Gagnrýna afslátt af leið stöðugleikaskatts Óli Kristján Ármannsson skrifar 2. júlí 2015 07:00 Á blaðamannafundi vegna afnáms hafta í byrjun júní. Már Guðmundsson seðlabankastjóri, Lilja D. Alfreðsdóttir, alþjóðahagfræðingur og verkefnisstjóri í forsætisráðuneytinu, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Fréttablaðið/GVA InDefence-hópurinn vill að tryggt verði í frumvörpum til laga um stöðugleikaskatt og nauðasamninga fjármálafyrirtækja að stöðugleikaskilyrði sem eru í samningum við kröfuhafa föllnu bankanna jafngildi 39 prósenta stöðugleikaskatti. Þetta kemur fram í umsögn hópsins við frumvörpin.Ólafur Elíasson, tónlistarmaður og meðlimur InDefence.Ólafur Elíasson, tónlistarmaður og einn þeirra sem rita undir umsögn hópsins, segir afstöðu InDefence hafa verið þá að þeir sem ábyrgir eru fyrir því tjóni sem þjóðfélagið hafi orðið fyrir vegna bankahrunsins, slitabúin, bæru kostnaðinn af þeim skaða, frekar en almennir borgarar landsins. Þetta sjónarmið segir Ólafur ekki virðast hafa orðið ofan á og að ríkisstjórnin hafi talið auðveldara að fara fram með markmið um stöðugleika, sem sé nokkurs konar framhald á samkomulaginu sem gert var við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (AGS). „En um leið má koma fram að ríkisstjórnin er búin að ná ævintýralegum árangri umfram það sem til stóð og ástæða til að halda því til haga.“ Leið stöðugleikaskatts segir Ólafur að mati InDefence vera auðskiljanlega og að færa megi rök fyrir því að með henni séu almannahagsmunir varðir. Hins vegar séu margir ágallar á nauðasamningunum sem fylgja eigi stöðugleikamati sem enginn viti hvað feli í sér. Hópurinn setji sig þannig upp á móti því að Seðlabankinn einn geri svokallað stöðugleikamat. Sagan sýni að þótt Seðlabankinn njóti trausts þegar kemur að efnahagsmálum þá sé hann ekki óskeikull, svo sem með vanhugsaðri afstöðu til Icesave. „Hann byggir allt sitt á langtímamati sem hingað til hefur ekki oft staðist og þess vegna er fráleitt að láta þetta alfarið í hendurnar á Seðlabankanum.“ Í viðauka við álit InDefence-hópsins, sem sent var Alþingi 30. júní, segir rétt að benda á að samþykkt nauðasamninga feli í raun í sér undanþágu frá fyrirhuguðum skatti og því eðlilegt að slík ákvörðun væri í höndum Alþingis. Þá segir Ólafur að það eitt og sér hvað kröfuhafarnir hafi verið fljótir til að samþykkja nauðasamningana eigi að nægja til að vekja spurningar. Um leið segir Ólafur gulltryggt að stöðugleikaskatturinn myndi halda fyrir dómstólum. „Alveg milljón prósent,“ segir hann og bendir á að ekkert slitabúa bankanna hafi í umsögnum sínum gert athugasemd við lögmæti skattsins. Það sem Ólafur segist staldra við er af hverju þjóðin ætti á einhverjum tímapunkti að vera tilbúin til að gefa afslátt af hagmunum samfélagsins „gagnvart einhverjum kröfuhöfum sem telja sig eiga eitthvað hér“.Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar.Mesti skattafsláttur Íslandssögunnar? Tragíkómísk íronía af kaldhæðnustu sort er að ríkisstjórn undir forystu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar leggi til að Alþingi gefi kröfuhöfum föllnu bankanna kost á stærsta skattafslætti Íslandssögunnar. Þetta segir Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, á Facebook-síðu sinni og vísar til mismunar á þeim fjárhæðum sem fullur stöðugleikaskattur og samningar í takt við stöðugleikamarkmið skila ríkinu. Fullur 39 prósenta skattur fæli í sér að kröfuhafarnir greiddu ríkinu 862 milljarða króna. „Skatt af þeim toga, og stærðargráðu, er hægt að verja gagnvart innlendum og erlendum dómstólum að mati Seðlabankans og ríkisstjórnarinnar,“ bendir hann á. Um leið sé gert ráð fyrir hjáleið þar sem slitabúin geti að uppfylltum skilyrðum sloppið við þennan skatt og greiði í staðinn stöðugleikaframlög. „Þarna munar hins vegar fáheyrðum upphæðum. Það er erfitt að meta hversu miklu „framlögin“ munu nema en Bjarni Benediktsson hefur sagt að sú leið færi ríkissjóði 450 milljarða. „Ef ríkisstjórnin segir að skattur upp á 862 milljarða haldi fyrir dómstólum, en er svo reiðubúin að gefa ríflega 400 milljarða afslátt frá honum þá þarf hún að skýra fyrir þinginu, þjóðinni, forseta Íslands ef því er að skipta — örugglega InDefence — hver ávinningurinn er af þeirri eftirgjöf,“ segir Össur og kveður ekki síður kaldhæðnislegt að afslátturinn til kröfuhafa sé fimmföld sú upphæð sem notuð hafi verið til að leiðrétta húsnæðisskuldir landsmanna. „Undir forystu formanns Framsóknar koma kröfuhafar semsagt út með fimm sinnum hærri „leiðréttingu“ en íslenskir húsnæðisskuldarar.“ Alþingi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
InDefence-hópurinn vill að tryggt verði í frumvörpum til laga um stöðugleikaskatt og nauðasamninga fjármálafyrirtækja að stöðugleikaskilyrði sem eru í samningum við kröfuhafa föllnu bankanna jafngildi 39 prósenta stöðugleikaskatti. Þetta kemur fram í umsögn hópsins við frumvörpin.Ólafur Elíasson, tónlistarmaður og meðlimur InDefence.Ólafur Elíasson, tónlistarmaður og einn þeirra sem rita undir umsögn hópsins, segir afstöðu InDefence hafa verið þá að þeir sem ábyrgir eru fyrir því tjóni sem þjóðfélagið hafi orðið fyrir vegna bankahrunsins, slitabúin, bæru kostnaðinn af þeim skaða, frekar en almennir borgarar landsins. Þetta sjónarmið segir Ólafur ekki virðast hafa orðið ofan á og að ríkisstjórnin hafi talið auðveldara að fara fram með markmið um stöðugleika, sem sé nokkurs konar framhald á samkomulaginu sem gert var við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (AGS). „En um leið má koma fram að ríkisstjórnin er búin að ná ævintýralegum árangri umfram það sem til stóð og ástæða til að halda því til haga.“ Leið stöðugleikaskatts segir Ólafur að mati InDefence vera auðskiljanlega og að færa megi rök fyrir því að með henni séu almannahagsmunir varðir. Hins vegar séu margir ágallar á nauðasamningunum sem fylgja eigi stöðugleikamati sem enginn viti hvað feli í sér. Hópurinn setji sig þannig upp á móti því að Seðlabankinn einn geri svokallað stöðugleikamat. Sagan sýni að þótt Seðlabankinn njóti trausts þegar kemur að efnahagsmálum þá sé hann ekki óskeikull, svo sem með vanhugsaðri afstöðu til Icesave. „Hann byggir allt sitt á langtímamati sem hingað til hefur ekki oft staðist og þess vegna er fráleitt að láta þetta alfarið í hendurnar á Seðlabankanum.“ Í viðauka við álit InDefence-hópsins, sem sent var Alþingi 30. júní, segir rétt að benda á að samþykkt nauðasamninga feli í raun í sér undanþágu frá fyrirhuguðum skatti og því eðlilegt að slík ákvörðun væri í höndum Alþingis. Þá segir Ólafur að það eitt og sér hvað kröfuhafarnir hafi verið fljótir til að samþykkja nauðasamningana eigi að nægja til að vekja spurningar. Um leið segir Ólafur gulltryggt að stöðugleikaskatturinn myndi halda fyrir dómstólum. „Alveg milljón prósent,“ segir hann og bendir á að ekkert slitabúa bankanna hafi í umsögnum sínum gert athugasemd við lögmæti skattsins. Það sem Ólafur segist staldra við er af hverju þjóðin ætti á einhverjum tímapunkti að vera tilbúin til að gefa afslátt af hagmunum samfélagsins „gagnvart einhverjum kröfuhöfum sem telja sig eiga eitthvað hér“.Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar.Mesti skattafsláttur Íslandssögunnar? Tragíkómísk íronía af kaldhæðnustu sort er að ríkisstjórn undir forystu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar leggi til að Alþingi gefi kröfuhöfum föllnu bankanna kost á stærsta skattafslætti Íslandssögunnar. Þetta segir Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, á Facebook-síðu sinni og vísar til mismunar á þeim fjárhæðum sem fullur stöðugleikaskattur og samningar í takt við stöðugleikamarkmið skila ríkinu. Fullur 39 prósenta skattur fæli í sér að kröfuhafarnir greiddu ríkinu 862 milljarða króna. „Skatt af þeim toga, og stærðargráðu, er hægt að verja gagnvart innlendum og erlendum dómstólum að mati Seðlabankans og ríkisstjórnarinnar,“ bendir hann á. Um leið sé gert ráð fyrir hjáleið þar sem slitabúin geti að uppfylltum skilyrðum sloppið við þennan skatt og greiði í staðinn stöðugleikaframlög. „Þarna munar hins vegar fáheyrðum upphæðum. Það er erfitt að meta hversu miklu „framlögin“ munu nema en Bjarni Benediktsson hefur sagt að sú leið færi ríkissjóði 450 milljarða. „Ef ríkisstjórnin segir að skattur upp á 862 milljarða haldi fyrir dómstólum, en er svo reiðubúin að gefa ríflega 400 milljarða afslátt frá honum þá þarf hún að skýra fyrir þinginu, þjóðinni, forseta Íslands ef því er að skipta — örugglega InDefence — hver ávinningurinn er af þeirri eftirgjöf,“ segir Össur og kveður ekki síður kaldhæðnislegt að afslátturinn til kröfuhafa sé fimmföld sú upphæð sem notuð hafi verið til að leiðrétta húsnæðisskuldir landsmanna. „Undir forystu formanns Framsóknar koma kröfuhafar semsagt út með fimm sinnum hærri „leiðréttingu“ en íslenskir húsnæðisskuldarar.“
Alþingi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira