Æfir með heimsmethöfum og verðlaunahöfum frá ÓL Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. júní 2015 07:00 Hrafnhildur vann allar fjórar greinarnar sínar á Smáþjóðaleikunum. vísir/ernir Hrafnhildur Lúthersdóttir átti frábæra Smáþjóðaleika í upphafi mánaðarins þar sem hún bætti Íslands- og mótsmetið í öllum þeim fjórum greinum sem hún keppti í auk þess að ná lágmarki í 200 m fjórsundi og 200 m bringusundi. Eftir leikana sneri hún aftur til Bandaríkjanna og um helgina keppti hún á móti í Kaliforníu þar sem hún var nálægt sínum bestu tímum. Hrafnhildur, sem er 24 ára, er nú í fyrsta sinn að æfa í Bandaríkjunum yfir sumartímann en hún útskrifast frá háskóla sínum ytra um áramótin. „Ég er að æfa með svokölluðum „post-grad“ hópi. Við erum 10-12 saman sem erum öll að stefna að því að keppa á Ólympíuleikunum á næsta ári,“ sagði hún við Fréttablaðið áður en hún hélt utan. „Við æfum því í metrum en ekki jördum,“ bætti hún við, en keppt er í jördum í háskólasundinu vestanhafs en metrum á alþjóðavísu.Verð áfram úti eftir útskrift Hún segist kunna vel við að leggja nú höfuðáherslu á að æfa fyrst og fremst fyrir sig sjálfa þar sem að keppendur í háskólasundinu hugsa meira um að ná árangri fyrir lið sitt. „Ég kann betur við þetta. Nú er ég með fulla einbeitingu á sjálfa mig og það er það sem ég vil frekar gera nú,“ segir Hrafnhildur sem mun einbeita sér algjörlega að sundinu eftir að hún útskrifast um áramótin. „Ég verð samt áfram úti og áfram hluti af þessum hópi. Það getur vel verið að það verði viðbrigði fyrir mig að gera ekkert nema synda en ég á ekki von á öðru en að það verði af hinu góða.“ Hrafnhildur er fyrst og fremst bringusundskona og reiknar ekki með öðru en að ná lágmarkinu fyrir Ríó í 100 m bringusundi, rétt eins og hún gerði í 200 m sem hefur verið hennar sterkasta grein. „Þetta eru mínar aðalgreinar og ég geri ekki mikið annað en að æfa bringusund. Ég tek æfingar í fjórsundinu öðru hverju en ekkert meira en það,“ sagði Hrafnhildur.Ætlar sér langt í Rússlandi Meðal þeirra sem hún æfir með úti eru sundkappar sem hafa náð í fremstu röð – hafa slegið heimsmet og komist á verðlaunapall á heimsmeistaramótum og Ólympíuleikum. „Þetta er mjög góður hópur. Elizabeth Beisel [tvöfaldur verðlaunahafi á ÓL í London] og Arkady Vyatchanin [tvöfaldur verðlaunahafi á ÓL í Peking] eru í hópnum og það er frábært að fá að æfa með fólki eins og þessu. Það gerir mér mjög gott,“ segir hún. Heimsmeistaramótið fer fram í Kazan í Rússlandi í ágúst og verður Hrafnhildur þar á meðal þátttakenda. Þar á hún góðan möguleika á að komast að minnsta kosti í undanúrslit í 200 m bringusundi en hún á nú 20. besta tíma ársins í greininni samkvæmt lista Alþjóðasundsambandsins, FINA. „Ég ætla mér allavega að komast í undanúrslit og við verðum bar að sjá til hvort ég kemst enn lengra. Markmiðið er allavega að komast langt.“ Sund Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Fleiri fréttir Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Sjá meira
Hrafnhildur Lúthersdóttir átti frábæra Smáþjóðaleika í upphafi mánaðarins þar sem hún bætti Íslands- og mótsmetið í öllum þeim fjórum greinum sem hún keppti í auk þess að ná lágmarki í 200 m fjórsundi og 200 m bringusundi. Eftir leikana sneri hún aftur til Bandaríkjanna og um helgina keppti hún á móti í Kaliforníu þar sem hún var nálægt sínum bestu tímum. Hrafnhildur, sem er 24 ára, er nú í fyrsta sinn að æfa í Bandaríkjunum yfir sumartímann en hún útskrifast frá háskóla sínum ytra um áramótin. „Ég er að æfa með svokölluðum „post-grad“ hópi. Við erum 10-12 saman sem erum öll að stefna að því að keppa á Ólympíuleikunum á næsta ári,“ sagði hún við Fréttablaðið áður en hún hélt utan. „Við æfum því í metrum en ekki jördum,“ bætti hún við, en keppt er í jördum í háskólasundinu vestanhafs en metrum á alþjóðavísu.Verð áfram úti eftir útskrift Hún segist kunna vel við að leggja nú höfuðáherslu á að æfa fyrst og fremst fyrir sig sjálfa þar sem að keppendur í háskólasundinu hugsa meira um að ná árangri fyrir lið sitt. „Ég kann betur við þetta. Nú er ég með fulla einbeitingu á sjálfa mig og það er það sem ég vil frekar gera nú,“ segir Hrafnhildur sem mun einbeita sér algjörlega að sundinu eftir að hún útskrifast um áramótin. „Ég verð samt áfram úti og áfram hluti af þessum hópi. Það getur vel verið að það verði viðbrigði fyrir mig að gera ekkert nema synda en ég á ekki von á öðru en að það verði af hinu góða.“ Hrafnhildur er fyrst og fremst bringusundskona og reiknar ekki með öðru en að ná lágmarkinu fyrir Ríó í 100 m bringusundi, rétt eins og hún gerði í 200 m sem hefur verið hennar sterkasta grein. „Þetta eru mínar aðalgreinar og ég geri ekki mikið annað en að æfa bringusund. Ég tek æfingar í fjórsundinu öðru hverju en ekkert meira en það,“ sagði Hrafnhildur.Ætlar sér langt í Rússlandi Meðal þeirra sem hún æfir með úti eru sundkappar sem hafa náð í fremstu röð – hafa slegið heimsmet og komist á verðlaunapall á heimsmeistaramótum og Ólympíuleikum. „Þetta er mjög góður hópur. Elizabeth Beisel [tvöfaldur verðlaunahafi á ÓL í London] og Arkady Vyatchanin [tvöfaldur verðlaunahafi á ÓL í Peking] eru í hópnum og það er frábært að fá að æfa með fólki eins og þessu. Það gerir mér mjög gott,“ segir hún. Heimsmeistaramótið fer fram í Kazan í Rússlandi í ágúst og verður Hrafnhildur þar á meðal þátttakenda. Þar á hún góðan möguleika á að komast að minnsta kosti í undanúrslit í 200 m bringusundi en hún á nú 20. besta tíma ársins í greininni samkvæmt lista Alþjóðasundsambandsins, FINA. „Ég ætla mér allavega að komast í undanúrslit og við verðum bar að sjá til hvort ég kemst enn lengra. Markmiðið er allavega að komast langt.“
Sund Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Fleiri fréttir Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Sjá meira