Grísk kreppa í íslensku lífeyrisljósi Jakob Tryggvason skrifar 8. júlí 2015 07:00 Lífeyrismál eru eitt stærsta viðfangsefnið í viðræðum grískra stjórnvalda við lánardrottna sína. Lánardrottnar gagnrýna Grikki fyrir kostnaðarsamt lífeyriskerfi. Á sama tíma blása samtök eldri borgara í Grikklandi til mótmælaaðgerða gegn frekari skerðingu lífeyris. Fimmti hver Grikki er orðinn 65 ára og ef tekið er tillit til þeirra sem fara snemma á eftirlaun lætur nærri að lífeyrisvandinn varði allt að þriðjung kjósenda. Svo má bæta við 50% atvinnuleysi ungmenna sem reiða sig í mörgum tilvikum á lífeyri foreldra. Samtök atvinnulífsins í Grikklandi telja að helmingur allra fjölskyldna í landinu reiði sig á almannatryggingakerfið. Lánardrottnar eiga þannig í óbeinum viðræðum við stóran hluta grísku þjóðarinnar, sem sættir sig ekki við frekari niðurskurð. Opinber útgjöld Grikkja hafa verið skorin að beini og nú beinist athygli að lífeyris- og skattamálum.Gjörólík lífeyriskerfi Áður en Grikkir rötuðu í vandræði sín státuðu þeir af örlátasta lífeyriskerfi Evrópu, svokölluðu gegnumstreymiskerfi. Slíkt kerfi er aðallega fjármagnað með sköttum, sem er í grundvallaratriðum ólíkt til dæmis íslenska kerfinu þar sem hver kynslóð leggur á starfsævinni í sjóði til efri áranna. Í þessu ljósi er áhugavert að fylgjast með gangi mála í Grikklandi. Umbætur voru gerðar á gríska kerfinu 2010 en samt greiða Grikkir um 17,5% landsframleiðslu sinnar til lífeyrismála. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) leggur ríka áherslu á að hlutfallið verði lækkað í 16%, fyrr geti hann ekki samþykkt frekari fyrirgreiðslu. Þess má geta til samanburðar að Íslendingar greiða 6% landsframleiðslu sinnar til lífeyrismála. Flett var ofan af brotalömum og spillingu í gríska kerfinu 2010. Það er mörgum geymdur en ekki gleymdur ímyndarskellur fyrir Grikki. Á daginn kom að 90.000 greiðslur úr kerfinu runnu að stórum hluta til látinna eða til fólks sem var í fullri vinnu en jafnframt á örorkubótum. Hlutfall bótasvika nam 3,4% af heildargreiðslum lífeyris!Undanþága til að fara fyrr á eftirlaun Þá sæta Grikkir gagnrýni fyrir að hækka lífeyrisaldur í orði en ekki á borði. Lánardrottnar krefjast þess að lífeyrisaldur verði hækkaður í raun til að spara útgjöld. Grikkir hækkuðu vissulega lífeyrisaldur karla í 67 ára en áhrifin láta á sér standa vegna þess að hátt í 600 starfsstéttir njóta undanþágu og fá að fara fyrr á eftirlaun vegna hættulegra eða erfiðra vinnuskilyrða. Slökkviliðsmenn fá til dæmis svona undanþágu, hárgreiðslufólk líka vegna hættulegra efna í vinnuumhverfi sínu og meira segja starfsmenn ljósvakamiðla vegna skaðlegra örvera á hljóðnemum! Gríska hagkerfið hefur skroppið saman og greiðslur til lífeyriskerfisins rýrna að sama skapi. Vandi Grikkja tengist að miklu leyti almannatryggingum. Samanlögð eftirlaun úr almannatryggingum og úr veikburða sjóðasöfnunarkerfi Grikklands eru um 880 evrur á mánuði eða tæplega 130.000 krónur, sem telst ekki ríkulegur lífeyrir. Aðalvandinn er samt sá að kerfið er langt frá því að vera sjálfbært. Grikkir komast ekki upp með að slá enn meiri lán til að fjármagna eftirlaun sín og fyrir liggur að 15-44% skerðing lífeyris frá 2010 dugar hvergi til.„Íslenska kerfið“ talið fyrirmynd Gegnumstreymiskerfi eftirlauna hefur í sér fólgna áhættu sem í hnotskurn er helsti vandi grískra stjórnvalda. Stundum er því samt haldið fram hérlendis að gegnumstreymi sé álitlegra en íslenska kerfið. Því skal þá haldið til haga að OECD, Evrópusambandið og Alþjóðabankinn hvetja aðildarríkin til að koma upp þriggja stoða lífeyriskerfi á borð við það sem Íslendingar þekkja: almannatryggingar, öfluga söfnunarsjóði lífeyris og séreignarsjóði. Um leið og við óskum þess að Grikkjum farnist vel við að leysa ofurvanda sinn vonum við að okkur sjálfum takist að byggja upp lífeyriskerfi sem þolir tímabundin samdráttarskeið og sveiflur á fjármálamörkuðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grikkland Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Sjá meira
Lífeyrismál eru eitt stærsta viðfangsefnið í viðræðum grískra stjórnvalda við lánardrottna sína. Lánardrottnar gagnrýna Grikki fyrir kostnaðarsamt lífeyriskerfi. Á sama tíma blása samtök eldri borgara í Grikklandi til mótmælaaðgerða gegn frekari skerðingu lífeyris. Fimmti hver Grikki er orðinn 65 ára og ef tekið er tillit til þeirra sem fara snemma á eftirlaun lætur nærri að lífeyrisvandinn varði allt að þriðjung kjósenda. Svo má bæta við 50% atvinnuleysi ungmenna sem reiða sig í mörgum tilvikum á lífeyri foreldra. Samtök atvinnulífsins í Grikklandi telja að helmingur allra fjölskyldna í landinu reiði sig á almannatryggingakerfið. Lánardrottnar eiga þannig í óbeinum viðræðum við stóran hluta grísku þjóðarinnar, sem sættir sig ekki við frekari niðurskurð. Opinber útgjöld Grikkja hafa verið skorin að beini og nú beinist athygli að lífeyris- og skattamálum.Gjörólík lífeyriskerfi Áður en Grikkir rötuðu í vandræði sín státuðu þeir af örlátasta lífeyriskerfi Evrópu, svokölluðu gegnumstreymiskerfi. Slíkt kerfi er aðallega fjármagnað með sköttum, sem er í grundvallaratriðum ólíkt til dæmis íslenska kerfinu þar sem hver kynslóð leggur á starfsævinni í sjóði til efri áranna. Í þessu ljósi er áhugavert að fylgjast með gangi mála í Grikklandi. Umbætur voru gerðar á gríska kerfinu 2010 en samt greiða Grikkir um 17,5% landsframleiðslu sinnar til lífeyrismála. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) leggur ríka áherslu á að hlutfallið verði lækkað í 16%, fyrr geti hann ekki samþykkt frekari fyrirgreiðslu. Þess má geta til samanburðar að Íslendingar greiða 6% landsframleiðslu sinnar til lífeyrismála. Flett var ofan af brotalömum og spillingu í gríska kerfinu 2010. Það er mörgum geymdur en ekki gleymdur ímyndarskellur fyrir Grikki. Á daginn kom að 90.000 greiðslur úr kerfinu runnu að stórum hluta til látinna eða til fólks sem var í fullri vinnu en jafnframt á örorkubótum. Hlutfall bótasvika nam 3,4% af heildargreiðslum lífeyris!Undanþága til að fara fyrr á eftirlaun Þá sæta Grikkir gagnrýni fyrir að hækka lífeyrisaldur í orði en ekki á borði. Lánardrottnar krefjast þess að lífeyrisaldur verði hækkaður í raun til að spara útgjöld. Grikkir hækkuðu vissulega lífeyrisaldur karla í 67 ára en áhrifin láta á sér standa vegna þess að hátt í 600 starfsstéttir njóta undanþágu og fá að fara fyrr á eftirlaun vegna hættulegra eða erfiðra vinnuskilyrða. Slökkviliðsmenn fá til dæmis svona undanþágu, hárgreiðslufólk líka vegna hættulegra efna í vinnuumhverfi sínu og meira segja starfsmenn ljósvakamiðla vegna skaðlegra örvera á hljóðnemum! Gríska hagkerfið hefur skroppið saman og greiðslur til lífeyriskerfisins rýrna að sama skapi. Vandi Grikkja tengist að miklu leyti almannatryggingum. Samanlögð eftirlaun úr almannatryggingum og úr veikburða sjóðasöfnunarkerfi Grikklands eru um 880 evrur á mánuði eða tæplega 130.000 krónur, sem telst ekki ríkulegur lífeyrir. Aðalvandinn er samt sá að kerfið er langt frá því að vera sjálfbært. Grikkir komast ekki upp með að slá enn meiri lán til að fjármagna eftirlaun sín og fyrir liggur að 15-44% skerðing lífeyris frá 2010 dugar hvergi til.„Íslenska kerfið“ talið fyrirmynd Gegnumstreymiskerfi eftirlauna hefur í sér fólgna áhættu sem í hnotskurn er helsti vandi grískra stjórnvalda. Stundum er því samt haldið fram hérlendis að gegnumstreymi sé álitlegra en íslenska kerfið. Því skal þá haldið til haga að OECD, Evrópusambandið og Alþjóðabankinn hvetja aðildarríkin til að koma upp þriggja stoða lífeyriskerfi á borð við það sem Íslendingar þekkja: almannatryggingar, öfluga söfnunarsjóði lífeyris og séreignarsjóði. Um leið og við óskum þess að Grikkjum farnist vel við að leysa ofurvanda sinn vonum við að okkur sjálfum takist að byggja upp lífeyriskerfi sem þolir tímabundin samdráttarskeið og sveiflur á fjármálamörkuðum.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun