Hvalir sungu en flugan brann Jónas Sen skrifar 23. júní 2015 10:30 Víkingur Heiðar Ólafsson er upphafsmaður hinnar glæsilegu hátíðar Reykjavík Midsummer Music. Vísir/GVA Tónlist Reykjavik Midsummer Music Norðurljósum Hörpu fimmtudaginn 18. júní Dýrin voru í aðalhlutverki á upphafstónleikum Reykjavik Midsummer Music í Norðurljósum í Hörpu á fimmtudagskvöldið. Fugl söng, hani galaði, fluga suðaði, hvalur söng, hundur gelti og það heyrðist skvamp í silungi. Reykjavik Midsummer Music er tónlistarhátíð sem einkennist af forvitnilegri dagskrá. Á tónleikunum nú var þemað rödd dýranna, hún var límið sem batt allt saman. Að öðru leyti voru verkin býsna ólík. Fyrst var tónsmíð eftir Rameau, Les Rappel des Oiseaux, um fugla sem kveðast á. Fuglasöngur er venjulega fremur líflegur, en Víkingur Heiðar Ólafson, sem einnig er listrænn stjórnandi hátíðarinnar, valdi að vera á mjúka kantinum. Tónlistin varð fyrir bragðið dreymandi og angurvær, sem var alls ekkert verra; leikur Víkings var fallega mótaður og ljóðrænn. Þetta voru greinilega mjög afslappaðir fuglar. Meira fútt var í næsta atriði, sem var YTA III eftir Esa Pekka Salonen. Þar sté á svið sellóleikarinn Jan-Erik Gustafsson. Hann hermdi eftir moskítóflugu sem flaug í kringum eld og fuðraði á endanum upp. Til er önnur, áþekk tónsmíð, Flug býflugunnar eftir Rimskí-Korsakoff. En tónlistin eftir Salonen var miklu frjálslegri og brjálæðslegri, sellóið hljómaði svo mikið eins og fluga að það var ótrúlegt. Gustafsson spilaði meistaralega vel og þegar hann öskraði hátt í lokin er flugan drapst, flissuðu áheyrendur, undirritaður þar á meðal. Slappasta verkið á efnisskránni var Fantasía um gullna hanann eftir fyrrnefndan Rimskí-Korsakoff. Hún er fyrir fiðlu og píanó og er unnin upp úr samnefndri óperu eftir tónskáldið. Fantasían er óttalega klén, hún er fyrst og fremst samansafn af klisjum án þess að einhver merkjanlegur skáldskapur liggi þar að baki. Þótt leikur Anna-Liisa Bezrodny og Víkings hafi verið góður og fagmannlegur, dugði það ekki til að gera tónlistina áhugaverða. Tvær tónsmíðar eftir George Crumb hittu hins vegar beint í mark. Sú fyrri var Vox Balanae, rödd hvalanna, en hin síðari Mundus Canis, heimur hundsins. Í hinni fyrrnefndu var leikhúsið ekki langt undan, birtan í salnum var blá og dimm, og hljóðfæraleikararnir þrír voru grímuklæddir. Þetta voru þau Melkorka Ólafsdóttir flautuleikari, Gustafsson og Víkingur. Í tónlistinni var hermt eftir rödd hvala, brimi og öðrum sjávarhljóðum. Í restina rann það saman við hægan, annarsheimslegan söng, sem varð enn dularfyllri með hjálp bláa ljóssins og grímanna. Túlkunin var mögnuð, fínlegustu blæbrigði voru nostursamlega mótuð, tónlistin var seiðmögnuð. Heimur hundsins var líka flottur, en hann var í vönduðum umbúðum Kristins H. Árnasonar gítarleikara og Pétur Grétarssonar á slagverk. Loks ber svo að nefna sérlega glæsilegan flutning á Silungakvintett Schuberts. Þar er m.a. stef sem kemur úr sönglagi um silung eftir sama tónskáld; þaðan er nafnið komið. Þau Gustafsson, Sayaka Shoji (fiðla), Pauline Sachse (víóla), Hávarður Tryggvason (kontrabassi) og Marianna Shirinyan (píanó) spiluðu meistaralega vel. Allar nótur voru skýrar og nákvæmar, samspilið pottþétt og auðheyrilega úthugsað.Niðurstaða: Áhugaverð, fjölbreytt dagskrá. Spilamennskan var til fyrirmyndar. Gagnrýni Menning Mest lesið Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lífið Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Lífið Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Lífið Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Lífið Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Lífið Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Lífið „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ Lífið Fleiri fréttir The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Tónlist Reykjavik Midsummer Music Norðurljósum Hörpu fimmtudaginn 18. júní Dýrin voru í aðalhlutverki á upphafstónleikum Reykjavik Midsummer Music í Norðurljósum í Hörpu á fimmtudagskvöldið. Fugl söng, hani galaði, fluga suðaði, hvalur söng, hundur gelti og það heyrðist skvamp í silungi. Reykjavik Midsummer Music er tónlistarhátíð sem einkennist af forvitnilegri dagskrá. Á tónleikunum nú var þemað rödd dýranna, hún var límið sem batt allt saman. Að öðru leyti voru verkin býsna ólík. Fyrst var tónsmíð eftir Rameau, Les Rappel des Oiseaux, um fugla sem kveðast á. Fuglasöngur er venjulega fremur líflegur, en Víkingur Heiðar Ólafson, sem einnig er listrænn stjórnandi hátíðarinnar, valdi að vera á mjúka kantinum. Tónlistin varð fyrir bragðið dreymandi og angurvær, sem var alls ekkert verra; leikur Víkings var fallega mótaður og ljóðrænn. Þetta voru greinilega mjög afslappaðir fuglar. Meira fútt var í næsta atriði, sem var YTA III eftir Esa Pekka Salonen. Þar sté á svið sellóleikarinn Jan-Erik Gustafsson. Hann hermdi eftir moskítóflugu sem flaug í kringum eld og fuðraði á endanum upp. Til er önnur, áþekk tónsmíð, Flug býflugunnar eftir Rimskí-Korsakoff. En tónlistin eftir Salonen var miklu frjálslegri og brjálæðslegri, sellóið hljómaði svo mikið eins og fluga að það var ótrúlegt. Gustafsson spilaði meistaralega vel og þegar hann öskraði hátt í lokin er flugan drapst, flissuðu áheyrendur, undirritaður þar á meðal. Slappasta verkið á efnisskránni var Fantasía um gullna hanann eftir fyrrnefndan Rimskí-Korsakoff. Hún er fyrir fiðlu og píanó og er unnin upp úr samnefndri óperu eftir tónskáldið. Fantasían er óttalega klén, hún er fyrst og fremst samansafn af klisjum án þess að einhver merkjanlegur skáldskapur liggi þar að baki. Þótt leikur Anna-Liisa Bezrodny og Víkings hafi verið góður og fagmannlegur, dugði það ekki til að gera tónlistina áhugaverða. Tvær tónsmíðar eftir George Crumb hittu hins vegar beint í mark. Sú fyrri var Vox Balanae, rödd hvalanna, en hin síðari Mundus Canis, heimur hundsins. Í hinni fyrrnefndu var leikhúsið ekki langt undan, birtan í salnum var blá og dimm, og hljóðfæraleikararnir þrír voru grímuklæddir. Þetta voru þau Melkorka Ólafsdóttir flautuleikari, Gustafsson og Víkingur. Í tónlistinni var hermt eftir rödd hvala, brimi og öðrum sjávarhljóðum. Í restina rann það saman við hægan, annarsheimslegan söng, sem varð enn dularfyllri með hjálp bláa ljóssins og grímanna. Túlkunin var mögnuð, fínlegustu blæbrigði voru nostursamlega mótuð, tónlistin var seiðmögnuð. Heimur hundsins var líka flottur, en hann var í vönduðum umbúðum Kristins H. Árnasonar gítarleikara og Pétur Grétarssonar á slagverk. Loks ber svo að nefna sérlega glæsilegan flutning á Silungakvintett Schuberts. Þar er m.a. stef sem kemur úr sönglagi um silung eftir sama tónskáld; þaðan er nafnið komið. Þau Gustafsson, Sayaka Shoji (fiðla), Pauline Sachse (víóla), Hávarður Tryggvason (kontrabassi) og Marianna Shirinyan (píanó) spiluðu meistaralega vel. Allar nótur voru skýrar og nákvæmar, samspilið pottþétt og auðheyrilega úthugsað.Niðurstaða: Áhugaverð, fjölbreytt dagskrá. Spilamennskan var til fyrirmyndar.
Gagnrýni Menning Mest lesið Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lífið Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Lífið Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Lífið Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Lífið Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Lífið Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Lífið „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ Lífið Fleiri fréttir The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira