kunna að láta okkur leiðast. Maður missir af miklu að kunna ekki að láta sér leiðast, það er svo gott fyrir sálartetrið.“ Föstudagsviðtalið Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
María Einisdóttir er hjúkrunarfræðingur og framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans. Hún ræðir um verkfallið, ástandið á spítalanum, nauðsyn virðingar í garð kvennastétta og ofgreiningar á geðsjúkdómum. Hún segir dapurt um að líta á Landspítalanum þessa dagana en vonar að samningsaðilum takist að finna farsæla lausn á yfirstandandi kjaradeilum. „Ég gat aldrei eiginlega hugsað mér nokkurt annað starf,“ segir María, sem er gestur Ólafar Skaftadóttur og Viktoríu Hermannsdóttur í Föstudagsviðtalinu. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að ofan. Segja má að María hafi fengið áhuga á geðsjúkdómum í frumbernsku. Föðurbróðir hennar glímdi við geðhvörf og ung hafði hún mjög mikinn áhuga á veikindum hans. „Ég var mjög virk við að hjálpa til. Mér fannst þetta mjög áhugavert, hann tók í nefið og pabbi sagði mér að það væri eitt af einkennunum, að þegar hann væri ör þá tæki hann oftar í nefið. Ég tók að mér að telja skiptin per klukkutíma. Þetta var heilmikið verkefni,“ rifjar María upp og hlær. Geðsjúkir ekki ofbeldisfyllriMaría fann fyrir fordómum í garð Ragnars frænda síns, sumir voru hræddir við hann en hún var það aldrei. „Það var engin einasta ástæða til að vera hrædd enda var hann þvílíkt ljúfmenni. Það er mikill misskilningur að geðsjúkir séu eitthvað ofbeldisfyllri en annað fólk. Það er ein af fjölmörgum mýtum sem ekki eiga við rök að styðjast.“ María segir þó heilmikið hafa breyst og fólk sé miklu upplýstara, sérstaklega unga fólkið. „Enn eru fordómar, það verður að segjast eins og er, því miður. Það þarf að berjast gegn þeim. Dropinn holar steininn og því er mikilvægt að fræða almenning og halda uppi öflugu forvarnarstarfi. Það á að tala hreint út um hlutina. Fara með fræðslu í skólana efla starf á vettvangi heilsugæslunnar. Þar er verk að vinna en heldur þokast í rétta átt.“ Kleppur í baksýnMaría fór að heiman 16 ára í Menntaskólann í Reykjavík, tók sér eitt ár í frí að lokinni útskrift og segist að sjálfsögðu hafa unnið á geðdeild það ár. „Meira segja á sumrin með menntaskóla vann ég á Kleppi. Í Faunu, útskriftarriti MR-inga, er mynd af mér með Klepp í baksýn, geri aðrir betur!“ Þegar María var 21 árs fór hún í hjúkrun í háskólanum. „Ég dreif mig að klára námið og fór svo strax inn á Klepp aftur en þá mættu mér fordómar frá kollegum mínum nýútskrifuðum: Ætlarðu að fara á Klepp og staðna? Ég var fljót til svars: Nei, ég ætla fara á Klepp og vaxa. Og ég tel mig hafa staðið við það.“ María segir öldrunar- og geðhjúkrun ekki hafa þótt spennandi valkostir til að starfa innan heilbrigðiskerfisins í þá daga. „Þetta var 1988, en í dag hefur afstaðan til þessara starfa gerbreyst.“ Uppsagnir eru veruleikinnTalið berst að verkfalli hjúkrunarfræðinga og ástandinu á Landspítalanum. María tekur ástandið mjög alvarlega. „Í þessum töluðu orðum eru að berast uppsagnir hjúkrunarfræðinga. Það er gríðarlegt áhyggjuefni. Fimm bárust á þriðjudag en ég býst við að þeim muni fjölga á geðsviði eins og á öðrum sviðum spítalans. Ég veit til þess að einhverjir hjúkrunarfræðingar ætli að segja starfi sínu lausu 19. júní sem er táknræn dagsetning og til þess fallin að vekja athygli á launamun kynjanna, sem félag hjúkrunarfræðinga hefur endurtekið vakið athygli á.“Er þetta semsagt bundið við kyn? „Ég þori ekki að segja til um það, en það að þessi kvennastétt skuli vera lægra launuð en flestir aðrir háskólamenntaðir starfsmenn spítalans segir sína sögu. Hver ætti skýringin að vera önnur? Það svona hvarflar dálítið að manni að þetta skipti máli, hvort þú sért karl eða kona. Við á spítalanum vorum til að mynda beðin um að koma með tillögur í læknadeilunni en höfum ekki verið beðin í þessum deilum hjúkrunarfræðinga. Við erum boðin og búin að koma með hugmyndir - við erum auðvitað ekki samningsaðili, en við erum stærsti vinnustaðurinn.“ En hvernig upplifir María ástandið?„Ég hef mestar áhyggjur af uppsögnunum, við höfum farið í gegnum slíkar aðgerðir áður og það er alltaf þannig að það er ákveðin prósenta sem dregur ekki til baka uppsögn þótt semjist, við megum ekki við því að missa okkar góða fólk.“María, Ólöf og ViktoríaVísir/ValliDepurðin tekur viðMaría segist finna á spítalanum að reiðin sé heldur að hjaðna og depurðin tekin við. „Það finnst mér óþægilegt. En auðvitað eru margir enn mjög reiðir. Fólk er að hugsa sinn gang og ég held að ráðamenn þjóðarinnar og almenningur geri sér ekki grein fyrir því hvað staðan er grafalvarleg á spítalanum. Stjórnendur spítalans hafa marghamrað á því. Og það verður erfitt að vinna okkur út úr þessari erfiðu stöðu sem upp er komin.“ María segir aðstæður á Landspítalanum þegar erfiðar. „Það segir sig sjálft að staðan er ekki mjög aðlaðandi. Hugsjónin borgar ekki húsaleiguna. Ég er sorgmædd yfir þessu en vona að náist góðir samningar sem reynast farsælir fyrir samningsaðila og fyrir landsmenn alla, þá er hægt að snúa vörn í sókn.“ María segir einnig mikilvægt að gera ráð fyrir því að nú sé uppi önnur staða fyrir fagfólk í heilbrigðisþjónustu en fyrir fimm eða tíu árum síðan. „Starfsfólk er búið að máta sig við störf í útlöndum, það er búið að prófa, það veit miklu meira að hverju það gengur. Fjöldi fólks hefur þegar fengið góð atvinnutilboð. Það er ekki til það sjúkrahús í heiminum sem er rekið án hjúkrunarfræðinga, og sama má segja um ljósmæður, lífeindafræðinga og geislafræðinga, þetta eru lykilstéttir.“Hreyfing hefur áhrif Talið berst að svokallaðri Laugarásdeild geðsviðsins. „Þar er hópur sjúklinga sem er í sínu fyrsta geðrofi. Á deildinni er unnið markvisst að því að auka hreyfingu, hvetja fólk til að hugsa um matarræðið og vera virkt. Íslenskar rannsóknir, sem meðal annars hafa verið gerðar á geðsviði, sýna svo ekki verður um villst að hreyfing sjúklinga skiptir sköpum. Hún veldur því að verulega dregur úr notkun verkja- og svefnlyfja. Það er gríðarlega mikilvægt þar sem lyfin hafa óæskilegar aukaverkanir, til dæmis er hætta á þyngdaraukningu við notkun sumra þeirra. Einnig virðist regluleg hreyfing bæta bæði kvíða og svefn og hefur auk þess jákvæð áhrif á þróun sjúkdómsins. Þannig að fólk með alvarleg geðræn einkenni eins og ranghugmyndir og ofskynjanir finnur síður fyrir þessum alvarlegu einkennum samfara aukinni hreyfingu.“ Ekki greiningar á alla Talið berst að greiningum á geðsviði almennt. „Við erum oft alltof fljót að sjúkdómsgera alls konar upplifanir og tilfinningar sem eru alls ekki sjúklegar til dæmis félagsfælni, er það ekki bara feimni? Auðvitað getur feimni orðið sjúklegt ástand og ég er alls ekki að gera lítið úr því - en auðvitað eigum við ekki að skella á fólki heljarinnar greiningum þegar það upplifir eðlilegt ástand. Hættan er sú að við normalíserum sjúkdómsgreiningar og það er ekki heppilegt. Tökum dæmi um verkkvíða, ef ég ætlaði að þrífa heima hjá mér í gær, en nennti því ekki sökum leti þá er ég ekki endilega haldin kvíðaröskun. Ég var alls ekki með verkvíða – heldur var ég bara löt. Ég reyndi að selja mér það í lok dagsins að ég væri búin að vinna svo mikið og það endaði þar. Mér fannt ég eiga það skilið að fá að vera löt í friði.“ María segist halda að við þurfum að slaka á í greiningunum. „Við þurfum að leyfa fólki að hafa persónuleikaeinkenni án þess að sjúkdómsgreina það. Eins og orðið feimni, maður heyrir æ sjaldnar um feimið fólk. Þetta er alveg ferlegt, eins og mér finnst sjarmerandi þegar fólk er feimið. Feimni er ekki löstur heldur eiginleiki. Svo er gerjun í leiðanum, við þurfum að kunna að láta okkur leiðast. Maður missir af miklu að kunna ekki að láta sér leiðast, það er svo gott fyrir sálartetrið.“
Föstudagsviðtalið Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira